Víkurfréttir - 23.02.1989, Blaðsíða 20
mun
ýtitUí
Fimmtudagur 23. febrúar 1989
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717.
Tvær í
öruggum vexti.
Sparisjóðurinn
-fyrir þig og þína
Loðnuvertíðin:
3200 tonn á land
í síðustu viku
Loðnubátar Suðurnesja-
manna báru rúmlcga 3200
tonn af loðnu á land til vinnslu
í síðustu viku og um belgina.
Sunnuberg landaði tvisvar í
síðustu viku í Cirindavík, rúm-
lega 800 tonnuin, og Háberg-
ið 1000 tonnum i tveim lönd-
unum. Þá landaði Vaðlaberg-
ið einu sinni, 311 tonnum, og
Keflvíkingur einnig einu sinni,
289 tonnum af loðnu í Grinda-
vík.
í Njarðvík hafði Dagfari
landað tvisvar sinnum í síð-
ustu viku, samtals 670 tonn-
um, og Kcflvíkingur einu
sinni, 166 tonnum.
Á mánudagsmorgun var
verið að landa fullfermi úr
Háberginu í Grindavík, 650
tonnum, en þá hafði einungis
liðið sólarhringur frá því skip-
ið hafði landað síðast í
Grindavík. Nú er unnið af
kappi í frystihúsunum hér á
Suðurnesjum við það að
frysta sem mest og loðnuskip-
in kcppast við að ná sem
mestu á land áður en loðnan
hrygnir, en senn líður að því.
1 —
m ' — * mmm l ííílllL
TRÉ : /\
SPON PARKETT
TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700
Sandgerði:
Flestir
bátar
á sjö
um
helgina
Flestir Sandgerðisbáta fóru
á sió um helgina ogsvo virðist
vera sem brúnin sé örlitið að
lyftast á sjómönnum sem gera
út frá Sandgerði. Starfsmaður
á hafnarvigtinni tjáði okkur að
bátur einn hefði farið í fyrsta
skipti á sjó á sunnudaginn var
frá 5. desember i fyrra.
Alls bárust 458,7 tonn á
land í Sandgerði í síðustu viku.
Aflahæstir í net voru Arney
með 47,5 tonn í fimm róðrum,
Sæborg með 39,7 tonn í þrem-
ur róðrum og Hafnarberg með
29,8 tonn í fimm róðrum.
Af línubátum var Jón
Gunnlaugs með 32,7 tonn í
tveimur róðrum, Una i Garði
með 23,8 i tveimur og Freyja
með 22,4 tonn í tveimur. Af
smærri Iínubátum var Ragn-
ar með 12,2 í fjórum róðrum
og einnig Sóley úr fimm
róðrum. Þá fékk Sleypnir 8,3
tonn úr tveimur róðrum.
Léleg veiði var hjá drag-
nótabátum og fékk Baldur 5,1
tonn, Bliki 4 tonn og Haförn 3
tonn, allir í þremur róðrum.
Skuldastaða Keflavíkurbæjar:
Betri staða um áramót
Skuldastaða Keflavíkur-
bæjar við sameiginlega rekin
fyrirtæki á Suðurnesjum hef-
ur örlítið batnað samkvæmt
því er hún var um mánaða-
mót. En þá skuldaði Kefla-
víkurbær tæpar 35 milljónir
til þessara fyrirtækja.
Sundurliðun er þannig við
einstök fyrirtæki:
Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum .. 2,5 milljónir
Fjölbrautaskólinn,
inneign .......... 143 þúsund
Heilsugæslustöð
Suðurnesja...... 7,8 milljónir
Sjúkrahús Keflavíkur-
læknishéraðs...... 2,1 milljón
Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja ..... 2,7 milljónir
Dvalarheimilin .. 9,2 milljónir
Hitaveita
Suðurnesja .... 10,6 milljónir
Eins og sést á þessu eru
skuldir alls staðar nema hjá
Fjölbrautaskólanum. Eftir
sem áður er bæjarfélagið
stórskuldugt og veldur það
viðkomandi fyrirtækjum
nokkrum erfiðleikum.
Létt sveifla í
Félagsbíói
l.éttsveil Tónlistarskúlans i kellavík. ásamt hljómsveit l'rá Akranesi,
munu koma fratn jt tónleikum, sem haldnir verða í 1 elagsbiói i Kel'la-
vík n.k. laugardag, og spila fjölmörg þekkl lög. Heljast lónleikai nir
kl. 17 og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn - Meðlylgjandi
Ijósmynd tók l’áll Ketilsson á ælingu l.eltsveitarinnar nýverið.
Staðgreiðsla kemur
við sveitarfélögin
c
I c^p ’
hef Itlerað að Njarðvikingar
verði ekki boðnir í opnunar-
kokteilinn i haust. þegar
útilaugin opnar . . .
Breytingin á staðgreiðslu
skatta og innheimtu í gegn
um Gjaldheimtu Suðurnesja
hefur valdið nokkrum vand-
kvæðum hjá hinum ýmsu
sveitarfélögum á Suðurnesj-
um. Áður en þetta kerfi var
tekið upp komu tekjurnar
jafnt og þétt til sveitarfélag-
anna og mest á eindaga, sem
er 15. hvers mánaðar.
Nú koma tekjurnar að
mestu í einni greiðslu sem
kemur 25. hvers mánaðar,
þ.e. 10 dögum eftir eindaga.
1 einstaka tilfellum koma
þessar tekjur þó þann 18., en
þar er um undantekningar
að ræða að sögn Stefáns Jóns
Bjarnasonar, sveitarstjóra
Miðneshrepps og formanns
SSS.
Þórarinn St. Sigurðsson,
sveitarstjóri Hafnahrepps,
sagði í samtali við blaðið að
vegna þessa þyrftu sveitar-
félögin í raun að aðlaga sig
breyttu innstreymi á fjár-
magni og gæti sú aðlögun
tekið allt upp í tvö ár.