Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.01.1989, Side 20

Víkurfréttir - 26.01.1989, Side 20
Fimmtudagur 26. janúar 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN 11 ' ' SUÐURNESJ . ■ \ » 20 þús. tonna aflaminnkun Elding veldur tjóni á sendi- búnaðiI Þorbirni Tæpur 140.000 tonna aíli barst á land hér á Suðurnesj- um á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Miðað við endanlegar tölur fyrir árið 1987 er hér um 20.000 tonna aflasamdrátt að ræða. Þrátt fyrir minnkandi afla varð töluverð aukning í Kefla- vík, eða sem nemur 7.476 tonnum. Samtals varð afli í Keflavík 39.389 tonn rniðað við 31.913 tonn 1987. Þar af var loðna 7.313 tonn, þorskur 17.910 tonn og ýsa 2.449 tonn. Grindavík stóð svo til í stað með 68.322 tonn á síðasta ári miðað við 67.351 tonn 1987. Loðna var rúmlega helmingur aflans eða 38.011 tonn, þorsk- ur 11.742 tonn og ýsa 1.785 tonn. 1 Sandgerði varð aflasam- dráttur upp á 11.544 tonn, en þar komu á land 30.481 tonn á síðasta ári en 42.025 tonn árið 1987. Munar hér mestu um minnkun á loðnuafla sem fór úr 20.590 tonnum í 8.835 tonn. Aukning varð á þorskafla, en á land komu 11.834 tonn og 2.470 tonn af ýsu. Afli 1 Garðinum minnkaði mikið á síðasta ári, því þá voru einungis vigtuð 133 tonn þar miðað við 12.699 tonn árið 1987. Þorskafli fór úr 6.633 tonnum í 114 og ýsa úr 957 tonnum í 11 tonn. I Vogum bárust aðeins 84 tonn af þorski á land en 1987 var 3.684 tonna afla landað þar. Þá var engu landað í Höfnum samkvæmt upplýs- ingum Fiskifélags Islands en í Höfnum var 1040 tonnum landað árið 1987. Strákarnir sem fóru i gúmmíbátinn ásamt skipstjóra sínum eftir þessa frækilegu björgun í ólgusjó. F.v. Oddur Sæmundsson, skipstjóri, Sigurður Kristinsson og Valdimar Birgisson. Ljósm.: hbb Frækileg björgun í ólgusjó Flotbryggjan í Sandgerði: Fram- kvæmdir vel á veg komnar Framkvæmdir við llot- bryggjuna í Sandgerði eru komnar vel á veg og síðasta mánudag var unnið við að steypa landganginn að bryggjunni. Megnið af bryggjunni sjálfri er komið á flot sunnan við nýja viðlegu- kantinn í Sandgerði. Að sögn starlsmanns á hafnarvigtinni í Sandgerði, þá tekur ekki langan tíma að Ijúka verkinu, þegar veður gefst til framkvæmda. Flotbyrggjan í Sandgerði Afrek skipverjanna á Staf- nesi KE 130, 18 sjómilur norður af Garðskaga á mið- vikudag í síðustu viku. þykir mjög frækilegt._ Þarna hafði skipverji af Agústi Guð- mundssyni úr Vogum fallið í hafið er hann fór út með netafærislykkju. Þeir á Stafnesinu voru nærstaddir og því kallaði skipstjóri Ágústar í þá og óskaði aðstoðar en mjög illa gckk að ná manninum aftur inn í bát sinn. Skutu þeir á Stafnesinu þegar út gúmmí- báti og í hann stukku skip- verjarnir Sigurður Kristins- son og Valdimar Birgisson og það áður en báturinn var blásinn upp. Með hliðarskrúfu Staf- nessins tókst skipstjóra þess, Oddi Sæmundssyni, að ýta gúmmíbátnum þangað sem maðurinn var í sjónum. Gekk vel að ná honum um borð í gúmmíbátinn þrátt fyrir að veður væri slæmt, 6 vindstig og ólgusjór. Þrátt fyrir að maðurinn hafi ekki verið nema nokkr- ar mínútur í sjónum var hon- urn orðið mjög kalt,enda lík- amshiti kominn í 33,5°. Hafði Oddur því samband við lækni og síðan kom þyrla Landhelgisgæslunnar og flutti manninn á Borgarspít- alann i Reykjavík, þar sem hann náði sér fljótlega. Að sögn Odds var þarna um sek- únduspursmál að ræða. TRÉ-X TRÉ-X INNIHURÐIR TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700 Nokkrar skemmdir urðu á sendibúnaði í eigu björgun- arsveita á Suðurnesjum næst síðasta laugardag er eldingu laust niður í búnaðinn. Það var sama dag, að nota átti svokallaða frið- þjófa eða píptæki, en þá kom í ljós að sendibúnaðurinn fyrir tækin, sem staðsettur er á Þorbirni við Grindavík, var óvirkur. Þá var það í síðustu viku að björgunarsveitirnar fóru upp í Þorbjörn og kom þá í Ijós að eldingu hafði lostið niður í búnaðinn og gert hann óvirkan. Varsendibún- aðurinn tekinn niður og varahlutir pantaðir. Þegar blaðið hafði sam- band við Árna Árnason, for- mann BS-öryggis, síðasta föstudag voru varahlutirnir ekki komnir til landsins en að hans sögn er tjónið á sendibúnaðinum töluvert og gæti orðið kostnaðarsamt. Grindavík: Eldur í fólksbíl Tilkynnt var um að eldur væri laus í fólksbifreið, sem stóð við Verbraut í Grinda- vík, aðfaranótt síðasta fimmtudags. Það var kl. þrjú um nótt- ina sem lögreglu barst til- kynningin og þegar slökkvi- lið og lögregla komu á stað- inn var bifreiðin, sem er af Peugeot 405 gerð, alelda. Sendibifreið stóð við hliðina á fólksbílnum og var lakkið á honum farið að sviðna. Tókst lögreglumönnunum að fjarlægja hann áður en I óefni var komið. Peugeotinn er gjörónýtur eftir brunann. Skipsstrand, elding, bilabruni,' vélsleðaölvun og sjúkrabils- fæðing. Það er alltaf santa fjörið þarna í Grindavík . . .

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.