Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.1989, Side 1

Víkurfréttir - 02.03.1989, Side 1
mun SBK kaupir Steindór í framhaldi af athugun Sérleyfisbifreiða Keflavíkur á hagkvæmni sameiningar við hópferðabifreiðarekstur Steindórs Sigurðssonar var Steindóri gert tilboð í rekst- ur hans á mánudag. Hefur Steindór nú tekið tilboði þessu með smávægilegum breytingum. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið nokkuð ör- uggt að þar með verði kaup þessi að veruleika en bæjar- stjórn Keflavíkur mun þó eiga síðasta orðið í þeim efn- um á fundi sínum á þriðju- dag. Enn hefur þó ekki verið fastákveðið hvenær afhend- ing rekstursins fer fram en þau mál munu þó skýrast á næstu dögum. Auk hópferð- aaksturs hefur Steindór m.a. séð um skólaakstur, akstur með vinnuhópa, strætis- vagnaakstur milli hverfa í Njarðvík og til Keflavíkur og sérleyfisferðir milli Keflavík- ur og Grindavíkur. áfengi út af vellinum. Mun smygl þetta hafa staðið yfir í nokkra mánuði. Hafa Bandaríkjamennirn- ir játað að hafa selt íslend- ingunum áfengið. Er málið þó enn í rannsókn en Þorgeir taldi þó ekki stætt á því að /hafa mennina í gæsluvarð- haldi. Hótel Keflavík tekur Kristínu á leigu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum standa nú yfir - samningar ntilli Hótels Kristínu í Njarðvík og Hót- els Keflavík um að síðar- nefndi aðilinn taki hitt hótel- ið á leigu. Bæði hótelin mun þó verða rekin áfram undir nú- verandi nöfnurn. Með þessum leigusamn- ingi telur Hótel Keflavík sig hafa yfír jafn miklu hótel- plássi að ráða og Flug Hótel. Eftir að þessi leigusamn- ingur hefur verið gerður og Steindór selt bíláflota sinn og reksturinn til SBK er að- eins eftir húspláss þar sem verkstæði Steindórs er nú með til ráðstöfunar af eigum Steindórs að Holtsgötu 49 í Njarðvík. 9. tbl. 10. árg. Fimmtudagur 2. mars 1989 Fegurðardrottning Suðurnesja krýnd á laugardag Fegurðaidrottninf’ Suðurnesja 1989 verður valin í Glaumbergi n.k. laugardagskvöld. Stúlkurnar hafa verið ístöðugum tejingum frá ára- mótum og er nú komið að stóru stundinni. Stúlkurnar níu, sem þátt taka, heita (efri röð f. v.J: Guðmunda Sigurðardóttir, Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir, Þórdís Árný Sigurjónsdóttir, Linda Olafsdóttir og Valdís Asta Aðalsteinsdóttir. Meðri röð frá vinstri: Súsanna Fróðadóttir, Helga Jóhannsdóttir, Elfa Guttormsdóttir og Una Kristín Stefánsdóttir. Ljósm.:pket. 9000 tonn af loðnu Nú cr búið að landa rúm- lega 9000 tonnum af loðnu hér á Suðurnesjum síðustu tvær vikur, þar af um 6000 tonnunt í vikunni sem leið. í Keflavíkurhöfn landaði Dagfari einu sinni 440 tonn- um. Sjávarborg landaði ljór- um sinnum í Sandgerði í síð- ustu viku, samtals 2620 tonnum og Dagfari þrisvar, 970 tonnum samtals. I Grindavík iandaði Hábergið tvisvar, samtals 776tonnum, Sunnuberg einu sinni, 432 tonnum, Keflvíkingur tvisv- ar, samtals 650 tonnum og Vaðlaberg 170 tonnunt úr einni ferð. Loðnan sent borist hefur á land hefur verið mjög smá, sem hefur verið vandamál. Frystingu er nú víðast hvar Iokið, en nú er verið að und- irbúa fyrirtæki til hrogna- töku en hún geturstaðið yfir í um hálfan ntánuð. Smygl af Vellinum: Á 2. hundrað flöskur Fjórir íslendingar og þrír bandarískir hermenn hafa að undanförnu verið í ströngum yfirheyrslum hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Þorgcirs Þorsteinsson- ar, lögreglustjóra, hafa bandaríkjamennirnir játað að hópurinn hafi smyglað á annað hundrað flöskum af Hitaveituvatn til íþróttamannvirkja: 70% lækkun „Mikið hagsmunamál fyrir okkur“, segir Hafsteinn Guðmundsson Stjórn Hitaveitu Suður- nesja hefur samþykkt að lækka útsöluverð á heitu vatni til sundlauga og íþróttamannvirkja niður í 30% af útsöluverði, eða úr 42 kr. tonnið í 12,60 kr. Er gjaldtakan þá svipuð og hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Að sögn Hafsteins Guð- mundssonar, formanns íþróttaráðs Keflavíkur, nota íþróttainannvirkin í Kefla- vík 150 tonn af heitu vatni á sólarhring, þar af sundlaug- in 100 tonn. Eftir að nýja laugin verður komin í gagnið verður notkunin 250-300 tonn á sólarhring. Miðað við þetta er lækk- unin þegar l'A milljón króna á ári, eins og málin eru í Keflavík í dag, en sparnaður- inn mun nema um 2/i millj- ón þegar sundmiðstöðin verður komin í gagnið. „Þetta er því mikið hags- munamál fyrir okkur. Er íþróttaráð því mjög þakklátt stjórn hitaveitunnar fyrir þessar breytingar," sagði Hafsteinn.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.