Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 1
Tveir slösuð- ust í árekstri Aðfaranótt sunnudagsins varð árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Kirkjuvegar í Keflavík. Tjónvaldurinn var stúlka sem aðeins hafði haft próf í nokkra daga. Eftir áreksturinn kvört- uðu tveir farþegar hennar undan eymslum í baki og voru þeir fluttir á sjúkrahús- ið í Keflavík til skoðunar. Um síðustu helgi voru sex önnur umferðaróhöpp til- kynnt til lögreglunnar í Keflavík, en einu þeirra olli ölvaður ökumaður. Auk hans var annar ökumaður tekinn grunaður um meinta ölvun við akstur. Mikill erill varumhelgina, aðallega sökum ófærðar, en lögreglan fékk samtals 67 út- köll frá föstudegi og fram á sunnudag, auk þess sem björgunarsveitirnar veittu mikla aðstoð. Öróasamt sök- um ölvunar Talsverð ölvun var í Kefla- vík aðfaranótt sunnudagsins og hafði lögreglan því í miklu að snúast þá nótt. Þá var talsverður órói utan við og inni í Glaumbergi. Var maður rotaður þar innan dyra. Varð að flytja hann á sjúkrahús, þar sem hann var yfir nóttina í örygg- isskyni, en hann mun hafa verið talsvert ölvaður. Nokkru eftir að dansleik lauk ók bifreið upp að hús- inu og úr henni var flösku slegið í höfuðið á einum sem stóð á gangstéttinni og fél- aga mannsins gefnar blóð- nasir. Sá sem fékk flöskuna í höfuðið hlaut þrjá skurði og var því fluttur undir læknis- hendi. BOLLUDAGUR NALGAST Það jer ekkert á milli mála að bolludanurinn er á mánudag. Þann eina dag ársiits mega krakkarnir vekja foreldra sína mcðþvi að slá með bolluvendi á rassþeirra. Iseinnitíð hefnr dagur þessi þó nteira verið vertið bakaranna, sem bjóða bollur í alls kyns útgáf- um til að kitla bragðlaukana. Þar er hann Sigurjón í Sigurjónsbakaríi engin undan- tckning. Ljósm, hbb. Sveinn Jónsson KE-9: Fékk á sig brot Sandgerðistogarinn Sveinn Jónsson KE-9 fékk á sig brotsjó á þriðjudagsmorgun- inn um 7 sjómílur suður al' Reykjanesi. Brotnuðu tveir gluggar í brú skipsins og sjór komst í stjórntæki með þeim afleiðingum að skipið rak stjórnlaust í átt að landi. A síðustu stundu tókst þó að koma stýri togarans í sam- band á ný og komst hann þá að eigin rammleik til Njarð- víkur. Togarinn var á útleið þeg- ar óhappið gerðist. Var veður hið versta, 10-11 vind- stig og sóð á land. Meðan skipið var stjórnlaust og raf- magnslaust rak það tvær til 3 mílur að landi. Með aðstoð Sigureyjar BA tókst að koma í veg fyrir að skipið ræki upp í land. Annari Reykja- neslínu sló út Um klukkan 12:30 á laug- ardag fór rafmagnið af efri hluta Keflavíkur, Garði, Vogum, Grindavík og Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Komst það aftur á um einni oghálfri klukkustundsíðará öllu svæðinu nema í Grinda- vík, en íbúar þar fengu raf- magnið um kl. 16 sama dag. Tveir einangrarar brotn- uðu í raflínu austan Þor- bjarnar við Grindavík vegna hríðarveðurs. Við það sló út önnur Reykjaneslínan með ofangreindum afleiðingum. Tveir þátttakendur í Fegurðar- samkeppni Suðurnesja kynntir. - Sjá miðopnu. Hitaveituofnar: Tæring vaxandi vandamál hér Að undanförnu hefur tær- ing í miðstöðvarofnum færst mjög í vöxt á Suðurnesjum. Er algengt að ofnar, sem eru 10 ára gamlir og í einstaka tilfellum yngri, fái á sig smá- göt og því þurfi að skipta um þá. Kom vandamál þetta fram í umræðum á fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur í síðustu viku er Magnús Haraldsson ýtti úr vör umræðum um þetta vaxandi vandamál í Keflavík. Lagði hann m.a. fram spurningu til Hannesar Einarssonar, fulltrúa Kefl- víkinga í stjórn Hitaveitu Suðurnesja, um það hvort það fyrirtæki bætti slíka ofna samanber það sem gerðist í Grindavík fyrir nokkrum árum. Sagði Hannes svo ekki vera þar sem þrátt fyrir ítar- legar rannsóknir væri ekki hægt að tengja skemmdir þessar á einn eða neinn hátt við hitaveituvatnið eins og átti sér stað á sínum tíma í Grindavík. Einnig kom í ljós að hjá flestum bæjarfulltrúum í Keflavík hafði slíkrar tær- ingar orðið vart, sem sýnir hvað þetta er algengt fyrir- bæri. Einnig kom fram að allir ættu þessir ofnar það sameiginlegt að vera fram- leiddir af sama aðilanum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.