Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.03.1988, Blaðsíða 15
yfiKun 4*uut Miðvikudagur 30. mars 1988 15 Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja: Samþykkti 150 þús. kr. til menningar- mála Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var haldinn í Glaumbergi, Keflavík, laugar- daginn 26. mars sl. Fundarstjórar voru kjörnir Jóhann Einvarðsson og Olaf- ur Gunnlaugsson og ritarar þeir Skúli Skúlason og Eiríkur Hermannsson. I skýrslu stjórnar kemur m.a. fram að félagsmönnum hefur fækkað um 28 og eru fél- agsmenn því 3491 og þar af 549 utan félagssvæðis. Á síðasta ári opnaði kaup- félagið verslun í Garðinum og af því tilefni var Knattspyrnu- félaginu Víði og Litla Ieikfél- aginu færðar 50 þús. krónurað gjöf, hvoru félagi. Á launaskrá hjá félaginu voru 173 manns, 76 í fullu starfi og 97 í hlutastarfi. Hlutafé í Hraðfrystihúsi Keflavíkur var aukið um 5 milljónir á síðasta ári en sam- tals var fjárfest fyrir 10.692. 000 á síðasta ári. Kaupfélagið í Vogum ferað öllum líkindum í nýtt húsnæði í apríl. Á fundinum var samþykkt að verja 150 þúsundum til menningarmála á Suðurnesj- um og skiptist fjárhæðin þann- ig: 50 þúsund í ferðalýsingu um Suðurnes, sem Rótarý- klúbbur Keflavíkur ætlar að gefa út, 50 þúsund til Menn- ingarvöku Suðurnesja, 25 þús- und til Frakklandsferðar barna í Holtaskóla og 25 þúsund til þátttöku í Olympíu- leikum aldraðra en það mun vera Garðmaðurinn Jóhann Jónsson sem nýtir þennan styrk frá KS.____________ Viltu ferðast ódýrt? Færeyjaferðin verður að veruleika. Lagt verður af stað að kveldi 8. júní kl. 9-l0ogek- ið til Seyðisfjarðar og siglt með Norrænu til Færeyja. Rútan sem flytur hópinn austur fer með og ekur um með íslensku- mælandi fararstjóra, kunnum eyjunum, og skoðar það merk- asta sem þær hafa upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Gist verður í farfuglaheimilinu í Þórshöfn, sem er vel staðsett í bænum. Athugið, þetta er tilvalin fjölskylduferð, því boðið er upp á glæsilegan barnaafslátt og engum þarf að leiðast um borð í Norrænu, því um er að ræða fljótandi lúxushótel sem býður upp á fjölbreytt skemmtanalíf fyrir börn og fullorðna, þó sigling sé ekki löng. Allir velkomnir um borð. Ferðanefnd Frá Brunabót Frumkvæði Brunabóta- félagsins er fólgið í því, að í stað þess að bjóða mark- aðnum eins og félögin hafa gert til þessa hefðbundnar tryggingagreinar með samræmdum skilmálum og iðgjöldum, þá snýr félagið sér beint að hverjum einstökum tryggingataka og spyr hann: Hvaða áhættur ert þú að taka í þínum rekstri og þínu lífi? Þegar vátryggingarþörfin liggur fyrir eftir sameiginlega skoðun áhættunnar er pakkinn sniðinn með samsettum tryggingum í samræmi við vátryggingaþörfina. Helstu einkenni pakkans eru öruggari vátryggingarvernd, einfaldari framkvæmd vátryggingarinnar og hagstæðari iðgjöld. Að ógleymdu höfuðeinkenninu: Þú sníður þinn pakka sjálfur. Brunabótafélagið hefur fullgert og sett á markað með mjög góðum árangri pakka fyrir: O sveitarstjórnir O verslunarfyrirtæki O iðnaðarfyrirtæki Nú býður félagið einnig pakka fyrir: O fjölskyldur O ýmsir sérpakkar BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Umboö Kei'lavík - Njarövík - Vogar - Garöur Haínargötu 58, Keflavík, símar 13510, 13511, 14880

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.