Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1989, Side 3

Víkurfréttir - 05.01.1989, Side 3
\>ÍKUH juiUt Fimmtudagur 5. janúar 1989 3 Brunavarnir Suðurnesja: 981 útkallhjá sjúkra- og slökkviliði '88 Á síðasta ári voru hreyfing- ar hjá Brunavörnum Suður- nesja alls 981 sem eru þær mestu í sögu stofnunarinnar, en hafa ber í huga að þetta er fyrsta starfsár hennar sem sól- arhringsvakt er viðhöfð á slökkvistöð til að sinna sjúkra- flutningum og brunaútköll- um. Að sögn Ingaþórs Geirsson- ar, slökkviliðsstjóra, hefurþað margsýnt sig á þessu ári hvað viðbrögð eru sneggri þegar vakt er á stöðinni miðað við það að þurfa að kalla út menn til starfa á sjúkrabíl eða slökkviliði. Eru dæmi um að núverandi fyrirkomulag hafi komið í veg fyrir stórfelld brunatjón, þar sem hætta hefði verið á að illa færi, væri gamla aðferðin enn til staðar. Þessi 981 útköll skiptast þannig að slökkviliðið var kallað út 111 sinnum, þar af 15 sinnum vegna æfinga og sjúkrabifreiðin 870 sinnum. Af þessum 870 útköllum sjúkra- bifreiðarinnar voru bráðaút- köll 210 sinnum, sjúkraflutn- ingar 605 sinnum og 55 sinnum voru fluttir aðilar frá Leifsstöð sem höfðu verið að koma úr hjartaaðgerð erlend- is. Séu hreyfingar slökkviliðs- ins skoðaðar nánar kemur í ljós að sinubrunar voru al- gengastir eða samtals 35 og 15 sinnum var slökkt í rusli. Mest var um brunaútköll á mið- vikudögum og í apríl voru langflest þeirra. Sá tími sólar- hringsins sem verstur á þessu sviði var frá kl. 12 á daginn og fram til kl. 18. Þó má segja að mestur kúfurinn af útköllum slökkviliðsins hafi farið fram á tímabilinu frá kl. 6 að morgni og til miðnættis. Af þessum brunaútköllum réði vaktaliðið við þau öll að tveimur undanskildum, þar sem einnig þurfti að kalla út varaliðið. Þessi tvö útköll eru bruninn í Kaupfélagi Suðurnesja og gamla dekkja- verkstæðinu bak við nýja pósthúsið. Hefði gamla form- ið verið á útköllunum, hefði allt liðið verið kallað út í meiri- hluta þessara 111 hreyfinga slökkviliðsins. UTSALA Dúnúlpur Fullorðst. ÁÐUR kr. 4.900.- Barnast. ÁÐUR NÚ kr. 3.980.- Sportbúð ÓSKARS Hafnargötu 23 - Sími 1 4922 Allir í FLOTT FORM á nýju ári Ný námskeið að hefjast 7 bekkir sem styrkja og grenna Engin þreyta eða sviti - en árangur! Líkamsrækt Óskars Tímapantanir í síma 15955 )nnþá gerast ævintýi'... ...5. október á happdrætti SÍBS 40 ára afmæli. Við höldum uppá afmælið með stórkostlegum aukavinningi. Um þann vinning verður aðeins dregið úr seldum miðum. 10.000.000.- já, tíumilljónir. Nú vmnurþriðji hver! Ævintýralegir vinningsmöguleikar gefast nú hjá Happdrætti SIBS. Hvorki meira né minna en 3. hver miði vinnur — vinningslíkur sem eru einsdæmi hjá stóru happdrætti. Ævintýralegar vimiingslílair Umboðsmaður HELGI HÓLM Hafnargötu 79 Keflavík - Sími 15660 WÍEKKIAÐ BJÓÐA HEPPNINNIHEIM! / Ef þú átt miða í Happdrætti Háskóla Islands getur þú átt von á að vinna tugi eða jafnvel hundruði þúsunda í hvaða mánuði sem er! Alltaf hlýtur einhver stóran vinning í hveijum mánuði — allt árið um kring og í desember er dreginn út stærsti vinningur landsins. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings UMBOÐSSKRIFSTOFA

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.