Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 mun juMi Grín - Gagnrýni - Vangaveltur molar Bitist um símaskrána Nú eru tveir aðilarað hefja samkeppni um gerð síma- skrár fyrir Suðurnes. Annars vegar er það Kiwanisklúbb- urinn Hof í Garði og hins vegar Knattspyrnuráð IBK. Fengu Garðmenn leyfi fyrir útgáfunni í september en Keflvíkingarnir í desember. Má því segja að þeir IBK- menn séu seinheppnir í fjár- málum sínum þessa mánuð- ina, því ávallt eru þeir í sam- keppni um fjáröflun saman- ber flugeldastríð um nýliðin áramót. Róbert Þorbjarn- arson með höfuðverk Það er ekki að spyrja að heilsunni hans Róberts Þor- bjarnarsonar, sem fæddurer i Svartsengi en alinn upp í Bláa lóninu. Nú þjáist hann af höfuðverk,en eins ogfram kom í síðustu Molum hefur hann verið skorinn upp. Sá uppskurður vará heila hans, því hann átti í erfiðleikum með að tala íslenskt mál. Vonandi fer hann senn að komast til starfa á ný, tal- andi góða íslensku. Éitt er víst að þá munu hinir ýmsu aðilar hér syðra, sem þurfa á þjónustu hans að halda, anda léttar. Inghólar og Bryndísarbrjóst Þorsteinn Arnason, vara- bæjarfulltrúi Framsóknar- manna, nefndi hraðahindr- anir í Keflavík „Inghóla" á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur í síðustu viku. Nefnir hann þær í höfuðið á Ingólfi Falssyni, aðalandstæðingi hraðahindrana í bæjar- stjórninni. A fundinum kom það fram að í Reykjavík hafa bæjarfulltrúar nefnt fyrir- bæri þessi „Bryndísar- brjóst". Ófrískir læknaritarar Læknaritarar við Heilsu- gæslustöð Suðurnesja og Sjúkrahúsið tóku sig til og mótmæltu skerðingu á óunn- inni yfirvinnu fyrir skemmstu. Af því tilefni til- kynntu þær veikindi einn dag. Gekk þá sú saga um Sjúkrahúsið og Heilsugæsl- una að þær hefðu farið heim frískar að kvöldi, en eftir að tiltekinn Iæknir hefði verið á næturvakt hefðu þær allar verið orðnar ófrískar að morgni. Ekki á réttum vegi Þeir sem á sunnudag sátu í bílnum sínum á Grindavík- urvegi við gatnamót Reykja- nesbrautar, stopp vegna þess að snjóskafl lokaði veginum, þótti súrt í broti að á sama tíma brenndi snjóruðnings- tæki Vegagerðarinnar fram- hjá eftir Reykjanesbrautinni, sem þó var að mestu snjó- laus. Við nánari . athugun kom í Ijós að Grindavíkur- vegurinn er ekki á dagskrá á sunnudögum eins og Reykjanesbrautin og því mátti viðkomandi snjóruðn- ingstæki ekki taka á sig smá krók til að losa burt þennan farartálma. Þettafyrirkomu- lag verða þeir sem ekki búa í þjóðbraut, eins og Keflvík- ingar og Njarðvíkingar, að gera sér að góðu. Til hvers eru póstkassarnir? I verkamannabústaðnum aðHringbraut 128íKefIavík er vandamál eitt, sem það fólk, sem ber út póst og blöð í húsið, þarf að glíma við. Þarna eru póstkassar, sem eru í um 1,80 metra hæð frá gólfi, þ.e. hæðin að rifu þeirri sem setja þarf bréfin eða blöðin i, og um tveir metrar í rifuna á hærri röðinni. Sjá því flestir að ráða þarf óvenjulega hátt fólk til að þjóna húsi þessu, a.m.k. eiga krakkar í miklum erfiðleik- um með að þjóna því. Sést þetta vel á mynd þeirri sem fylgir Mola þessum. Við hér á blaðinu höfum því bent krökkum, er bera út í hús þetta, að nota ekki póstkass- ana, setja frekar blöðin í stig- ann eða hreinlega á gólfið. Því varla er hægt að ætlast til þess að menn komi með stiga Umsjón: Emil Páll eða stól svo hægt sé að nota umrædda póstkassa. Blandin ánægja Njarðvíkinga Mjög skiptar skoðanir eru í röðum Njarðvíkinga varð- andi tilboð Keflvíkinga um aðild að sundmiðstöðinni. Er nánast talið fullvíst að Njarð- víkingar muni á endanum hafna tillögum um samrekst- ur sundmiðstöðvarinnar. Hafa jafnvel heyrst raddir um að réttara væri að byggja útilaug í Njarðvík og það nú þegar. Hvar er Jón Baldvin? Töluverður órói er kom- inn í kratahópinn í Keflavík og Njarðvík vegna þess hve illa gengur hjá utanríkisráð- herra, Jóni Baldvin, í vatns- málinu okkar. Finnst sum- um flokksmönnum hans að Jón Baldvin hafi nægan tíma til að ,,snakka“ hér og þar á sama tíma og ekkert sjáan- legt kemur út úr þeim málum sem mest brenna á okkur hér suður með sjó og það á þeim tíma sem flokksbræður ráð- herrans eru í meirihluta í þessum tveimur byggðarlög- um. Óveðrið: Skólahald féll niður Skólahald í grunnskólun- i fellt niðureftir hádegi síðasta | ur íTónlistarskólaNjarðvík- um í Sandgerði og Njarðvík föstudag vegna veðurs. Þá ur af sömu ástæðu. og Gerðaskóla í Garði var I var kennsla einnig felld nið- ' ^Suðumesjamenn^ Höfum úrval af gómsætum BOLLUM OPIÐ: Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 10-16 Mánudag, bolludag, kl. 8-18. Félagar í horbirni einblína út í dininia nóttina skömniu eftir að skipið strandaði. Ljósm.: epj. Grindavík: Mikið umstang hjá björgunarmönnum Þeir hafa haft ærin verk- efni, meðlimir í björgunar- sveitinni Þorbirni í Grinda- vík ásamt slökkviliðs- og lögreglumönnum, í kjölfar strands Marianne Daniel- sen. Ekki aðeins við að bjarga áhöfninni; þeir hafa einnig haft í ýmsu að snúast við að koma í veg fyrir meng- un frá skipinu svo og gæslu og önnur störf er þessu fylg- ir. Verið vandlát - það erum við! Hugsið ykkur gott til Glóðarinnar...

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.