Víkurfréttir - 02.03.1989, Blaðsíða 12
víkuh
12 Fimmtudagur 2. mars 1989
HJÓLHÝSI
’89 módelið af 16 feta Monza er
komið. Eigum einnig eitt ’88 árgerð
af 28 feta hjólhýsi (viðarklætt).
Húsin eru einnig fáanleg á Spáni upp
komin á lóð.
H. Hafsteinsson
Skútuhrauni 7
Sími 91-651033
og 985-21895
ATVINNA
Starfskraftur óskast i Þvottahöllina. Hálfs-
dagsstarf kemur til greina. Upplýsingar á
staðnum, Grófinni 17 a.
L
v.J ik Þvottahöllin
M x . ,,
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát litla drengsins okkar og bróður,
ÁSTÞÓRS HELGASONAR,
liirkitcig 37, Kcriavik.
F.h. aðstandenda
Astriður Sigþórsdóttir Helgi Sveinbjörnsson
Sólveig Harpa Helgadóttir Skúli Hclgason
Greiðslukortaþjónusta
VÍKURlRÚniR
Keflavík:
Sambýli fyrir
geðsjúka
Á fundi bæjarstjórnar
Keflavíkur í síðustu viku
lögðu þeir Garðar Oddgeirs-
son og Ingólfur Falsson
fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Keflavíkur
samþykkir að koma upp
„sambýli" (eða áfangastað)
fyrir geðsjúka. Skal það gert
svo fljótt sem nokkur kostur
er.“
í greinargerð með tillögu
þeirra féldga segir að ntikil
þörf sé á að koma upp að-
stöðu fyrir geðsjúka í Kefla-
vík. Til að bvrja með er mest
aðkallandi að koma upp
dagvistun fyrir þessa sjúkl-
inga. I dag er enginn staður í
Keflavík, þar sent þessir
sjúklingargeta dvalist, nema
í heimahúsunv. Mjög erfitt sc
að fá inni á sjúkrahúsum eða
öðrum stofnunum, nenva í
skamman tíma hverju sinni.
Fékk tillaga þeirra Garð-
ars og Ingólfs jákvæða um-
fjöllun hjá bæjarfulltrúum,
sem töldu nauðsynlegt að
skoða hana vel. Var tillagan
borin upp og samþykkt að
vísa henni til umsagnar fél-
agsmálaráðs.
Hraunsvík eða
Baldvinsson
Uppi í slipp í Njarðvík hef-
ur síðan snemma í haust
staðið 56 tonna eikarbátur
sem ber nafnið Hraunsvík
GK 68 og er frá Grindavík,
að ætla mætti. Bátur þessi
var um svipað leiti og hann
kom í slippinn seldur til Ak-
ureyrar, þar sem Samherji
h.f. ætlaði sér að nýta kvóta
hans fyrir togara sína.
Síðar kom að því að út-
gerðin í Grindavík, sem áður
átti bátinn, keypti sér annan
bát sem átti að bera Hrauns-
víkurnafnið og númerið GK
68. Samkvæmt opinberum
skrám fékk sá bátur viðkom-
andi nafn og númer fyrir jól-
in og þá var sá eldri skráður
undir nafninu Baldvinsson
EA 410 í opinberum skrám.
En þó nú sé komið fram í
mars stendurgamli báturinn
enn uppi í Njarðvíkurslipp
með sama gamla nafni og
númeri.
Hraunsvík GK 68 í Njarðvíkurslipp í dag. Ljósm.: epj.
jutUi
Keflavík:
Rekstur
leiktækja-
salar
leyfður
Friðrik Srnári Friðriksson
hefur óskað eftir því að fá
leyfi fyrir uppsetningu leik-
tækjasalar að Hafnargötu 26
í Keflavík. Var málið tekið
fvrir á fundi bæjarstjórnar
Keilavíkur í síðustu viku og
cftirfarandi samþykkt:
„Bæjarstjórn Kellavíkur
samþykkir að uppfylltum
settum reglum að F. Smára
Friðrikssyni verði veitt leyfi
til reksturs leiktækjasalar að
Hafnargötu 26, Keflavík."
Var það Anna Margrét
Guðmundsdóttir sem bar
upp þessa tillögu og var hún
samþykkt samhljóða.
Alþjóðlegur
bænadagur
kvenna
Hinn alþjóðlegi bænadag-
ur kvenna verður í Y-Njarð-
víkurkirkju föstudaginn 3.
mars 1989 kl. 20.30.
I mörg undanfarin ár hal'a
konur á Suðurnesjum sam-
einast í bæn fyrsta föstudag í
marsmánuði. Á dagskrá
verður m.a. söngur, upplest-
ur, hugvekja og ýmis tónlist-
aratriði. Þessi dagur hefur í
mörg ár sameinað konur um
heint allan. Sú er von þeirra
er að þessum bænadegi
standa hér á Suðurnesjum að
svo megi eins verða'nú.
Undirbúningsnefndin
hvetur allar konur til að vera
með og eiga góða stund sam-
an í Y-Njarðvíkurkirkju um-
rætt föstudagskvöld.
SJOVA
ALMENNAR
Nýtt félag með sterkar rætur
UMBOÐSMAÐUR: GEIR REYNISSON
HAFNARGÖTU 54 KEFLAVÍK SÍMI 13099