Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 7
_________________Fimmtudagur 2. febrúar 1989 7 Stjórnunarkostnaður sveitarfélaga 1987: Langlægstur í Keflavík að meðaltali á hvern íbúa Lokið er verulegum endur- bótum á Hafbergi GK 377 frá Grindavík. Fóru breytingar þessar fram hjá Stálsmiðjunni h.f. í Reykjavík og kostuðu um 35 milljónir króna. Eftir er skipið nú sem nýtt. Settur var bakki að framan og nýr skutur. Var skuturinn sleginn út og við það var skipið lengt um 1,50 metra. Um leið var ný brú sett á og allar vistar- verur endurnýjaðar undir brúnni þ.m.t. borðsalur, eld- hús, salerni og íbúðir, að því er fram kemur í Fiskifréttum. Ein mesta breytingin er þó fólgin í því að sett var nýtt vindukerfi í skipið en fram að þessu hefur Hafbergið nánast aðeins verið á netum. Nú opn- ast því möguleikar á togveið- um. Þá voru settir um borð nýir kranar og lyftir annar 16 tonn- um en hinn 9 tonnum. Þá var einnig aukið við tækjakost í brú skipsins. Fyrir breytingar þessar var Hafljergið 162 tonna skip. Það er upphaflega smíðað íNoregi 1962 ogeríeigu Hælsvíkurh.f. í Grindavík. Samkvæmt Árbók sveitar- félaga var stjórnunarkostnað- ur sveitarfélaga á Suðurnesj- um langlægstur í Keflavík. Þar voru meðaltekjur með því lægsta á hvern íbúa. Það byggðarlag sem mestu varði til íþróttamála það ár var Mið- neshreppur. Á næstunni munum við birta fleiri tölur úr þessari at- hyglisverðu bók. En á næstu árum eru litlar breytingar fyr- irsjáanlegar í þessum efnum nema hvað útboð Flugleiða á þjónustu í Leifsstöð og fast- eignagjöld af þeirri byggingu koma til með að breyta tekju- er fær verkið greiða aðstöðu- gjöld alfarið til Miðneshrepps, eins og nú er með fasteigna- gjöld af byggingunni. Eins sjá menn fram á breyt- ingar varðandi tekjur er runn- ið hafa til Hafnahrepps, en þar sem aðalstöðvar ÍÁV flytjast nú í lögsagnarumdæmi Njarð- víkur munu tekjur Hafna- hrepps af þessari starfsemi renna þangað í framtíðinni. Ef tölurnar hér að framan eru skoðaðar nánar kemur vel í ljós að stjórnunarkostnaður er í engu samræmi við meðal- tekjurnar, ekki heldur sá stóri kostnaðarliður sem íþrótta- málin eru víða. Eins geta menn séð í fljótu bragði að í sameig- inlega þættinum er nú greitt eftir höfðatölureglu. Ef þar væri farið eftir tekjum á hvern íbúa gæti núverandi hlutfall sveitarfélaganna raskast nokkuð. T.d. myndi hlutdeild stærsta byggðarlagsins, Kefla- víkur, breytast úr 48% meðal- tali í 45%. \tiKun juiiit Hafberg GK 377 eftir breytingarnar. Ljósm.: Fiskifréttir. 35 milljón kr. endurbótum lokið Byggðarlag: Stjórn. kostn. Meðal- tekjur íþrótta- mál Kcflavík 3.800 47.000 3.100 Grindavík 5.200 57.000 2.600 Njarðvík 5.800 58.000 4.100 Miðneshreppur 6.700 52.000 4.600 Gerðahreppur 6.200 49.000 1.400 Vatnsleysustr.hr. 8.000 45.000 205 Hafnahreppur 17.700 \ 95.000 1.500 Ef við skoðum þessa þrjá þætti hjá sveitarfélögunum miðað við hvern íbúa kemur margt forvitnilegt í ljós. hlið Miðneshrepps verulega. Áður en kom að útboði Flug- leiða borgaði það fyrirtæki landsútsvar en nú mun sá aðili Veislueldhús Flugleiða, flugstöð Sértilboð fyrir ferminguna VEISLUMATUR Á VÆGU VERÐI •KALTBORÐ • HEITUR MATUR • POTTRÉTTIR • SJÁVARRÉTTIR • BRAUÐTERTUR • SNITTUR • KOKTEILPINNAR KALT BORÐ • GRAFLAX • FISKIHLAUP • 2 TEG. SÍLD • SVÍNAHAM- BORGARSTEIK • ROAST BEEF • LAMBAMEDALÍUR • KJÖTPINNAR -barbique • GRÆNT SALAT i • KARTÖFLUSALAT • BRAUÐ OG SMJÖR • 2 TEG. KALDAR SÓSUR • HEIT SÓSA ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS I 1300 kr. pr. mann LANUM LEIRTAU EF VEISLAN ER KEYPT HJA OKKUR 12 manna Aðeins kr. 1 brauðtertur 1900 Pantið tímanlega í SÍMA 50246 - 50235 KAFFISNITTUR fyrir ferm- inguna - Aðeins kr. 52. Flugleiðir hf.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.