Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 02.02.1989, Blaðsíða 9
yfX'ro Ljósm.: hbb. Ástralíuf'arinn, Ujarni Gunnar ívarssun. Til Ástralíu sem skiptinemi: Verðlaun fyrir góð- an námsárangur í endaðan janúar hélt 16 ára piltur úr Njarðvíkj Bjarni Gunnar ívarsson, til Astralíu ásamt félaga sínum úr Innri- Njarðvík, Gesti Péturssyni. Það er frekar sjaldgæft að íslenskir nemendur fari til Ástralíu sem skiptinemar en þó hafa a.m.k. sex unglingar af Suðurnesjum farið þangað, allir úr Njarðvík. Víkurfréttir heimsóttu Bjarna um síðustu helgi og forvitnuðust örlítið um það sem framundan er og forsöguna að þessari ferð. Upphafið að þessu öllu sam- an liggur í loforði stjúpföður Bjarna þess efnis að ef hann myndi ná góðum prófum í 9. bekk þá fengi hann að fara til útlanda sem skiptinemi. Ann- ars hefur Bjarni fengið góðan undirbúning fyrir skiptinem- ann, því fyrir tveimur árum síðan var hann í Englandi við nám í sex vikur og náði þar góðum árangri í ensku. Bjarni er sá yngsti sem sam- þykktur hefur verið sem skiptinemi á vegum skipti- nemasamtakanna ASSE, en hann var aðeins 15 ára þegar Ástralíuferðin var ákveðin. En nú er langt ferðalag fyrir hönd- um. Við báðum Bjarna að lýsa flugleiðinni. „Eg byrja á því að fljúga til Danmerkur og þar verðurgist í einn dag. Þaðan fer ég til Los Angeles í Bandaríkjunum og strax til Oakland á Nýja-Sjá- landi. Þaðan fer ég til Sidney í Ástralíu og verð þar á austur- ströndinni, á búgarði, í einu fallegasta héraði álfunnar, 5- 600 kílómetrum fyrir austan Sidney. Ég verð þarna úti í ell- efu mánuði og á von á því að ég komi aftur til íslands á bilinu 18.-23. desember“ sagði Bjarni Gunnar ívarsson að lokum. V.S.F.K.: „Málshöföun mun skaða samskiptin við Flugleiöir" Hvert stéttarfélagið af öðru hefur sent frá sér mót- mæli vegna málshöfðunar Flugleiða h.f. á hendur Verslunarmannafélagi Suð- urnesja. Það síðasta er að Verkalýðs- og sjómannafél- ag Keílavíkur og nágrennis bætist í þann hóp en á stjórn- arfundi VSFK þann 27. janúar var eftirfarandi sam- þykkt gerð til stuðnings Ve'rslunarmannafélagi Suð- urnesja: .„Stjórn Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis fordæmir máls- höfðun Flugleiða h.f. á hend- ur Verslunarmannafélagið Suðurnesja. Gegnir það furðu að fyrirtæki með jafn viðkvæman rekstur og flug- samgöngur eru skuli iáta Vinnuveitendasambandið teyma sig til svo óviturlegra verka. Areiðanlegt er að þessi málshöfðun mun skaða samskipti Flugleiða h.f. og viðsemjenda þeirra.“ i Fimmtudagur 2. febrúar 1989 Iristinum Nú þreyjum við þorrann og allt sem honum tilheyrir ★★★★★★★★★★★★★★★ ÞORRAMATUR ■»★★★★★★★★★★★★★★ Ljúffengir þorrabakkar til að borða á staðnum eða fara með heim. ÞORRA-HLAÐBORÐ á sunnudag. Tökum að okkur ÞORRABLÓT GOTT VERÐ Fermingarveislur Erum farnar að taka á móti pöntunum fyrir fermingarveislur. Heitur og kaldur matur, brauðtertur og smttur. ^cTVIatStofaTi dNiuunn Hólagötu 15 - Simi 13688 Njarðvik ^=M Bolla bolla Rjómabollur - Vatnsdeigsbollur - Púns-, jarðarberja-, rúsínu- og Berlínarbollur. FYRIRTÆKI PANTIÐ TÍMA NLEGA 5% magnafsláttur. Sigurjónsbakarí Hólmgarði, s. 15255 Samkaup, s. 15256 Flugvöllur, s. 15276 SJÁENDUR - SPÁDÓMAR OG FRAMTÍDARSÝN .. ■ FYLGIST ÞÚ MEÐ?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.