Víkurfréttir - 23.02.1989, Blaðsíða 3
\)iKiin
ttitm
Félagar í björgunarsvcilinni Ægi rcka töliildin Ijögur i lund al'tur, cn |iau voru komin um 50 m út í sjó. Ljósm.: hbb.
Garður:
Fjðrir hestar á sundi
Fyrir snarræði björgunar-
sveitarmanna í Garði tókst að
koma í veg fyrir að fjögur
hross færu sér að voða á sundi
síðasta laugardag.
Hestamaður í Garði hafði
misst ftmm folöld úr girðingu
á laugardeginum og höfðu
þau orðið hrædd þegar reynt
var að ná þeim aftur í girðing-
una og tóku til fótanna og
struku. Fóru fjögur þeirra í
fjöruna neðan við Gauks-
staði, en það fimmta var á
hlaupum á túninu þar fyrir
ofan.
Þar sem séð var að ekki
tækist að fá hrossin í land aft-
ur og mikil hætta var á að þau
tækju það til ráðs að synda á
haf út var björgunarsveitin
Ægir kölluð til. Var slöngu-
bátur sveitarinnar sjósettur
við Gerðabryggjuna, en um
það leyti héldu hrossin fjögur
til sunds.
Hélt slöngubáturinn þegar
á móti hrossunum, sem hafa
verið búin að synda um 50
metra á haf út. Tókst að snúa
þeim til lands að nýju og voru
þau aðframkomin eftir sund-
ið, en tóku þó á rás upp Gauk-
staðatúnið svonefnda og tókst
skömmu síðar að hemja þau.
Var haft á orði eftir björg-
unina að ef björgunarsveitin
hefði komið mínútu síðar á
vettvang, þá hefðu hrossin
farið sér að voða en betur fór
en í fyrstu á horfði.
Fimmtudagur 23. febrúar 1989 3
SmSTOFMKM
Morgun- og kvöldhópur að byrja.
Innritun í fullum gangi.
Grípið t ækifærið og skráið
ykkur strax.
Arnþrúður B. Árnadóttir,
skrifstofutæknir,
útskrifuð jan. ’89:
„Námið var mun yfirgrips-
meira en ég hafði haldið. Það
hitti beint í mark hjá mérenda
voru kennararnir frábærir og
námið ítarlegt. Það var mjög
ánægjulegt að hitta og starfa
með því fólki sem var á nám-
skeiðinu.
Eg sé ekki eftir því að hafa
fjárfest í skrifstofutækninámi,
því það skilar sér margfalt til
baka.“
Nám í skrifstofutækni opnar þér nýja möguleika
í starfi. Kenndar eru allar helstu viðskipta- og
tölvugreinar, sem gera þig að úrvals starfskrafti.
Innritun og upplýsingar í símum
91-687590 & 686709.
LO.
LTölvufræðslan
1 llollsgötu 52 - Njuiöiik
Borgartúni 28, Kcykjavik
Rokkdans:
Par úr Sandgerði
íslandsmeistarar
_ Ungt par úr Sandgerði,
Ólöf Valdís Ragnarsdóttir og
Viggó Maríusson, varð ís-
landsmeistari í yngri riðli í Is-
landsmeistaramótinu í rokk-
dansi, sem haldið var á vegum
Dansráðs íslands og
skemmtistaðarins Hollywood
um helgina. Sex pör dönsuðu
til úrslita og báru þau Ólöf og
Viggó sigur úr býtum, en þau
eru 13 og 12 ára.
Að sögn Auðar Haralds
danskennara hóf parið nám i
dansinum á síðastliðnu hausti
í Dansskóla Auðar Haralds í
Keflavík. Sigruðu þau með
yfirburðurft en allir keppend-
ur í úrslitum rokkdansins
komu frá Dansskóla Auðar
Haralds.
Loðnufrysting:
HK tekið á leigu
íslenskur gæðafiskur í
Njarðvík hefur tekið á leigu
frystihús Hraðfrystihúss
Keflavíkur. Að sögn Jóns
Gunnarssonar hjá íslenskum
gæðafiski er leigutíminn með-
an loðnufrysting stendur yfir.
Auk þessa rekur fyrirtækið
áfram frystihús sitt í Njarð-
vík en hugmyndin er að vinna
vaktavinnu við loðnufrysting-
una og var þegar búið að
vinna eina 28 klukkustunda
törn fyrir helgi. Er það helst
að staðið hefur á nægu hrá-
efni til að slík vinnsla gæti far-
ið fram en þó var útlitið bjart-
ara í þeim efnum er blaðið
hafði samband við Jón á
mánudag.
Fjör á föstu- (SjldMMti
dagskvöldi
Diskótek frá kl. 23 til 03.
Aldurstakmark 18 ára. Snyrtilegur
klæðnaður. Sjáumst hress.