Víkurfréttir - 05.01.1989, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 5. janúar 1989
\fiKun
jutUi
molar - Grín - Gagnrýni - Vangaveltur
Umsjón: Emil Páll
„Ég var að
ræna banka“
Bankaræninginn umræddi
fór sem kunnugt er á puttan-
um hingað suður Reykjanes-
braut. Fékk hann far með
góðkunningja okkar hér á
Víkurfréttum. A leiðinni
urðu m.a. þessi orðaskipti
milli þeirra: Fyrst spurði bíl-
stjórinn „hvað ert þú að
starfa?“ „Ég var nú bara að
ræna banka“ sagði komu-
maðurinn. „Er svolítið gott
að hafa upp úr því?“ spurði
þá bílstjórinn. „Já, ég hafði
400 þúsund í þetta skipti“
svaraði bankaræninginn og
tók upp 400 þúsund krónur
og sýndi ökumanninum. Eft-
irmálarnir urðu að sjálf-
sögðu þeir að ökumaðurinn
lét lögregluna í Keflavík þeg-
ar vita, þegar farþeginn var
farinn út á móts við lögreglu-
stöðina í Keflavík.
Bankaræningi
Er margnefndur banka-
ræningi var handtekinn í
Leifsstöð á dögunum bar þar
að tvo flugstjóra er vissu ekki
um atburði dagsins. Voru
þeir að koma inn í landið er
þeir mættu tveimur tollvörð-
um með kauða milli sín.
Varð þá öðrum flugstjóran-
um að orði: „Halda mætti að
hér væri bankaræningi á
ferð“.
Hörku útgáfutíðni
Á því ári sem nú er nýlok-
ið gerðist það í fyrsta sinn að
Víkurfréttir voru gefnar út
51 viku. Aðeins í vikunni eft-
ir verslunarmannahelgi féll
útgáfan niður. Samanlagður
síðufjöldi á síðasta ári var
1112 eða tæpar 22 síður að
meðaltali í viku hverri. Árið
áður urðu blöðin alls 59 sem
stafaði af því að tvö blöð
voru gefin út í viku hverri á
tímabilinu febrúar til maí
það ár. Það ár var metár í
síðufjölda eða samtals 1166
sem gera tæpar 20 síður að
jafnaði hverju sinni. Það ár
var tekið langt frí um jól og
nýár auk hálfs mánaðar frís
um verslunarmannahelgi.
10. árgangur á
tæpum níu árum
Nú hefst 10. árgangur Vík-
urfrétta að því er fram kem-
ur á forsíðu blaðsins. Blaðið
á þó ekki 10 ára afmæli fyrr
en eftir rúmt eitt og hálft ár
eða í ágúst 1990. Stafar þetta
af því að fyrsti árgangurinn
var aðeins frá því í ágúst
1980 og til áramóta en þá tók
2. við og síðan koll af kolli
um hver áramót.
Yfirmaður
ársins 1988
Vikublaðið Pressan hefur
tilnefnt Karl West yfirmann
ársins ’88 í framhaldi af vin-
sældakönnun blaðsins. Karl
var verslunarstjóri Hag-
kaups í Njarðvík á árunum
1982 til 1987 að hann tók við
verslunarstjórn Hagkaups í
Kringlunni. Hann er búsett-
ur í Keflavík.
Lögfræðingarnir
og slökkviliðið
Nú á skömmum tíma í
kringum jólin hefur slökkvi-
lið BS tvisvar verið kallað út
vegna bruna hjá lögfræðing-
um. Fyrst var það bruni á
skrifborði eins og síðan í bíl
annars. Nú bíða menn þar á
bæ spenntir eftir því hver
verði þriðji lögfræðingurinn
sem fær þjónustu liðsins, ef
marka má regluna „allt er
þegar þrennt er“.
Fljótfærni
ráðherrans....
Ekki eru allir sáttir við þá
ákvörðun Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra að skipta á Finn-
boga Björnssyni og Guð-
finni Sigurvinssyni í varnar-
málanefnd. Fáum finnst
nokkuð athugavert þó ráð-
herra skipti um til að koma
sínum flokksmanni að en
hitt líta menn öðrum augum,
að nú eru þarna þrír Keflvík-
ingar í nefndinni en enginn
fulltrúi frá öðrum byggðar-
lögum hér á skaganum.
....en hitt þó verra
Mönnum líst þó enn verr á
þá yfirsjón ráðherrans að
skipa mann í nefndina, sem
er starfsmaður varnarliðsins,
þó svo að hann sé í launa-
lausu fríi. Efast menn ekkert
að hann muni gera sitt besta
sem og aðrir nefndarmenn.
Hitt hlýtur þó að eiga eftir að
koma upp, þ.e. vandamálið
hvernig starfsmaður VL geti
tekið á máli sem húsbóndi
þess, eins og varnarmála-
nefnd í raun á að starfa.
Verður hann þá að starfa
beggja megin borðsins?Með
skipun þessari ætlast ráð-
herra til þess, en varla erslíkt
hægt.
Mikil dreifíng
Nú eru Víkurfréttir eitt
fárra vikublaða hér á landi
komið í upplagseftirlit Versl-
unarráðs, enda ekkert að fela
hvað upplag og dreifingu
varðar. En auk dreifingar
um öll Suðurnes hefur
dreifing út fyrir svæðið auk-
ist jafnt og þétt og er nú svo
komið að um 400 blöð eru
send til áskrifenda vikulega
út um land, auk tæplega 50
sem fara til áskrifenda víða
út um heim, þ.e. til margra
Evrópulanda, Bandaríkj-
anna, Israel ogjafnvel víðar.
Góðar
póstsamgöngur
Hver hefði trúað því fyrir
nokkrum árum að Víkur-
fréttir sem settar eru í póst í
Keflavík á fimmtudegi væru
komnar til viðtakenda í
Bandaríkjunum á þriðjudeg-
inum næst á eftir? Þetta er þó
raunin, þó menn tali um
slæmar póstsamgöngur á
það ekki við í þessu tilfelli.
DANSSKÓLI AUÐAR HARALDS
HAFNARGÖTU 31 - KEFLAVÍK - SÍMI 13030
lnnritun stendur y
frá kl. 14-19 alla
virka daga.
Kennt á miövikudögum
og laugardögurr1- Haralds.
/fðalkennarr. Auður n____
L
ock’n RoH
ama-, unglinga-
9 hjónahópar
yrir allt hresst fótk
L öiium aidri.
Sérnámskeið eða
<ennt með oðrum
dönsum-
H JÓN OG E»N-
stakungar
• samkvæmisdansar
• Standard og 9°
dansarnir
• suður-amerisKir
• Rock og tjútt
bybjendaH0PAR °
framhald
Fyrir börn
og unglir*ga
• dnns- oq songvar
Leikir, dans 09 6.8 ára,
tyrir born 3-^ara ldrl
9-11 ara,12ara .Diskó/
SamWf ^Bockn rc».
jazz/dansar oy
Tött dansar - ny sp
ATH: Kennsla heíst miðvikudaginn 11. jau.
Afhending skírteina sunnudaginn 8. jan. kl. 16-18.