Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 6
VlKUR 6 Fimmtudagur 5. janúar 1989 Eini skuldlausi atvinnurekandinn í Sandgerði? Gleðilegt ár! Það er spurt hver er maður- inn? Ég tel alveg öruggt að þetta muni vera eini atvinnurekand- inn í Sandgerði sem er skuld- Þorrablót Austfirðingafél- ags Suðurnesja verður hald- ið í Stapa í Njarðvík laugar- daginn 14. janúaroghefst kl. 19. Forsala aðgöngumiða á þetta árlega þorrablót verð- ur í Stapa fimmtudaginn 12. laus við bæjarfélagið og muni hafa í huga að það fari ekki fram hjá neinum. Bestu kveðjur, Guðmundur Vigfússon. janúar frá 16-19 og laugar- daginn 14. janúar á sama tíma. Allir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á þorrablótið og taka með sér gesti. Grindavík: Björgun- arsveitin kölluð til leitar í höfninni Björgunarsveitin Þor- björn í Grindavík var kölluð út til leitar í höfninni í Grindavík á annan dag jóla en lögreglan hafði fengið til- kynningu um neyðaróp frá höfninni kl. 20:50 og hugs- anlegt að einhver hafi fallið í höfnina. Var allt tiltækt björgunar- lið kallað út ásamt kafara- sveit Þorbjarnar. Þá var sjúkrabíll hafður til taks. Þegar líða tók á kvöldið var farið að hallast að því að hér hafi verið um gabb að ræða og klukkan 23 fann lögregl- an í Grindavík 13 áradreng sem hafði kallað þetta til þess að stríða systur sinni. Þorrablót Austfirðinga jUttit Elín Gunnarsdóttir ásamt litlu dóttur sinni, sem er fyrsta barnið sem fæðist á sjúkrahúsinu í Keflavík á þessu ári. Ljósm.: hbb. Fyrsta fæðing ársins í Keflavík Fyrsta fæðingin á sjúkra- húsinu í Keflavík á árinu var sl. mánudag kl. 12:59, en þá fæddist Elínu Gunnarsdóttur og Birni Víkingi Skúlasyni lítil stúlka sem vó 2940 grömm við fæðingu og var 48 sentimetrar að lengd. Fæðingin gekk vel en ljósmóðir var Sólveig Þórðar- dóttir. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin af þeim mæðgum að- eins tveimur tímum eftir fæð- inguna. Þakkir til bílstjóra Annie Hermannsdóttir hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri þakk- læti til ökumanns nokkurs sem aðstoðaði hana við að skipta um hjólbarða þegar það sprakk á bifreið hennar fyrir. utan Hagkaup í Njarð- vík sl. föstudag. Var maðurinn mjög hjálp- fús og sagðist ætla fyrst heim með konuna sína og vörur og kom síðan aftur og aðstoðaði við að skipta um hjólbarða á bifreiðinni. Þessum þökkum er hér með komið á framfæri. Anna Lea og Auður koma frískar og endurnærðar frá aerobicnámskeiði David Gray’s í Stokkhólmi. KERFI 1 Barnaaerobic. KERFI 2 Aerobictímar fyrir bæði kynin - lóð. KERFI 3 Þrekhringur (aerobic-tæki-lóð) fyrir bæði kynin. KERFI 4 Rólegir tímar fyrir eldri konur og þær sem þurfa að fara varlega. KERFI 5 Tímar fyrir barnshafandi konur og þær sem þurfa 's.í;35f \3t°'e Dag- og kvöldtímar og tímar fyrir vaktavinnufólk. að ná sér eftir barnsburð. KERFI 6 Þrekhringur fyrir karlmenn, a)hraður tími b) rólegur tími. KERFI 100 Megrunarflokkur fyrir þær sem vilja létta sig um 10 kg eða meira. hafið P s Eldri nemar, samband. - Herrar at- hugWBro«« byrjaður aftur^ KENNARAR: Anna Lea Björnsdóttir, íþróttakennari. Guðmundur Sigurðsson (Brói), íþróttakennari. Auður Sigurðardóttir, aerobicþjálfari. Sjáumst hress og munið að líkamsrækt er lífsstíll. INNRITUN I SIMA 16133

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.