Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1988, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 30.03.1988, Qupperneq 11
\>iKun \>iKun 10 Miðvikudagur 30. mars 1988 jútU% juUit Miðvikudagur 30. mars 1988 11 „ER ÖRUGGLEGA MEIRI SKÓLA MAÐUR EN PÓLITÍKUS“ - segir Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri í Keflavík Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri, er borinn og barnfæddur Keflvíkingur. Hann kvæntist ungur Sigrúnu Olafsdóttur og eiga þau saman 5 börn. Vil- hjálmur byrjaði að kenna að loknu kennaraprófi í barnaskólanum í Keflavík, vann niikið að æskulýðsmálum, var m.a. æskulýðsfulltrúi í nokkur ár. Það var svo árið 1978 að honum bauðst stóra tækifærið, skólastjórastaða í Myllu- bakkaskóla. Hann sótti um og fékk stöðuna, sem hann síðan gegndi í 8 ár, allt þar til næsta stóra tækifæri bauðst. Það var enn stærra, þykir virðulegra og innst inni hafði hann svolítinn metnað til að slá til. Við erum að ræða um bæj- arstjórastöðuna. Vilhjálmur er nú búinn að vera tvö ár sem bæjarstjóri og þann tíma hefur hann þurft að ganga í gegnum sætt og súrt. Nú er hann að hætta. Hann langar aftur í skólann, - segist vera meiri skólamaður en póli- tíkus. En af hverju? „Það er eílaust hægt að tina margt til sem veldur þessari ákvörðun minni, en fyrst og l'remst er það mitt fyrra starf sem því veldur. Eg fékk ársleyfi frá skólastjóranum til að byrja með og fékk því framlengt um eitt ár, og núverandi ráðningar- samningur minn sem bæjarstjóri rennur út í júlí. Hvað varðar skólastjórastarfið sé ég mér ekki fært að sleppa því sem ævistarfi l'yrir það sem ég er í dag“. - Geturðu ekki J'engið framlengingu á leyfinu? „Jú, eflaust væri það hægt, en reglan er sú að ríkið veitir starfs- mönnum sínum ársleyfi án launa og því er hægt að fá fram- lengt i ár, eins og ég hef gert. Þingmenn fá t.d. leyfi frá opin- berum störfum meðan þeir starfa sem slíkir um ótiltekinn árafjölda. En mitt starf er ekki þess eðlis og ég er þess mjög efins að fengi ég framlenginu á leyfinu til tveggja ára í viðbót, að ég myndi hverfa aftur til skól- ans. Þá mynd get égekki hugsað mér, því ég er örugglega meiri skólamaður en pólitíkus. Mér finnst líka að ef fjögur ár liðu þá ætti ég engan rétt á starfinu lengur“. - Heldurðu að það verði ekki litið á þetta sem uppgjöf df þinni hálfu? „Einhverjir munu líta á þetta sem uppgjöf og verður hver og einn að dæma fyrir sig. I minum huga er þetta ekki uppgjöf, því þessu máli hef ég velt mikið fyrir nrér, rætt um þetta við mína nán- ustu og komist að raun um hvað mér væri fyrir bestu". - Ertu að hœtta í pólitík, eða hefurðu hug á að halda þínu striki „Nei, ég er ekki að hætta í pólitík og mun starfa áfram sem bæjarfulltrúi eins og ég var kos- inn til á þessu kjörtímabili". - Þú segir núna, en hvað með nœsta kjörtímabil? „Mér finnst nógu langt í það og ekki tímabært að ræða það hér og nú. En ég get bætt því við, sem einn góður vinur minn sagði urn bæjarfulltrúastarfið, að mönnum fyrirgæfist að fara í það eitt kjörtímabil, en það væri skynsemisskortur að gefa sig í það öðru sinni. Það verður því að bíða með hvort skynsemin ræður hjá mér eður ei“. - Hvernig finnst bœjarstjóran- um honum hafa orðið ágengt í starfinu? „Það er nú kannski ekki rétt að spyrja mig að þessu, það eru þeir sem með manni starfa og auðvitað bæjarbúar, sem dærna um það“. - Ertu sáttur við að hœtta? „Já, það er ég, annars væri ég ekki búinn að tiikynna það þeim er ég starfa með og fyrir". - Var starfið öðruvísi en þú áttir von á? „Að nokkru leyti var starfið eins og ég hafði búist við, en það eru samt í því þættir er snerta mannleg samskipti sem hafa komið mér á óvart". - Hvað áttu við með því? „Eg á við það, að viðhorf manna breytist gagnvart per- sónunni sem er í starfinu. Þetta á bæði við hinn almenna borgara svo og pólitíska andstæðinga. Það sem snýr að almenna borg- aranurn á þann hátt að mörgum finnst þeir þurfa að umgangast mann á annan hátt en áður, ein- ungis út af titlinum. En að póli- tískum andstæðingum á þann hátt, að þeir treysta manni ekki, pólítíkurinnar vegna". - Nú hafa komið upp mörg mál, bœði leiðinleg og erftð, sem þú hej'ur þurft að taka á. Hvernig hefur það gengið? „Ekki er hægt að neita því að upp hafa komið slík mál, en sem betur fer hafa einnig komið upp skemmtileg og ánægjuleg mál. Erfiðustu málin komu upp í fyrra í sambandi við Helgar- póstsskrifin og eílaust mun það mál setja mark sitt á allt sam- starf í bæjarsljórn út þetta kjör- tímabil. Samt er það von mín að þessir níu bæjarfulltrúar Kefla- víkur geti unnið sem heilstæður hópur. En hvernig það hefur gengið er erfitt að tjá sig um. Ef- laust hefur verið tekið rétt á sumum málum en rangt á öðrum. Eftir á að hyggja ev þetta erfiðasta tímabilið í ntinni bæj- arstjóratið". - Sérðu fyrir þér eftirmann eða er ekkert farið að huga að þeirn málum? „Það er ekkert farið að huga að þeim málum og því sé ég ekki enn á þessari stundu hver hann mun verða“. - Staða bœjarsjóðs liefur veriðmikið til umfjöllunar. Hvers vegna? „Það hafa verið áhöld um það milli meiri- og minnihluta hvernig staða bæjarsjóðs var nákvæmlega á miðju ári 1986, þegar núverandi meirihluti tók við. Þá var unnið nákvæmlega eftir fjárhagsáætlun 1986 og þá sýndi sig á haustmánuðum að verulega vantaði á að áætlunin stæðist. Minnihlutinn hefur vænt meirhlutann um að hafa ekki endurskoðað áætlunina á miðju ári eins og gert hafi verið ráð fyrir. Þcgar til átti að taka var öllum meiri háttar fram- kvæmdunt lokið og því ekki urn neina frestun að ræða nema í sundmiðstöðinni. í kjölfarið sigldi endurskoðun reikninga bæjarsjóðs, sem ekki var til að bæta ástandið milli meiri- og minnihluta. Við endurskoðun kom í ljós að verulega hafði verið vanáætlað til rekstrar og framkvæmda á þessum tíma. Um þetta snerust deilurnar þá. Nú nýlega hefur verið farið fram á það við endurskoðendur ef hægt er, að úttekt verði gerð á stöðu bæjarsjóðs á miðju ári 1986. Að því loknu geta menn tjáð sig um það hvers vegna þurfti að fara út 1 skuldabréfa- kaup fyrir 20 milljónir og hvort það hafi verið nauðsynlegt lyrir bæjarsjóð að ganga í sjóð raf- veitunnar. Hvað varðar stöðu bæjarsjóðs í dag er það að segja að á síðastliðnu ári haft sjaldan eða aldrei verið meiri fram- kvæmdir í bæjarfélaginu. Það að hluta til, ásamt háum fjár- magnskostnaði og mikilli launahækkun starfsmanna Keflavíkurbæjar, raskaði fjár- hagsstöðunni verulega. Verkleg- ar framkvæmdir fóru 9 milljónir fram úr áætlun, vaxtakostnaður varð 12 ntilljón krónunt meiri en gert var ráð fyrir og launahækk- anir fóru 17 milljónir umfrarn áætlun. Allar viðmiðunartölur áætlunarinnar byggðust á prósentutölum frá Hagstofu ís- lands, hvað varðar laun og fjár- magnskostnað“. - Erþá eitthvað að markafjár- hagsáœtlun 1988? „Pólitískir andstæðingar hafa farið háðuglegum orðum um hana og kallað hana óskhyggju. Það verður að koma í ljós á miðju ári hversu vel hún stendur, en þá er áætlað að endurskoða hana. Nú þegar hafa orðið breytingar á tekjulið hennar þar sem ríkisstjórnin hefur skorið niður lramlag jöfn- unarsjóðs um 8 milljónir króna hér í Keflavík. Þetta þýðir að til eignabreytinga eða fram- kvæmda verður að skera úr 95 milljónum niður í 87 miiljónir. Auk þess má búast við frekari niðurskurði vegna þess að santningi milli rikis ogsveitarfé- laga um verkaskiptingu er einnig slegið á frest“. - Var mikið skorið niður af fjárhagsáœtlun fyrir stofnanir bœjarins? „Af áætlun hinna ýmsu stofn- ana var eilítið skorið niður en samt þó ekki þannig að það bitnaði á rekstri þeirra eða þjón- ustu“. - Hvað með niðurskurð í mannahaldi og á yfirvinnu vegna minnkandi verkefna? „Það hefur ekki verið rætt um fækkun á mannskap, hvorki í áhaldahúsi eða tæknideild, en einhverra breytinga er að vænta á skrifstofuhaldinu þar sem Gjald- heimta Suðurnesja tekur við verulégum hluta þess starfs sem þar er innt af hendi. Þá hafaallir yfirmenn hinna ýmsu stofnana bæjarins fengið bréf þess efnis að þeir sjái til þess að reyna eftir megni að draga úr allri yfir- vinnu“. - Þú ert mikill áhugamaður um sameiningu sveitarfélaganna. Hvernig ganga þau mál? „Eins ogstaðan er í dagganga þessi mál hægt fyrir sig. Ég er reyndar lormaður sameiningar- nefndar á Suðurnesjum og þegar rætt var um þessi mál á síðasta aðalfundi SSS vildu menn flýta sér hægt í þessum efnum. En ég á von á því að við förum að hreyfa við þessu máli nú á næstu dög- um“. - Eru Keflvikingar ekki betur settir sem einir og sér, en sam- einaðir? „Það er mín skoðun að það sé hagur allra sveitarfélaganna að sameinast. Það má hins vegar til sanns vegar færa að Keflvíking- ar stæðu vel að vígi einir og sér hvað flesta málaflokka varðar. En samt má ekki horfa framhjá því samstarfí sem nú er og er öllum íbúum svæðisins til góðs“. - Hvernig jinnst þér Keflavík standa í samanburði við bœjarfé- lög að svipaðri stœrð, hvað varðar framkvœmdir og annað sem til- heyrir bœjarfélaginu? „Kellavík er fimmti stærsti kaupstaður landsins, aðeins stærri en Garðabær og helmingi minni en t.d. Hafnarfjörður og Kópavogur. Hérna er boðið upp á alla þá þjónustu sem boðið er upp á í þessum byggðarlögum. Framkvæmdir eru mismunandi á milli ára á þessum stöðum og fer eftir framkvæmdafé hverju sinni. A síðari árum hefur Kefla- vík tekið stakkaskiptum hvað varðar fegrun bæjarlandsins". - Að lokum, Vilhjálmur, hlakk- ar þú til að fara að vinna með börnum á nýjan leik, eða held- urðu að þú eigir eftir að sjá eftir bœjar.stjórastólnum? „Ég á hvorki eftir að sakna né sjá eftir bæjarstjórastólnum. Þetta er búið að vera lærdóms- ríkt, þroskandi og ég er reynsl- unni ríkari. Að starfi mínu í skólanum geng ég með tilhlökk- un. Það er von mín og ósk að mér lánist vel í því starfi eftir sem áður“, sagði Vilhjálmur Ketilsson að lokum. T L V U P A P P í R Grágás hf. Vallargötu 11 - Keflavík Sími 11760, 14760

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.