Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1988, Síða 20

Víkurfréttir - 30.03.1988, Síða 20
\>iKun 4/hUíí Miðvikudagur 30. mars 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Opnunarkvöld Menningarvöku Suðurnesja: „Til marks um kraft og metn- að þess fólks sem hér býr“ - sagði menntamálaráðherra við setningu Menningarvökunnar „Þetta opnunarkvöld tókst í alla staði mjög vel og við gerum okk- ur vonir um að þátttaka i mcnningarvökunni verði góð, enda viða- mikil og fjölbreytt dagskrá. En það sem hvað mestu máli skiptirer að við erum búin að koma Suðurnesjunum á „menningarkortið“ ef svo má segja“ sagði Hjálmar Arnason, skólameistari, að lokinni Laxncssvöku á opnunarkvöldi á Menningarvöku Suðurnesja sl. miðvikudagskvöld í Félagsbíói. Hjálmarereinnaf„höfuðpaurum“ og umsjónarmönnum menningarvökunnar, ásamt Magnúsi Gísla- syni og fleirum. Þeir félagar voru einnig þátttakendur í svipaðri vöku fyrir 9 árum síðan á Suðurnesjum. Húsfyllir á opnunarkvöldi Húsfyllir var í Félagsbíói á opnunarkvöldinu sem hófst með því að Helgi Hólm bauð gesti velkomna og þá sérstak- lega heiðursgest kvöldsins, frú Vigdisi Finnbogadóttur, for- seta Islands. Fyrstur flutti ávarp Eiríkur Alexandersson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fyrir hönd þess hóps er unnið hefur að undirbúningi menn- ingarvökunnar. A eftir Eiríki kom mennta- málaráðherra, Birgir Isleifur Gunnarsson, í pontu og setti vökuna formlega. Hann sagði m.a.: „Það er vissulega við hæfi að kenna þessa samkomu hér í kvöld, setningarathöfn menningarvökunnar, við Halldór Laxness, sem hefur átt stóran þátt í sköpun ís- lenskrar menningarogauðgun tungu okkar. Menningarvaka Suðurnesja er ekki aðeins menningarsýning heldur og einnig menningarsköpun. Hún er til marks um kraft og metnað, skilning og stolt þess fólks sem hér býr. Megi hún verða lýsandi fordæmi fyrir ibúa í öðrum landshlutum." Þegar Birgir'hafði lokið máli sínu tók við fyrsta atriði á skemmtidagskránni sem var söngur kirkjukóra Keflavíkur og Njarðvíkur. Helgi Skúla- son, leikari, sem er ættaður úr Keflavík, las síðan kafla úr bók Laxness, Paradísarheimt, sem fjallaði að stórum hluta um Krapa, hest Steinars í Steinhlíð. Að loknu stuttu hléi fór fram afhending á ,,Krapa“, styttunni sem Erlingur Jóns- son gerði. Þar sem Nóbels- skáldið gat ekki mætt tók dótt- ir hans, Sigríður; við verkinu fyrir hans hönd. A undan flutti Valtýr Guðjónsson stutta ræðu en hann, ásamt fleirum, átti hugmyndina að gjöfinni. Þrjú síðustu atriði kvöldsins voru öll úr verkum skáldsins. Fyrst söng Hlíf Káradóttir lagið Barnagælu úr Silfur- túnglinu við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Félagar úr Leikfélagi Keflavíkur komu næstir með stuttan leikþátt úr Islandsklukkunni og lokaorð- ið áttu kirkjukórarnir sem sungu Maístjörnuna. menninqarvaUa suDurnvfESJA Blandaður hópur kirkjukóra Keflavíkur og Njarðvíkur söng Gleðilega páska! Víkur-fréttir Hér eru „oddamenn“ undirbúningshóps menningarvökunnar þeir Hjálmar Árnason, Magnús Gísla- son og Eiríkur Alexandersson ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, og menntamálaráð- herra, Birgi Isleifi Gunnarssyni og frú. Ljósmyndir: hbb. Helgi Skúlason las úr Paradísarheimt. Erum við þá kannski ekki mcnningarsnauðir?

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.