Víkurfréttir - 26.01.1989, Qupperneq 16
Fimmtudagur 26. janúar 1989
VÍKUR
jttiUt
F.v. Pétur Hrafn l'. 12.7., Edda Yr f. 26.6., Karen Ösp f. 2.7., Einar Þór f. 26.6.,Tryggvi Freyr f. 10.7.,
Flreinn Gunnar f. 6.7., Póra Lilja f. 11.7. Á myndina vantar Elfar Þór f. 22.6.
Skemmtileg
barnakeðja
Þessir litlu, fallegu jóla-
sveinar hafa hittst reglulega
frá því snemma í vetur ásamt
mæðrum sínum og jafnvel
eldri systkinum. Börn þessi
eru fædd á tímabilinu 22. júní
til 12. júlí 1988 og myndaði
sængurlega mæðranna keðju
sem ekki slitnaði eina nótt.
Þannig var strax á fæðingar-
Námsflokkar
Vorönn 1989
Eftirtalin námskeið verða
kennd á vorönn 1989 ef næg
þátttaka fæst:
1. Ræðumennska og tjáning.
30 stundir. Nemendur þjálfaðir í að tjá sig munnlega.
Myndbandanotkun og léttar ræður. Verð kr. 6.000.
2. Trésmíðanámskeið.
30 stundir. Þátttakendum gefinn kosturá aðsmíða sér
ýmsa muni með vélum skólans undir handleiðslu kenn-
ara. Verð kr. 6.000.
3. Málmsuðunámskeið.
30 stundir. Kennd undirstöðuatriði í málmsuðu. Verð
kr. 6.000.
4. Matreiðsla fyrir byrjendur.
20 stundir. Byrjendum kennt að elda mat. Verð kr.
4.500.
r
5. Islenska fyrir útlendinga.
30 stundir. Verð kr. 6.000.
6. Hlífðargassuða.
12 stundir. Kennd undirstöðuatriði hlífðargassuðu (tig-
suða). Verð kr. 3.000.
7. Enska fyrir byrjendur.
30 stundir. Hentar lyrir þá sem hyggjast síðar hefja nám í
öldungadeild en hafa litla undirstöðu. Verð kr. 6.000.
8. Stærðfræði fyrir byrjendur.
30 stundir. Ætlað t.d. þeim sem hyggja á nám í öldunga-
deild en hafa litla undirstöðu. Verð kr. 6.000.
9. Danska fyrir byrjendur.
30 stundir. Verð kr. 6.000.
10. Skrautritun.
20 stundir. Kennd undirstöðuatriði skrautritunar. Verð
kr. 4.500.
11. Ljósmyndun fyrir byrjendur.
25 stundir. Kennd undirstöðuatriði almennrar ljós-
myndunar og framköllunar. Verð kr. 5.000.
12. Ljósmyndun-framhaldsnámskeið
20 stundir. Ætlað þeim sem lokið hafa fyrra námskeiði.
Verð kr. 4.000.
•a f.\VÍ|
13. Málmsmíði.
25 stundir. Nemendum gefinn kostur á að smíða hluti
með tækjum skólans undir leiðsögn kennara..Verð kr.
5.000.
14. Keramiknámskeið.
25 stundir. Nemendum kennt að skapa hluti í keramik.
Verð kr. 5.000.
15. Viðgerðir léttra bifhjóla.
20 stundir. Þátttakendum kennt að gera við „skellinöðr-
ur“. Verð kr. 4.500.
16. Bókaklúbbur.
25 stundir. Lesin skáldverk og rædd. Höfundur(ar) feng-
inn i heimsókn. Verð kr. 5.000.
17. Saga Suðurnesja.
20 stundir. Rakin saga Suðurnesja. Endað með skoðun-
arferð. Verð kr. 4.500.
18. Silkimálun.
20 stundir. Þátttakendum kennt að mála á silki. Verð kr.
4.000.
19. íbúðakaup.
10 stundir. Kynnt helstu atriði sem hafa verður í huga við
íbúðakaup. Verð kr. 2.000.
20. Sænska fyrir byrjendur.
30 stundir. Byrjendanámskeið í sænsku. Verð kr. 6.000.
21. Þýska fyrir byrjendur.
30 stundir. Ætlað þeim sem hafa litla undirstöðu en vilja
reyna. Verð kr. 6.000.
Flest námskeiðin eru kennd einu sinni til tvisvar í viku,
2-3 stundir í senn. Skráning fer fram á skrifstofu FS og
skal innritunargjald greitt strax við skráningu (semja má
um greiðslutilhögun. Námsbækur og efni greiðist sér-
staklega. Öll ofangreind námskeið verða haldin ef næg
þátttaka fæst.
Námsflokkar FS
deildinni myndaður vinskapur
sem efldist með þátttöku
mæðginanna átta á námskeiði
í ungbarnanuddi. Það var
Guðrún Guðmundsdóttirljós-
móðir sem kallaði hópinn
saman í októberbyrjun en hún
hefur staðið fyrir þessum nám-
skeiðum síðastliðið ár.
Hópurinn hittist vikulega í
fjögur skipti, seinnipart dags á
Heilsugæslustöð Suðurnesja,
þar sem á öðrum timum fer
fram ungbarnaeftirlit. Það er
gott til þess að vita að við Suð-
urnesjamenn skulum eiga kost
á að sækja námskeið sem þessi
á Heilsugæsluna og kunnum
við forráðamönnum þar bestu
þakkir.
Þetta voru indælar stundir
og gaman að sjá hvernig börn-
in litlu kunnu sífellt betur að
meta nuddið eftir því sem
móðurhendurnar urðu örugg-
ari. Þarna styrkist samband
móður og barns og um leið
myndaðist sérstakt samband á
milli mæðranna. Þegar nám-
skeiðinu lauk gátum við ekki
hugsað okkur að kveðja, svo
það var ákveðið að hittast
áfram vikulega og nudda litlu
börnin heima hjá hvor annari.
Þannig höfum við átt
marga ánægjulega eftirmið-
daga, fengið stuðning frá hvor
annarri og horft á litlu „nudd-
krílin“ okkar vaxa og þrosk-
ast.
Okkur langar að koma á
framfæri hjartans þakklæti til
Guðrúnar Guðmundsdóttur
ljósmóður fyrir að leiðbeina
okkur við nuddið og fyrir að
gefa okkur kost á að endur-
nýja þau sérstæðu tengsl sem
myndast oft á sængurlegu. Við
vonum að fæðingardeildin
haldi áfram að kynna konum
ungbarnanudd og að Heilsu-
gæslustöðin geti veitt aðstöðu
til að námskeið verði haldin.
Okkar hvatning til nýbak-
aðra og verðandi mæðra er:
Kynnið ykkur ungbarnanudd!
Sundmiðstöðin nýja:
Aðstaða
fyrir
hreyfihamlaða
Bygginganefnd sundmið-
stöðvar í Keflavík hefur
gengið út frá aðstöðu fyrir
hreyfihamlaða í sundmið-
stöðinni sem er í byggingu.
Verður t.a.m. steypt braut
niður í grunnu laugina fyrir
hjólastóla.
Þá hefur arkitektum húss-
ins verið falið að athuga með
stólalyftu sem ná myndi til
tveggja potta og grunnu
laugarinnar. Einnig eru öll
hurðarop 98 cm breið og
uppfylla þar með kröfur sem
gerðar eru vegna hjólastóla.