Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.01.1989, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 26.01.1989, Qupperneq 15
ItlKUR juUit 1 Lögsagnarumdæmi Flugvallarlögreglu: Sker vlða em- bætti annarra byggðarlaga Samkvæmt túlkun Þorgeirs Þorsteinssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, er lög- sagnarumdæmi hans öll varn- arsvæði. Sagði hann í samtali við blaðið að þó gert hefði ver- ið samkomulag um að Kefla- víkurlögreglan annaðist Reykjanesbrautina frá Fitjum og upp undir Leifsstöð, væri hún í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar og því gæti lögreglan þaðan haft af- skipti af öllum umferðarlaga- brotum, sem öðrum brotum, á þessu svæði. Væru slík brot skráð á Keflavíkurflugvelli og eins þótt þau ættu sér stað annars staðar á varnarsvæðum hér syðra og flugvallarlögreglan hefði afskipti þar af málum. Nefndi hann sem dæmi að há- spennulínan, sem liggur sam- hliða olíuleiðsluveginum, frá nýju Reykjanesbrautinni yfir þjóðveginn til Sandgerðis, of- an Mánagrundar, og aftur yfir Garðveginn, væri markalína fyrir varnarsvæði. Þessi túlkun gildir, að hans sögn, þannig að sé bifreið ekið eftir umræddum vegi og síðan beygt til vinstri, er hún komin inn á svæði flugvallarins, en til hægri, t.d. á Garðvegi, á svæði Keflavíkurlögreglu. Strangt til tekið er því golfvöllurinn í Leiru a.m.k. að hluta á svæði flugvallarlögreglu og eins golf- völlurinn í Grindavík. Þá sagði hann einnig að efstu húsin í Njarðvík væru að hluta á lóðum er tilheyrðu flugvellinum og því færi þing- lýsing þess hluta fram hjá því embætti. Eins og sést á þessu virðist lögsagnarumdæmi flugvallar- lögreglu víða skera lögsagnar- umdæmi byggðarlaganna á Suðurnesjum í sundur og því virðist oft vera erfitt að átta sig á því inn á hvaða lögreglu- svæði viðkomandi eru. Virðist því vera orðin brýn þörf á að leysa mál þetta hið fyrsta, því annars gæti komið til óþarfa árekstra milli lögregluum- dæmana á svæðinu. Vinnueftirlit ríkisins Bíldshöfða 16 - 112 Reykjavík - Sími 672500 Námskeið í stjórn og meðferð gaffallyftara, dráttarvéla með tækjabúnaði, körfubíla, valtara og steypudælukrana verð- ur haldið á Suðurnesjum í febrúar, ef næg þátttaka fæst. Skráning og upplýsingar í síma 92-11002 og 91-672500. Vinnueftirlit ríkisins Vinnuvélanámskeið Iðntæknistofnunar Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla er fyrirhugað á Suð- urnesjum í febrúar-mars 1989, ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram hjá Iðntæknistofnun íslands í síma (91)687000 á tímabilinu kl. 8.30 til 16.00 virka daga og hjá Vinnueftirliti ríkisins, Hafnargötu 26, Keflavík, sími 92- 11002. Námskeiðið er dagnámskeið og stendur frá morgni til kvölds í 9 daga, samtals 80 stundir. Fimmtudagur 26. janúar 1989 15 ATVINNA Læknaritari - Ræsting Staða læknaritara við Heilsugæslustöðina í Garði er laus til umsóknar. Um er að ræða 40% stöðu. Vinnutími frá 13 til 17 mánu- daga, þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga. Einnig er starf við ræstingar Heilsugæslu- stöðvarinnar laust til umsóknar. Til greina kemur að sami aðilinn fái bæði störfin. Allar upplýsingar um störfin veitir undir- ritaður eða aðalfulltrúi í síma 14000. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 2. febrúar og skal umsóknum skilað á skrif- stofu Heilsugæslustöðvarinnar, Sólvalla- götu 18, Keflavík, fyrir þann tíma. Framkvæmdastjóri Þessar myndir eru komnar. Einnig væntanlegar: Wall Street, Over Board og Good Morning Vietnam. MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJU EFNI í VHS MYNDGARÐUR Lyngbraut 11 Garði

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.