Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.11.1988, Blaðsíða 10
HÖLDUM FJARMAGNINU [ HEIMABYGGÐ - VERSLUM HEIMA - ÞAÐ ERU HAGSMUNIR SUÐURNESJA - HÖLDUM FJARMAGNINU í HEIMABYGGO Víkurfréttir - hagsmunir Suðurnesja. -Viðskiptavinir? „Það er viss kjarni við- skiptamanna en það koma alltaf ný andlit. Það er verið að skoða og kynna sér vöru- úrval og vöruverð. Það er nokkuð um að fólk komi á kvöldin því kvöld- og helgar- sala er áþekk dagsölu í versl- uninni. Ég get boðið upp á vörur hér sem aðrir eru ekki með, t.d. heitarílatkökur. Þá hef ég verið með heimsend- ingarþjónustu fyrir þá sem þess þurfa.“ -Hvernig gengur að halda vöruverði í lágmarki? „Það er rokkandi. Sumar vörur eru dýrari hjá mörk- uðunum og aðrar hjá okkur. Það sem við fáum í gegnum K-tilboðin er ódýrara. 30% lengri opnunartími er dýr í svona verslun en Verðmis- munur hefur farið minnk- andi.“ -Svona að lokum, Unnar, ert þú í samkeppni við bræð- ur þína í Nonna & Bubba eða vinnið þið saman? „Við vinnum saman og allar upplýsingar eru opnar okkar á milli. Við erum ekki í samkeppni og höfum reynt að kaupa inn vörur saman,“ sagði Unnar Ragnarsson í Fíabúð að lokum. Verslunin Hornið: „Langur opnun- artími heidur lífi í versluninni" - segir Anna Pálsdóttir, - kaupmaður á ,,Horninu“ „Langur opnunartími er það sem heldur lífi í verslun- inni,“ sagði Anna Pálsdóttir verslunareigandi í samtali við blaðið. Anna er eigandi verslunarinnar Hornið, sem er matvöruverslun á horni Hringbrautar og Skólavegar í Keflavík, sem reyndar selur heilsuvörur einnig. „Þetta er langur vinnu- dagur. Verslunin opnar kl. níu á morgnana og er opin til tíu á kvöldin. Mér finnst þetta óþarflega langur opn- unartími, sem mætti stytta aðeins,“ sagði Anna þegar hún var spurð út í opnunar- tíma verslunarinnar. „En það er engu að síður þessi langi opnunartími sem heldur lífi í versluninni.“ Til Verslunin Hornið, Keflavík. Ljósm.: hbb. - FYRIRTÆKJAFRETTIR - Firmaskrá Keflavíkur hefur að undanförnu borist nokkrar tilkynningar um rekstur fyrir- tækja og eru þessar þær helstu: Varmi s.f.: Þar hafa þeir Steinþór Gunnarsson, Sand- gerði, og Hörður Hafsteins- son, Keflavík, selt þeim Svein- birni S. Reynissyni og Guð- laugi Guðmundssyni hlut sinn og hafa þeir jafnframt flutt fyrirtækið í Garðinn. Róm: Kristín Lárusdóttir, Fífumóa 3e, Njarðvík, hefur keypt gjafavöruverslunina Róm. Ver s.f.: Asgeir B. Erlends- son hefur gengið út úr útgerð- arfélaginu Ver s.f. Isnes s.f.: Þar hefur Björn Olafsson gengið út. Fés s.f.: Sigurður Þ. Adolfs- son hefur gengið út úr því fél- agi. Sigrún M. Sigurðardóttir, Narfakoti II, Innri-Njarðvík, hefur sett á stofn einkafyrir- tæki í Njarðvík undir nafninu Frostrós. Tilgangur þess er framleiðsla og útflutningur á matvælum. Þó skráning fyrirtækisins hafi nýlega farið fram hefur fyrirtækið starfrækt m.a. fisk- verkun í Höfnum. Stofnsett hefur verið í Njarðvík hlutafélag er ber nafnið Nesvör hf. Tilgangur þess er kaup og sala fasteigna. Stofnendur eru Bergsplan h.f., Reyðarfirði, Framtak h.f., Reykjavík, Valfóður h.f., Reykjavík, ásamt þremur ein- staklingum, búsettum í Reykjavík og Hafnarfirði. Firmaskrá Njarðvíkur hefur borist tilkynning þess efnis að Þórður Þórðarson, til lög- heimilis að Bröttugötu 10, Vestmannaeyjum, en með dvalarstað að Þórustíg 12, Njarðvík, starfræki sælgætis- og tóbakssölu svo og skyndi- bitastað undir firmanafninu Fitjaborg að Fitjum, Njarðvík. Ér hér um að ræða Tomma- borgarastaðinn á Fitjum. Gylfi Pálsson, Þverholti 4, Keflavík, hefur tekið við öllum rekstri Endurhæfingarstöðvar Þroskahjálpar á Suðurnesjum af Þroskahjálp á Suðurnesj- um. Kemur þetta fram í nýlegu Lögbirtingablaði. Firmaskrá Grindavíkur hefur borist tilkynning þess efnis að fyrirtækinu Gunn- laugi og Erni sf. hafi verið slitið og óskist því afmáð úr firmaskránni. Birtist tilkynn- ing þess efnis í nýlegu Lög- birtingablaði. „Það er mjög gott að vera staðsettur á milli stórmark- aðanna og það er góð sam'- vinna okkar á milli,“ sagði Unnar Ragnarsson, kaup- maður í Fíabúð í Njarðvík, er Víkurfréttir heimsóttu hann nýlega. „Við björgum oft hverjir öðrum um hina ýmsu smáhluti, þannig að það hef- ur ekkcrt háð mér að vera staðsettur hérna.“ Fíabúð er eina matvöru- verslunin í Njarðvík fyrir ut- an stórmarkaðina tvo, Sam- kaup og Hagkaup. Eigendur Fíabúðar eru þau Unnar Ragnarsson og María Guð- mundsdóttir. Hjá verslun- inni starfa tvær stúlkur fyrir hádegi og þrjár eftir. Þá eru tvær stúlkur aukalega sem skipta með sér kvöld- og helgarvöktum. Þegar Unnar var spurður um það hvernig reksturinn hafi gengið á ár- inu sagðist hann ekki hafa neina viðmiðun þar sem hann hóf rekstur verslunar- innar um síðustu áramót en sagði: „Eftiraðstaðgreiðslu- kerfi skatta kom þá eru greiðslukort meira notuð en ella,“ -A verslunin ekki í harðri samkeppni við stórmarkað- ina? „Stórmarkaðirnir komu ört og eru að verða jafn margir og litlu verslanirnar. Þeir hafa byggt stór hús og geta því ekki haldið vöru- verðinu niðri. Kaupmaður- inn á hornínu á eftir að sækja í sig veðrið á næstu árum.“ Verslunin Fíabúð í Njarðvík. 10 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 \Jimr< iuiUi Fimmtudagur 3. nóvember 1988 11 Guðný Jóhannsdóttir, afgreiðslustúlka, og Anna Pálsdóttir, verslunareigandi. Anna er með fimm stúlk- ur á launaskrá hjá sér, með ræstingarstúlkunni. Ljósm.: hbb útskýringar sagði Anna að um helmingssala væri frá klukkan sex á daginn og til tíu um kvöldið. „Reksturinn hefur gengið þokkalega en samt er samdráttur. Fjárráð fólks hafa minnkað. Maðurá í harðri samkeppni við stór- markaðina.“ -Eru það mikið til sömu viðskiptavinirnir sem skipta við kaupmanninn á horninu eða er það breytilegur hóp- ur? „Þetta er mikið fastur við- skiptamannakjarni eða kúnnar, sem maður hefur,“ sagði Anna og bætti við „á kvöldin er meira um fólk sem kemur úr nágranna- byggðarlögunum til þess að versla.“ -Hvað með vöruverð og vöruúrval í lítilli verslun? „Það gefur auga leið að verð í stórmörkuðum eru heldur lægri heldur en hjá smærri kaupmönnum, en kaupmaðurinn á horninu getur samt verið með lægra verð en markaðirnir. Það er erfitt að vera með gott vöruúrval vegna þess að það vantar pláss og aukið vöruúrval þyngir lagerinn mikið. Ég reyni að vera með allt það algengasta og það sem viðskiptavinina vantar. Ef það er ekki til þá reyni ég að útvega hlutina eins fljótt og auðið er“. -Gerir fólk verðsaman- burð? „Það er nokkuð um að fólk geri samanburð á verði en ekki allir. Það fer líka mikið eftir verðinu hvort fólk velur íslenskt eða er- lent.“ -Finnst þér Suðurnesja- menn sækja mikið út fyrir svæðið til þess að versla og hvað getum við gert til þess að snúa þeirri þróun við? „Suðurnesjamenn gera mikið af því að fara til Reykjavíkur og versla. Við eigum í harðri samkeppni við Stór-Reykjavíkursvæðið. Það er erfítt að segja til um hvað hægt er að gera til þess að snúa þessari þróun við. Ekki þarf að breyta vöru- verði miðað við verðkannan- ir. Það þykir fínna að versla í Reykjavík. Ég held að fólk yrði óhresst ef það þyrfti að sækja allt til Reykjavíkur,“ sagði Anna Pálsdóttir, versl- unareigandi í Horninu að lokum. SJAVAMULLID V RESTAURANT '89 BÍLASÝnilNG TOYQTA 1989 á Bilasölu Brynleifs, laugardag 5. nóv. kl. 10-17 og sunnudag 6. nóv. kl. 13-17. TOYOTA TOYOTA IFIÖLVENTIA JVÉLAR Vatnsnesvegi 29A - Keflavík - Simar: 14888, 15488 Víkurfréttir - málgagn Suðurnesja Ferskur veitingastaður í notalegu umhverfi, þar sem þjónustan er frábær og þú nýtur þess að snæða Ijúffenga rétti. Yfirmatreiðslumaður Sjávargullsins, Daði Kristjánsson, og starfslið hans, sjá um að kitla bragð- laukana. A TH. Matargestir greiða ekki að- göngueyri á dansleik í Glaumbergi. opið Föstud., laugard. og sunnud. frá kl. 18:30. W Borðapantanir W daglega i síma SJAVAMULLIÐ U RESTAURANT Sókabái He^taóíkur BLAÐABAKKAR Tölvuskóli FS Eftirtalin námskeið verða í boði á vegum tölvuskólans: Grunnnámskeið, 12.-15. nóv. Efni: helstu hugtök og DOS-stýrikerfið. Ritvinnsla fyrir byrjendur, 16.-23. nóv. Orðsnilld (Word Perfect). Forritunarmálið PASCAL, 26.-27. nóv. Grunnnámskeið í Turbo Pascal. Töflureiknir, 3.-4. des. Grunnnámskeið í Multiplan. Gagnagrunnur, 10.-11. des. dBASE III+ fyrir byrjendur. Upplýsingar og innritun í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sími 13100. ATH. starfsmannafélögin greiða hluta fyrir félags- menn sína. Byggöasafn Suöurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Unnar Ragnarsson við kjötborðið í vcrslun sinni. Unnar reynir að bjóða upp á vöru sem aðrir bjóða ekki, til dxniis heitar tlatkökur. Ljósm.: hbb. Fíabúð í Njarðvík: „Kaupmaðurinn á horninu á eftir að sækja í sig veðrið - segir Unnar Ragnarsson, kaupmaður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.