Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 03.11.1988, Blaðsíða 16
Mun 16 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 i i i i NIVI í körfu á Suðurnesjum; „I’að cru miklar líkur á því að Nurðurlandainótið í körfuknatt- I leik verði haldið liér á Suðurnesj- % um. Við erum með þrjú ágæt hús hérna og ég get ekki séð ncitt því til fyrirstöðu að halda mótið hérna" sagði Gunnar Þorvarðar- son, formaður landsliðsncfndar KKÍ, i samtali við Víkurfréttir. Norðurlandamótið verður haldið hér á landi næsta vor, 1989. Ekki er enn búið að fast- ákveða hvar á landinu það fer fram en Suðurnesin eru efst á óskalista nefndarinnar. „Áhugi fyrir körfubolta er hvergi meiri á landinu en einmitt hér og það hef- ur að sjálfsögðu sitt að segja i þessu máli“ sagði Gunnar. I Guðjón Skúlason skorar í ieiknum gegn UMFN, Friðrik Rúnarsson kemur engum vörnunt við. Ljósm.: pkct. Öruggt hj i Njarðvíkingar halda sigur- göngu sinni áfram í Flugleiða- deildinni í körfuknattleik. Á þriðjudagskvöldið sigruðu þeir Hauka 91:85 eftir að hafa leitt í leikhiéi 51:40. Sigur UMFN, sá níundi í röð, var öruggur. Njarðvíkingar voru með forystu frá upphafi en Njarðvlk minnstur varð munurinn 5 stig á siðustu mínútunni. Helgi Rafns- son skoraði mest fyrir Njarðvík, 21 stig, Friðrik Rúnarsson 16 og ísak Tómasson 13 stig. Pálmar Sigurðsson var að venju at- kvæðamestur Hauka og skoraði 26(stig. Drætti frestað Drætti í happdrætti körfuknatt- i drcgið í leikhléi í leik ÍBK og leiksdeildar ÍBK hefur verið Hauka. frestað til 10. nóvember. Vcrður ■ Enn tap li Grindvíkingar töpuðu sínum sjötta leik í röð er ÍR-ingar stálu tveimur stigum i Grindavíkur- gryfjunni á sunnudagskvöldið. IR vann 61:59 þrátt fyriraðhafa ekki skorað stig síðustu sex mín- ijá UIVIFG úturnar. Steinþór Helgason skoraði mest af döprum Grindvíking- um, 17 stig, og Guðmundur Bragason 14. Kvennakaría: Njarðvík vann Grindavík UMFN vann UMFG í l.deild kvenna á Islandsmótinu í körfu- knattleik í Njarðvík á sunnudag. Njarðvíkurstúlkurnar skoruðu 40 stig gegn 29 hjá UMFG. í leikhléi munaði aðeins 2 stigum, 17:15 fyrir UMFN. Leikurinn var jafn til að byrja með, þó svo Njarðvík hafi haft frumkvæðið í stigaskorun. I seinni hálfleik juku þær muninn og þrátt fyrir góða baráttu Grindavíkurstúlkna tókst þeim ekki aðjafna við stöllursínarúr Njarðvík, sem unnu nokkuð ör- uggan sigur. Keflavíkurstúlkurnar héldu uppteknum hætti og unnu yfir- burðasigur á ÍS, 58:28, í Kefla- vík á laugardag og eru efstar í deildinni nteð 8 stig. Hin Suður- nesjaliðin, UMFG og UMFN, eru í neðstu sætunum. UMFN ásamt Haukum, ÍR og IS, er með 4 stig, KR í 2. sæti með 6 stig en Grindavíkurdömurnar eru neðstar með ekkert stig. Nágrannaslagur ÍBK og UMFN í körfu: „Synd að annað liðið þurfti að tapa“ Keflvíkingar og Njarðvíkingar léku fyrri leik sinn í Flugleiða- deildinni í Keflavík sl. sunnudag. Leikurinn var, eins og við mátti búast, æsispennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úr- slitin. í leikhléi var staðan 40:34, Keflavík í vil, en eftir venjulegan leiktíma var jafnt, 74:74. Njarð- víkingar náðu síðan aðsigra 84:82 með körfu sem Kristinn Einars- son skoraði á síðustu sekúndum framlengingarinnar. Guðjón Skúlason átti möguleika á að koma IBK yfir á síðustu sekúnd- unni en 3ja stiga skot hans rataði ekki rétta leið. „Fórum aldrei í gang“ „Þetta varalveghrikalegurleik- ur hjá okkur. Við fórum aldrei al- mennilega í gang en náðum þó að jafna leikinn um miðjan síðari hálfleik. I framlengingunni var ekki laust við að maður væri orð- inn smeykur, þar sem við vorum 2 stigum undir mestan tímann. Við náðum þessu þó upp aftur og ég var alveg pottþéttur á skotinu í lokin, það gat ekki klikkað," sagði Kristinn Einarsson Njarðvíking- ur, sem skoraði sigurkörfuna þeg- ar um 6 sekúndur voru til loka framlengingarinnar. „Ötrúlegt að klikka á vítinu" Það voru Keflvíkingar sem höfðu frumkvæðið nær allan leik- inn og komust mest 10 stigum yfir í fyrri hálfleik. I þeim síðari náðu Njarðvíkingar að jafna og komast yfir. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma var stiginn mikill darrað- ardans, Njarðvík komst yfir 74:73 og þegar 2 sek. voru eftir fengu þeir dæmda á sig villu og Sigurður Ingimundarson átti tvö bónus- skot. Hann gat sem sagt jafnað og komið Keflvíkingum yfir. Honum tókst þó aðeins hið fyrra. „Þetta var skitt,“ sagði Sigurð- ur að leikslokum, „það var ótrú- legt að klikka á þessu víti. Mér fannst ég vera með þetta pottþétt. Annars var þetta okkur að kenna að tapa þessu i restina. Við létum þá labba í gegnum vörnina hjá okkur í framlengingunni. I sókn- inni létum við boltann gang of lengi og ætluðum að hafa hlutina of örugga. Við tókum ekki þá sénsa sem við þurftum að taka og því fór sem fór. Við gefumst hins vegar ekkert upp, síður en svo. Þessi leikur skiptir í raun engu máli í hvorug- um riðli. Þetta er bara spurning um stoltið, hvor vinnur. Við höld- um hins vegar bara áfram þar sem frá var horfið og vinnum okkar riðil,“ sagði Sigurðurlngimundar, vonsvikinn að leikslokum. „Hélt að dómar- inn ætlaði að stela sigrinum" „Við áttum allan leikinn í erfið- leikunr með sóknina og tókum mikið af 3ja stiga skotum sem mörg hver geiguðu. Eger hins veg- ar mjög stoltur af strákunum því þeir reyndu hvað þeir gátu og fóru alltaf á eftir öllum vafaboltum. ,,Eg er hins vegar ánægður með varnarleikinn og þar fannst mér strákarnir sýna góða baráttu.” -Hvað með lokasekúndurnar i leiknum? „Ef ég á að vera fullkomlega heiðarlegur þá hélt ég að dómar- inn (Jón Otti) ætlaði að stela frá okkur sigrinum, þegar hann dæmdi villuna í lok venjulega leik- tímans. Hann hefurdæmt hjá okk- ur nokkra leiki ogéghefhaftþaðá tilfinningunni að hann reyni að gera okkur hlutina erfiðari en þeir þurfa að vera. Strákarnir létu það hins vegar ekki á sig fá, þeir héldu haus í framlengingunni og létu þennan dóm ekki hafa áhrif á sig. Einn dómur á ekki að vinna heil- an leik,“ sagði hinn 24ra ára gamli Chris Fadness, þjálfari UMFN. „Vel leikinn leikur" „Þetta var vel leikinn leikur og eins og viðsegjum í Ameríku, þá cr það synd að annað liðið verði að tapa þegar leikur er leikinn svona vel. Við áttum góða möguleika á sigri og út á það snýst leikurinn. Þvi miður náðum við ekki að nýta okkur þennan möguleika. Eg vil svo nota tækifærið og óska Chris og liði lians til ham- ingju með góða frammistöðu og við hlökkum til að leika aftur við þá.“ -Ætlið þið að hefna ófaranna 1 Njarðvík? Lee Nober tók sér góðan tíma til að hugsa áður en hann svaraði þessari spurningu, en sagði síðan stutt og laggott „I hope sp“, sem útleggst á góðri íslensku „Eg vona það“. Oneitanlega sérstakur og skemmtilegur persónuleiki, Lee Nober. „Sko, stelpur, við verðum að blokkera svona og vera ákveðnar í vörninni'1. - Já, en... Grindavíkurdöm- urnar leggja á ráðin í leiknum við UMFN. Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.