Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 13
tflKUIt jtiWt Hjónin Theódóra Bragadóttir og Jón Þór Dagbjartsson ásamt dætrum sínum tveimur, þeirri nýfæddu og Stefaníu Björg. Ljósmyndir: hpé/Grindavík Grindavíkursjúkrabíllinn: Sá eini á svæðinu með deyfingartæki Eins og fram kom í síðasta tölublaði fæddist stúlkubarn í sjúkrabíl Grindvíkinga, er hann var staddur ofan við Straumsvík fyrir skemmstu. Kom það í hlut Matthíasar Guðmundssonar að taka á móti barninu. Er fréttaritari blaðsins í Grindavík hafði samband við barnsmóðurina var hún fámál um atburð þennan en sagði þó að sér hefði fundist verst að vera ekki deyfð við fæðingu þessa. Af þessu til- efni hafði blaðið samband við Matthías og sagði hann að í bílnum væru tæki til deyfingar en aðeins ljósmæð- ur mættu nota þau tæki. Við athugun blaðsins hef- ur komið í ljós að Grindavík- ursjúkrabíllinn mun vera eini sjúkrabíllinn á Suður- nesjum sem hefur slík tæki. Áhöfn sjúkrabíls Rauðakrossdeildarinnar í Grindavík ferðina eftirminnilegu, Gunnlaugur Dan Olafsson (t.v.) og Matthías Guðmundsson. Er ferðin hófst frá Grindavík var Matthíasöku- maður en Gunnlaugur aftur í, en þegar séð var í hvað stefndi skiptu þeir um stað, enda Matthías vanur sjúkraflutningsmað- ur, auk þess sem hann er lærður sjúkraþjálfari. Fimmtudagur 2. febrúar 1989 13 Styrktarfélag aldraðra Suðurnesjum Merkjasala - Aðalfundur Hin árlega merkjasalafélagsinsverður3.-5. febrúar. Vinsamlega takið vel á móti sölu- fólki. Munið aðalfundinn laugardaginn 4. febrúar kl. 14 að Suðurgötu 12-14. Nýirfél- agar velkomnir. Fjölmennið. Stjórnin UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir til- boðum í lagningu hitaveituæðar frá dælustöð á Fitjum, að flugstöð Leifs Eiríkssonar. Aðveituæðin er tvöföld 0 250 mm einangruð stálpípa um 4,8 km að lengd. Útboðsgögnin verða afhent gegn 5000 kr. skilatryggingu á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg36, Njarðvík og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f., Borgartúni 17, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, fimmtudaginn 16. febrúar 1989 kl. 14. Miðbær Keflavíkur: Hvað verður um Bergás og Kaupfélagið? Embætti byggingafulltrú- ans í Keflavík hefur enn framlengt frest þann sem eig- endur Bergáss hafa til að rífa það hús eða ganga frá því þannig að það sé ekki hættu- legt umh'verfi sínu. Að sögn Guðleifs Sigurjónssonar, að- stoðarbyggingafulltrúa, hef- ur eiganda hússins verið gef- inn frestur fram í febrúar, þar sem hann hefur gefið til kynna að framkvæmdir við hús_ið séu að hefjast. Áðuren frekari fresturvar gefinn hafði byggingafull- trúi hótað að bærinn myndi fjarlægja húsið á kostnað eig- anda nú næstu daga. Varðandi rústir Kaupfél- ags Suðurnesja að Hafnar- ötu 30 þá hefur verið frest- ð fram yfir páska að taka ákvörðun um framtíð þeirra. Að sögn Guðjóns Stefáns- sonar kaupfélagsstjóra er óvist hvort húsið'verðurend- urbyggt eða selt einhverjum sem áhuga hefur á lóð þeirri sem brunarústirnarstandaá. Tilkynning frá Vélstjórafélagi Suðurnesja Skrifstofa félagsins er flutt að Tjarnargötu 2 (hús Bústoð- ar), Keflavík. Mun skrifstofan opna í hinu nýja húsnæði á morgun, föstudag. Skrifstofutíminn verður sem áður milli kl. 16 og 18 mánu- daga til fimmtudaga. Síminn er 11358. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.