Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 23.02.1989, Blaðsíða 16
MlKUn 16 Fimmtudagur 23. febrúar 1989 | jUUit FUNDIR - MANNFAGNAÐIR - ATVINNA - ATVINNA - ATVINNA - TON- LEIKAR Létt sveifla í Félagsbíói laugardaginn 25. febrúar kl. 17.00. Léttsveitir tónlistarskól- anna á Akranesi og í Keflavík leika. Að- göngumiðar seldir við innganginn. Tónlistarskólinn í Keflavík Loksins - Loksins verða eldri dansarnir í KK-húsinu, uppi, laugardaginn 25. febrúar. Tríó Þorleifs leikur og syngur frá 22-03. Mætum öll í stuði. ATH. Þetta eru síðustu eldri dansarnir í vet- ur. Þingeyingafélagið Herrakvöld H.R.K. Herrakvöld H.R.K. verður haldið föstu- dagskvöldið 24. febrúar kl. 19:30 á Glóð- inni. Almennur dansleikur hefst svo kl. 23:30 og stendur til 03:00. Dönsk neklardansmær kemur fram um miðnætti. Miðaverð kr. 500. Uppl. hjá Malla í síma 15258. Fjölmennið. H.R.K. Aðalfundur D-álmu samtakanna verður haldinn 4. mars n.k. kl. 14.00 að Hótel Kristina í Njarðvík. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur Björgunarsveitin Stakkur heldur aðalfund þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20:00 í Stakks- húsi, Iðavöllum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin ATVINNA Starfskraftur óskast í hálft starf við afgreiðslu. Einnig óskast starfskraft- ur í hlutastarf. Upplýsingar gefur verslunarstjórinn á staðnum, að Hafnargötu 88. Á.T.V.R. ATVINNA Iðnsveinafélag Suðurnesja vill ráða húsa- smið til mælingastarfa fyrir félagið. Einhver tölvu- og bókhaldskunnátta æskileg, ekki skilyrði. Upplýsingar um fyrri störf. Um- sóknarfrestur til 15. mars n.k. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu félagsins, símar 12976 og 15144. Stjórnin SJOMENN Vélstjóra, vélavörð og háseta vantar á m.b. Jóhannes Jónsson KE til netaveiða og síð- an humarveiða. Upplýsingar gefnar í síma 68413 (skipstjóri) og í símum 15791 og 15792. Háseti óskast Vanur háseti óskast á Búrfell KE til netaveiða. Upplýs. í síma 14914. ATVINNA Ferskfiskmatsmaður óskast. Uppl. í síma 27027 eftir kl. 19. Njarðvíkurbær Framtíðarstarf Njarðvíkurbær óskar eftir að ráða starfsmann í u.þ.b. hálfa stöðu. Starfið felst annars vegar í því að vera fulltrúi bygginganefndar og hins veg- ar í almennum skrifstofustörfum. Tækniteiknaramenntun æskileg. Bæjarstjóri Fjölskyldu kaffi Sunnudaginn 26. febrúar mun Foreldra- og kennara- félag Grunnskóla Njarðvík- ur vera með kaffisölu í Sjálf- stæðishúsinu í Njarðvík. Húsið verður opið frá kl. 15:00 til 18:00. Verð liyrir fullorðna er 300 krónur og fyrir börn 100 krónur. Pabbar, mömmur, afarog ömmur - mætum öll með börnin. Foreldra- og kennarafélag Grunnskóla Njarðvíkur. Foreldraíélag 6. fl. ÍBK: Fundur í kvöld Síðastliðinn fimmtudag var haldinn fundur hjá for- eldrafélagi 6. fl. I.B.K., knattspyrnudeild. Mæting á fundinn var vægast sagt léleg því aðeins 4 mættu. Var ákveðið að gera tilraun til að halda annan fund í kvöld, fimmtudag 23/2, þar sem ræða þarf starfsemi deildar- innar í sumar. Ljóst er að ef mæting verður léleg mun starfsemi 6. fl. liggja niðri í sumar. Fundurinn verður haldinn í íþróttavallarhús- inu við Hringbraut og hefst kl. 20.30. Foreldrafélag 6. fl. Í.B.K. Elli Jöns í bæjarráð Sú missögn var í síðasta tölublaði að sagt var að byggingaleyfisumsókn Tré- smiðju Ella Jóns hafi verið hafnað í bæjarstjórn. Hið rétta er að Anna Margrét Guðmundsdóttir bar upp tillögu um að vísa því aftur til bæjarráðs, en bygginga- nefnd hafði samþykkl málið og Skipulag ríkisins hafnað því. Sú tillaga var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur fyrir rúmurn tveimur vikum. 3 ný fyrirtæki Þrjú smáfýrirtæki hafa verið stofnsett í Keflavík og Njatðvík að undanförnu skv. tilkynningum í Lögbirtinga- blaðinu nú nylega. Fyrirtæki þessi bera nöfnin Sorp- hreinsun Suðurnesja, ARP s.f. og Flatbakan s.f. Sorphreinsim Sudurnesja er stofnsett af Birgi Elíassyni í Kellavík til að annast sorp- hirðu og rekstur bifreiða og tækja til sorphirðu. ARP s.f er heild- og smá- söluverslun í Keflavík sem þeir Árni Gunnarsson og Páll Gunnarsson hafa sett á stofn. Flatbakan s.f. er staðsett í Njarðvík til framleiðslu og sölu matvæla. Stofnendur eru Friðfmnur Einarsson og Lilja Pétursdóttir í Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.