Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1988, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 03.11.1988, Blaðsíða 2
murt 2 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 AÐALFUNDUR SAMBANDS SVEITARFÉLAGA A SUÐURNESJUM I FESTI {UtUl ðttast þróun í sjávarútvegi Ályktun um atvinnumál, sem kom frá starfshópi um þau mál á aðalfundi SSS, var samþykkt samhljóða eftir að gerðar höfðu verið á henni smávægilegar breytingar. Er ályktun þessi svohljóðandi: „Enn sem fyrr er sjávarút- vegur sá atvinnuvegur sem allt stendur og fellur með á Suður- nesjum. Suðurnesjamenn horfa því með ugg á þá þróun sem á sér stað á svæðinu, sem sé minnkandi sjávarafla sem má rekja til gengdarlauss smá- fiskadráps á uppeldisstöðvum fisksins, svo hrygningarfiskur er að mestu hættur að ganga á hefðbundin miðvið Suðvestur- land. Með minnkandi afla hef- ur rekstrargrundvöllur útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækja raskast svo að á hverju ári flyst fjöldi fiskiskipa af svæðinu til annarra landshluta. Benda má á, að kaup á fiski- skipum milli landshluta þjóna nú að mestu þeim tilgangi að ná til sín fiskikvóta, skipið sjálft skiptir þar minna máli. T.d. má benda á, að humar- kvóti er að mestu seldur burt af Suðurnesjum. Fundurinn fer fram á það við stjórnvöld að kvótaskiptingin verði end- urskoðuð nú þegar, og kvóta- salan milli landshluta verði stöðvuð alfarið og leiðréttur verði sá kvótaflutningur sem átt hefur sér stað af svæðinu. Benda má á að lítil sem eng- in stjórnun hefur verið á út- flutningi óunnins fersks fisks í gámum til annarra landa, sem hvað eftir annað hefur leitt til verðfalls á erlendum mörkuð- um, meðan vinnslustöðvar á svæðinu eru hráefnislausar. Aðalfundurinn telur að taka þurfi upp markvissa stjórnun á útflutningi t.d. með þeim hætti að menn leggi ætíð jafn mikinn afla til vinnslu innan- lands og þeir flytja út óunnið. Þá beinir fundurinn því til ráðamanna að stutt verði við bakið á þeirri viðleitni Suður- nesjamanna að rétta við út- gerðina t.d. hvað varðar út- gerðarfélagið Eldey, og aðra þá sem enn reyna að reka út- gerð á Suðurnesjum. Þá bendir fundurinn á að ráða þarf bót á rekstrarfjár- örðugleikum nýrra atvinnu- fyrirtækja, sem eru að setja sig niður á svæðinu. Má þar nefna fiskeldisstöðvar. Þá verður að ganga út frá því, að fyrirtæki á Suðurnesjum fái jafnan að- gang og aðrir landshlutar að atvinnutryggingarsjóði og sveitarfélögunum verði tryggður ákveðinn forgangur á greiðslum úr atvinnutrygging- arsjóði til greiðslu á skuldum til sveitarsjóðanna.“ Frítt inn ki. 22-03 Föstudagskvöld: Hörkufjör og dúndrandi góð diskómúsík. Frítt inn fyrir frískt fólk sem kemur á milli kl. 22 og 23. Snyrtilegur klæðnaður. Ald- urstakmark 18 ára. Laugardagskvöld: Miðlarnir í makalaust góðu nóv- emberstuði. Opið kl. 22-03. Ald- urstakmark 20 ára. Snyrtilegur klæðnaður. Já, hinir ógleymanlegu ðe lónlí blú bojs troða upp með 90 mín. skemmtidagskrá. Ath. Aðeins í þetta eina sinn. ðe lónlí blú bojs! Matthías Á. Mathicsen, 1. þingmaður Rcykjancss, flvtur aðalfundinuni kveðju þingmanna í upphafi fundarins. Fremst ntá sjá fulltrúa Miðnesinga. Ljósm.: epj. Áhyggjur af sorp- haugum á Stafnesi Samkvæmt reglum um sorphirðu er nú svo komið að hvergi á Suðurnesjum má urða sorp. ÞegarSorpeyðingarstöð- in bilar, eins og algengt er, hafa Suðurnesjamenn ekki upp á margt að bjóða varðandi sorpeyðingu. Hefur því verið gripið til þess ráðs að aka húsa- sorpi í gegnum höfuðborgina og upp í Gufunes en húsasorp vallarins má ekki aka með út fyrir völlinn og því var sorpinu í síðustu viku ekið á hauga inn- an girðingar, nánar tiltekið út á Stafnes, við stöð er nefnist Die-5. Þessi aðferð var mikið gagn- rýnd á aðalfundi SSS á dögun- um. Kom m.a. fram í máli Sig- urðar Bjarnasonar, Miðnes- hreppi, að haugar þessir væru það eina sem Miðnesingar hefðu út úr staðsetningu fyrir- tækja SSS. En einmitt þetta er það sem allir vildu losna við. Sagði hann að aðeins vantaði 1-2 metra svo sorpið væri komið út fyrir varnarsvæðið og ef af því yrði myndi strax verða kallað til lögreglu til að stöðva ósóma þennan. Einnig ræddi Stefán Jón Bjarnason, sveitarstjóri Mið- nesinga, vanda þennan og í framhaldi af því kom Magnús H. Guðjónsson í pontu og lýsti yfir áhyggjum af máli þessu og benti jafnframt á að stefnt væri að nýrri sorpeyðingarstöð á ár- inu 1990. Gamla stöðin yrði þá gerð að varastöð. Auk þess sagði hann að haugar þessir, sem nú væru á Stafnesi, væru ekki ætlaðir fyrir húsasorp. En bæði þeir svo og aðrir haugar yrðu lagfærðir til að bæta mengunarvarnir. Eiríkur Alexandersson ræddi einnig um mál þessi og sagði að þau yrði að lagfæra sem fyrst hér heima fyrir, því það gengi ekki lengur að aka því á hauga Reykvíkinga, þeg- ar stöðin hér væri biluð. Nýr get- raunaseðill Nú hefur orðið breyting á 1X2 getraunaseðlinum. I stað margra seðla er kominn einn nýr, sem inniheldur möguleika gömlu seðl- anna auk spennandi nýjunga. Nýi seðillinn er einfaldur og þægilegur að fylla út, þrátt fyrir að virðast flókinn útlits við fyrstu sýn. I stuttu máli má segja að svipuð aðferð gildi við að fylla út get- raunaseðil og lottómiða. Get- raunaseðlinum er skilað i næstu sjoppu þar sem honum er rennt í gegnum tölvukassa. Þannig nem- ur tölvan hverju hefur verið spáð um úrslit leikja hverju sinni. Seðl- lll ill lll lll lil ill l I r, • i %! » i \ i i \ \ \ I \ \ s <£Pfl ú XEPFI l> \ \ i \ 1 \ 100 ».N I Kf» ]• \ • i i i 1 \ 0°NN Stctl . 200 : nmi s-j-ta 1 l r i i \ l 300 . WFM 6-0-16’ ' » Í3JI ii p'. i ir.i \ 1400 nfrta f 7-MM 1 » ■! \ tlM lll El mfii ! J500 ! r 60520 v \ i \ 1 \ \ . jlOOO KMO '7-na r \ i i \ 1 1 2000 ( is-s-ai ’OM 110 \ i i 1 1 1 : :3ooo »0 6M*« 11 i i i \ 1 1 5000 ; jf-wa : 100-1653 12 i i i 1 1 1 , .10000 uvtN III III I $ Hf inum fylgireinnigstöðublað,nýttí hverri viku, sem á er að finna upp- lýsingar um leikina, árangur lið- anna og markahlutföll. Eins og í lottóinu er hægt að láta tölvuna útfylla seðilinn með því að merkja í þann reit á seðlinum. Þá er einnig hægt að tví- eða þrí- tryggja leiki með því að merkja í reitinn OPINN SEÐILL. Svo verður hægt að láta getraunaseðil- inn gilda lengur en eina leikviku, í Beitningarmenn vantar Upplýsingar í síma 37558. 2, 5 eða 10 leikvikur. Loks er hægt að láta tölvuna útfylla seðilinn eft- ir ákveðnum kerfum. Mikilvæg- asti reiturinn á nýja seðlinum fyrir félögin, sem standa að íslenskum getraunum, er reiturinn FEL- AGSNUMER. Þar er póstnúmer viðkomandi bæjarfélags merkt inn á sbr. 230 í Keflavik. Ef merkt er við það númer renna sölulaunin til KFK og UMFK, sem standa sam- an að getraunasölu í Keflavík, sama hvar á landinu seðillinn er útfylltur. Röðin kostar sama og á síðasta tímabili, 10 krónur. IBK var sjötta söluhæsta félagið í getraunum á síðasta ári, seldi fyrir 3,1 millj. kr. ogfékk 790 þús. í sölulaun.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.