Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 19
mun
jtUUt
Orkupunkta-
meðferð við hár-
losi og bletta-
skalla
I vikunni opnaði nýtt fyr-
irtæki, Meró, að Hafnargötu
35 í Keflavík. Er hér um nýtt
fyrirtæki að ræða sem sér-
hæfir sig m.a. í orkupunkta-
meðferð gegn hárlosi, skalla
og blettaskalla, auk annarra
hárvandamála.
I Meró er einnig boðið upp
á ljósa- og saunaböð ásamt
öllum gerðum af parta- og
líkamsnuddi og einnig föpð-
un. Eigandi Meró er Asa
Finnsdóttir og er fyrirtækið
þar sem Rósa Guðna var áð-
ur til húsa.
„Jólamamman"
rangt feðruð
Blaðamanni varð á í mess-
unni þegar greint var frá
jólabörnunum í síðasta
blaði. Önnur mamman,
Magnea Inga, var sögð Þor-
steinsdóttir en hún er Magn-
úsdóttir. Eiginmaður henn-
ar og nýfæddi sonurinn heita
hins vegar báðir Þorsteinn.
Biðjumst við innilegrar af-
sökunar á þessum mistökum
og birtum aftur mynd af fjöl-
skyldunni.
Smáauglýsingar
Gullarmband
fannst neðarlega á Suðurgöt-
unni. Uppl. í síma 12628.
Kettlingar
fást gefins á gott heimili. A
sama stað er til sölu nýr 30 1
Moulinex örbylgjuofn. Uppl.
í síma 68564.
Einstaklingar - fyrirtæki
Sérsaumum eftir máli eftir
þinni hugmynd, aðstoðum við
val á sniði. Erum kjólameist-
arar. Breytingar, viðgerðir.
Liljur s.f. saumastofa,
sími 11112.
HJÁLP!
Lyklakippa í gráu leður-
hulstri tapaðist á nýársnótt
einhvers staðar á leiðinni
Garðbraut-Heiðarbraut í
Garði. Finnandi vinsamleg-
ast hringið í síma 11760 milli
kl. 8 og 18 alla virka daga.
Til söiu
nýleg Husquarnasaumavél.
Uppl. í síma 15629 og 13455.
Ibúð til leigu
Leigist fram í júní. Laus strax.
Uppl. í síma 13673 eftir kl. 17.
Samvinnuferðir - Landsýn
Vegna vetrarleyfis umboðsmanns frá
6. jan. til 30.jan. verða upplýsingar
veittar í síma 91-691010 (aðalskrif-
stofa). Guðjón Stefánsson mun einn-
ig veita upplýsingar í síma 15416 og
annast afgreiðslu farseðla.
íbúð til leigu í Vogum
Þrjú herbergi og eldhús á efri hæð. Laus nú þegar.
Upplýsingar á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps í
síma 46541 á skrifstofutíma.
Halló - Halló
LESTU ÞETTA!
Við fögnum nýju ári með gömlu dönsunum
í KK-húsinu uppi, laugardaginn 7. janúar
frá kl. 22 til 03. Hljómsveit Jóns Sigurðs-
sonar og Hjördís Geirs sjá um stanslaust
fjör. Mætum hress á góðum skóm.
Þingeyingafélagið
Þorrablót Austfirðinga
Austfirðingafélag Suðurnesja heldur sitt ár-
lega þorrablót í Stapa laugardaginn 14. jan-
úar n.k. kl. 19:00.
Aðgöngumiðar seldir í Stapa fimmtudag-
inn 12. janúarfrákl. 16-19 oglaugardaginn
á sama tíma. Mætið öll og takið með ykkur
gesti.
Nefndin
Fimmtudagur 5. janúar 1989 19
Siglingafræði
Námskeið í siglingafræði fyrir 30
tonna próf hefst um miðjan janúar.
Þorsteinn Kristinsson, sími 11609.
Vélstjóri
1. vélstjóra vantar á Stafnes KE 1 30.
Upplýsingar í síma 985-28446 eða
12806.
Stafnes h.f.
SFjölbrautaskóli
Suðurnesja
VORÖNN 1989
Kennsla hefst sem hér segir:
DAGSKÓLI
Stundaskrár afhentar mánudaginn 9. jan-
úar kl. 8.15-10.25. Kennsla hefst sam-
kvæmt stundaskrá sama dag kl. 10.35. Inn-
ritunargjald kr. 2.600. Skólaakstur á venju-
legum tíma. Nýnemar komi kl. 9.
ÖLDUNGADEILD
Fundur með nemendum öldungadeildar
verður haldinn laugardaginn 7. janúar kl.
10.30. Endanleg ákvörðun tekin um
stundaskrá. Innritunargjald er kr. 6.400.
Skólameistari
Flugeldaútsala
HJÁLPARSVEITAR SKÁTA
Þrettándasala Hjálparsveitar skáta í Njarð-
vík verður á morgun, föstudag, kl. 10-17 í
íþróttavallarhúsinu, Njarðvík, og Hjálpar-
sveitarhúsinu, Holtsgötu 51. Mikið úrval
og góður afsláttur af flugeldum.