Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.1989, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 23.02.1989, Blaðsíða 7
vlinun Fimmtudagur 23. febrúar 1989 7 juWt Bjórinn af- greiddur í Hólmgarði Nú um mánaðamótin, þegar bjórafgreiðsla verður leyfð, munu afgreiðslur ÁTVR í Ketlavík verða tvær að tölu. Bjórsalan mun fara fram í Hólmgarði 2, þar sem afgreiðslan mun verða í framtíðinni, en á gamla staðnum mun áfengið verða selt áfram. Mun þessi háttur vera við hafður um einhvern tíma a.m.k. en stefnt er að því að í framtíðinni verði öll af- greiðsla i áfengisversluninni að Hólmgarði 2. Eldhlæring- ar í skor- steini Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst tilkynning aðfaranótt sunnudagsins um eldglæringar frá skorsteini húss nokkurs og höfðu þær sést nokkuð lengi. Er slökkviliðið kom á vett- vang reyndist lítil hætta á ferðum, því íbúar hússins voru einfaldlega að kveikja upp í arni hússins. Suðurnes: Unnið af kappi í loðnu- fryst- ingu Nú er unnið af kappi í mörgum frystihúsum á Suð- urnesjum við loðnufrystingu og keppast loðnubátarnir við að ná sem mestu á land, en nú er einungis dagaspursmál hvenær loðnan hrygnir. Er loðnan nokkuð misjöfn sem kemur upp úr bátunum. Meðfvlgjandi ntyndir voru teknar á sunnudag. Sýnir önn- ur þeirra þegar verið er að landa úr Dagfara í Njarðvík- urhöfn, en' hin er tekin í Grindavík á sunnudagskvöld- ið og sýnir þar fulla þró af „afkastsloðnu“ frá loðnu- frystingarfyrirtækjunum og því má búast við að það rjúki hressilega úr strompi bræðsl- unnar í Grindavík á næstunni. Ljnnið \:n að löndun úr Dagtara Irá Sandgerði i Njarði ikurliiiln á sunnii- dag. Mikil „törn" cr nú á loðnuniiðunum og þá goll að gela slappað al úli i glugga |)t'gar í land er komið. I.jósinyiulir: libb. frystiliúsunum al Siiðurnesjuin og einnig af loðnu semekki fór lil vinnslu í husunum. Miðneshreppur: Staðsetn- ing Leifs- stöðvar samsvar- ar 20% tekjuauka Staðsetning Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í landi Miðneshrepps samsvarar nærri 20% tekjuauka fyrir Miðneshrepp í formi að- stöðu-, fasteigna- og bygg- ingaleyfisgjalda. í krónum talið er hér um rúmlega 20 milljónir að ræða. Áð sögn Stefáns Jóns Bjarnasonar, sveitarstjóra Miðneshrepps, varð stað- setningin því eins og góður happdrættisvinningur fyrir sveitarfélagið, því flestir þeirra aðila sem eru með ein- hverja starfsemi í flugstöð- inni skila reglulega tekjum af starfseminni til sveitarsjóðs. Þó eru einhverjir sem standa ekki eins vel í skilum. Hefur Miðneshreppur því kært við- komandi aðila fyrir að standa ekki í skilum. Norska veðurathugunarduflið, sem áhöfn Unu í Garði fann á reki, óvirkt, utan við Sandgerði nýverið. Ljósm.: hbb Una I Garði fann veðurdufl Áhöfn Unu í Garði GK 100 sigldi nýverið fram á gult sérkennilegt dufl út af Sand- gerði. Tóku skipverjarnir duflið um borð og kom þá í ljós að um var að ræða norskt veðurathugunardufl. Er duflið nú geymt utan við Nesfisk hf. í Garði en það var skaddað og óvirkt þegar Una í Garði sigldi f'ram á það. Er nú beðið eftir því að starfsmenn frá Veðurstofu Islands komi og taki duflið í sína vörslu og komi því til eiganda, en það er framleitt og skráð í Tromsö í Noregi. hans Rúnars Marvins í SAMKAUP! Já, við bœtum sífellt við nýjungum í kjötborðið okkar, sem er sneisafullt af kjöti og fiski, að ógleymdum salatbarnum. - Um helgina kynnum við marineraðar gellur, sem Rúnar Marvinsson, hinn lands- þekkti meistarakokkur, hefur útbúið fyrir okkur . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.