Víkurfréttir - 26.01.1989, Síða 8
8 Fimmtudagur 26. janúar 1989
mun
jutUt
molar Gagnrýni - Grín - Vangaveltur
Góðir viðskiptavinir...
„Fátt er svo með öllu illt.“
Þessi málsháttur kemur upp
í huga manna þegar rætt er
um skipverjana sem voru á
danska skipinu, er strandaði
við Grindavík. Eftir að þeir
voru fluttir á land fengu þeir
gistingu á Flug Hóteli í
Keflavík og herma sögur
að þeir séu duglegir við-
skiptavinir á barnum þar.
Má því segja að það sé eina
glætan í þessari hörmungar-
sögu.
Menningarleysið
lak inn
Á mánudag urðu nemend-
ur í Fjölbrautaskólanum,
kennarar o.fl. varir við að
leki var í nýbyggingu Fjöl-
brautaskólans við Sunnu-
braut. Voru gárungarnir
fljótir að finna það út að hér
væri það ekki vitið sem væri
að leka út, heldur menning-
arleysið að leka inn...
Alveg í skýjunum
Þá er búið að opna tilboð-
in í þjónustu Flugleiða í
Leifsstöð. Eitt tilboðanna
var sannarlega í skýjunum
enda frá fyrirtæki er nefnist
Ský h.f., þ.e. frá Jósep Val-
geirssyni o.tl. Ertilboð þetta
1000 til 1100 milljónum
hærra en hin tilboðin sjö.
fáninn dreginn upp um borð
einn fána og það nánast í
hálfa stöng. Fannst mönn-
um að nær hefði verið að
draga upp danska fánann
eða jafnvel tóma bjórkassa.
Guðmundur á Brekku
Guðmundur Ingvarsson,
yfirkokkur á Glóðinni, hef-
ur nú llutt sig um set og tekið
við starfi á Brekkunni. Jafn-
framt hefur hann ásamt
konu sinni tekið við rekstri
Tomma-borgara á Fitjum.
Hefur Ragnar
Halldórs gestaleyfi?
Samkvæmt túlkun lög-
reglustjórans á Keflavíkur-
flugvelli er hluti af Móa-
hverfi í Njarðvík I lögsagnar-
umdæmi hans en hinn lilut-
inn i lögsagnarumdæmi lög-
reglustjórans í Njarðvík.
Kemur þetta fram annars
staðar í blaðinu, þar sem
hann ræðir um lögsagnar-
umdæmi sitt. Samkvæmt
strangri túlkun hljóta þeir
íbúar, sem búa í efstu húsun-
um í hverfi þessu, þar meðað
þurfa gestaleyfi frá fiugvall-
arlögreglunni, þurfi þeir að
heimsækja konu sína í svefn-
herbergi þeirra hjóna. Já,
hún er ekki öll eins vitleysan.
Fækkunin Jóa og
Karli að kenna?
íslenski fáninn
í hálfa stöng
Um fátt er meira talað í
Grindavík þessa dagana en
strand danska skipsins á
dögunum. Sem dæmi um
furðulegar athafnir yfir-
manna skipsins benda menn
á að um kl. 8.30 að morgni
laugardagsins, þ.e. daginn
eftir strandið, var íslenski
Margir eru undrandi á
ákvörðun ríkisvaldsins um
að skera niður í mannahaldi
lögreglunnar, eins og gerst
hefur hér á Suðurnesjum.
Það mætti eflaust skera nið-
ur léttvægari þætti en lög-
gæsluna. Svo virðist sem
þetta hafi farið misjafnlega í
lögreglumenn, því kona ein,
sem hringdi á varðstofuna i
Kefiavík fyrir skömmu til að
Björgunarsveitin
Ægir, Garði:
AÐALFUNDUR
verður haldinn í Slysavarnarhúsinu, sunnu-
daginn 29. janúar kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Styrktarfélag aldraðra Suðurnesjum:
AÐALFUNDUR
verður haldinn laugardaginn 4. febrúar kl.
14 að Suðurgötu 12-14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
spyrjast fyrir um færð á
Reykjanesbraut, fékk ein-
ungis heljarinnar ræðu um
það hversu fáir væru í lög-
regluliðinu og því væri eng-
inn mannskapur til að svara
til um svona mál. Lögreglu-
maðurinn endaði svar sitt
með því að segja við konuna
að hún gæti bara hringt í
þingmennina, Jóhann Ein-
varðsson og Karl Steinar, og
alveg eins spurt þá um færð-
ina á Reykjanesbrautinni...
Gott skap og
þjónustulund
Meira um lögregluna. í
ófærðinni um síðustu helgi
voru lögreglubílarnir mikið
á ferðinni og aðstoðuðu öku-
menn, sem voru búnir að
festa sig í sköflunum. Þeir
þurftu einnig að aðstoða
vegna tíðra árekstra og smá
óhappa hér og þar og höfðu
góða skapið og þjónustu-
lundina að leiðarljósi...
Jón Gunnar
bankastjóri?
Misprentun og prentvillur
koma oft skemmtilega út.
Þegar Hallur Hallsson,
fréttamaður RÚV, tók viðtal
við Jón Gunnar Stefánsson,
bæjarstjóra í Grindavík,
vegna skipsstrandsins var
hann titlaður bankastjóri í
myndtexta. Nokkrum mín-
útum síðar var það þó leið-
rétt nema að RUV hafi verið
að uppljóstra einhverju
leyndarmáli. Er þriðji bank-
inn kannski á leiðinni til
Grindavíkur?
Robbi skorinn upp
„Já, það er búið að skera
hann Robba upp og er verið
að tjasla honum saman eftir
að hann fékk eldingu í sig.
Líður honum eftir atvikum
og kemst vonandi til vinnu
nú um helgina. Þurfti að fá
björgunarsveit til að ná í
hann eftir óhapp þetta.“
Svona hljóðað frásögn
manns nokkurs í viðurvist
molahöfundar. Eins og
flesta er sjálfsagt farið að
gruna er hér ekki um að ræða
einhvern mann sem Róbert
heitir, heldur róbótinn á
Þorbirni sem sér um þjón-
ustu fyrir fjarskipti og ,,píp-
kerfi“ björgunarsveitanna á
Suðurnesjum. Hafa gárung-
arnir nefnt róbót þennan
Robba og um næst síðustu
helgi sló eldingu niðurí hann
og því varð hann óvirkur í
um vikutíma meðan viðgerð
fór fram.
Hermann hættur
hjá Húsanesi
Hermann Ragnarsson,
formaður stjórnar DS, hefur
látið af störfum framkvæmd-
astjóra við verktakafyrirtæk-
ið Húsanes s.f., a.m.k. að
sinni. Við starfi hans hafa
þeir Halldór bróðir hans og
Margeir Þorgeirsson tekið í
sameiningu.
Ragnar Örn
framlengir
Ragnar Örn Pétursson
veitingamaður hefur fram-
lengt verktakasamningi sín-
um við Flugleiði varðandi
veitingareksturinn í Leifs-
stöð. Framlengist samning-
ur hans nú unt tvö ár.
Olsen-búnaðurinn
stóð sig vel
Er skipverjarnir á Stafnesi
unnu þrekvirkið við björgun
skipverja af Ágústi Guð-
Umsjón: Emil Páll
mundssyni sannaði Olsen-
sleppibúnaðurinn gildi sitt.
Lét Oddur Sæmundsson,
skipstjóri á Stafnesinu, hafa
eftir sér að hefði hann ekki
haft búnað þennan til að
skjóta út gúmmíbátnum,
hefði hann ekki viljað bjóða I
þetta, þar sem þarna skiptu
sekúndurnar máli.
Sam-bruni
Vegna umræðna um sam-
einingu Brunabótafélags Is-
lands ogSamvinnutrygginga
var einn orðheppinn hér
suður með sjó fijótur að
finna nafn á hið nýja trygg-
ingafélag. Þetta nafn erSam-
bruni.
Stolin fréttaskot
Þeir fjölmiðlar sem greiða
fyrir fréttaskot hafa í æ rík-
ari mæli orðið varir við það
að síðdegis á fimmtudögum
er mikið hringt í þá og lesið
upp úr Víkurfréttum. Hérer
að sjálfsögðu verið að mis-
nota hugmyndina um frétta-
skot með því aðstelafréttum
úr öðrum Ijölmiðli og fá
greitt fyrir það. Er vitað til
þess að verið er að leita
lausna til að koma í veg fyrir
slik fréttaskot.
Þrælarí í Rockville
Islenskt starfsfólk í Rock-
ville-stöðinni á Miðnesheiði
er ekki allt yfir sig hrifið
þessa dagana. Sumu finnst
að nánast sé gengið á því og
það pískað út, því störf séu
þar vanmönnuð. Hefur þvl
jafnvel flogið í hug að kæra
vinnuveitanda sinn fyrir
þrælarí. Er vitað að málið er
þegar komið til viðkomandi
stéttarfélags og víðar.
Orðhvatur:
Um frægð og
frama íslendings
Menn liafa löngum sóst eft-
ir frægð og frama og er sama
hver á í hlut, frægðin hefur
kitlað hégómagirnd flestra.
Heimsfrægð er sú tegund
frægðar sem menn hafa löng-
um sett ofar annari frægð. En
fáum íslendingum hefur
hlotnast sá heiður að verða
heimsfrægir.
Suðumesjamönnum hel'ur
stundum hlotnast sú upphefð
að verða landsfrægir og þá
oftast að endemum. En
heimsfrægðin hefur látið á sér
standa þessum útkjálkamönn-
um til handa.
Raunar má deila hart um
það hvenær menn eru orðnir
heimsfrægir. T.d. var Banda-
ríkjamaður spurður að því á
dögunum hvort hann þekkti
Lindu Pétursdóttur.
„Eg verð að viðurkenna að
ég vissi ekki einu sinni að þið
framleidduð bifreiðar“ svar-
aði kaninn.
Það þótti á árum áður jafn-
gilda heimsfrægð fyrir íslend-
ing ef hann var sæmilega
þekktur í Kaupmannahöfn, og
eins þótti Keflvíkingi merki-
legt ef hann þekktist í henni
Reykjavík.
En nú ber nýrra við. Kefl-
víkingur og þá um leið íslend-
ingur, Jóhann nokkur Ein-
varðsson, er orðinn frægur í
Sovétríkjunum. Pravda, það
víðlesna skyldulesefni þar
eystra, varði heilli síðu, að því
að manni skilst, undir það að
segja frá því hversu vondur
kall Jóhann Einvarðsson sé og
var þetta allt saman haft eftir
manni að nafni: Jú Kúsnesov
(Jú þessi mun vera frændi sov-
éska skákmeistarans Nei, sem
var hérlendis árið 1972). Jú
þessi mun hafa setið í Finn-
landi er hann skrifaði „frétt-
ina“, þannig að Jóhann okkar
virðist vera frægur í Finn-
landi.
Okkur Suðurnesjamönnum
þykir þessi frægð Jóhanns
þingmanns Einvarðssonar
harla skrítin því að margt fólk
útí Garði veit ekkert hver
maðurinn er, né heldur hvar
hann vinnur.
Þetta síðasta hlýtur þó að
teljast meðmæli með Jóhanni
því á meðan ekki allir vita
hver hann er, getur hann held-
ur ekki verið mjög svo vondur
kall.