Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.1989, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 02.03.1989, Qupperneq 16
16 Fimmtudagur 2. mars 1989 ATVINNA Starfsfólk vantar í almenna fisk- vinnu. JLÁJ —-—?—; ÍSLENSKUR GÆÐAFISKUR HF Brekkustíg 40, sími 14103. Bakaríið í Grindavík: Bakaranemi Bakaríið í Grindavík óskar eftir að ráða duglegan og reglusaman nema í bakaraiðn. Bílpróf æskilegt. Uppl. í síma 68554 og 68130. NUDDSTOFAN SÓLEY Hef opnað nuddstofu að Hafnargötu 37a, II. hæð, með gula sólbekkinn frá Sól- baðsstofunni Sóley. Slökunar- nudd m.a. gegn vöðvabólgu. Sími 11616 frá 18-22 mánud. til föstud. og frá 14-22 sunnudaga. vw \ \ \ i / / / /, .NUDDSTOFAN llafnargötu 37a, II. hæð - Keflavík Vilt þú eitthvað nýtt? N Whg&í&' TANGÓ TJARNARGÖTU 3 TANGÓ KEFLAVÍK TANGÓ LAUGAVEGI KRINGLUNNI Halldór Rafjnarsson, framkvæmdastjóri I lúsaness, við flugvallargirðinguna, þar sem byggingaverktakar al'Suður- nesjunt fá ekki að hjóða í framkvæmdir né vinna fyrir Í.A.V. Fyrir innan má sjá vinnuskúra I.A.V. oggluggaefni.en nú standa t.d. yl'ir byggingar á rúmlega 200 blokkaríbúðum fyrir Varnarliðið. Ljósm.: hbb. \>iKur< jUM% Næg verkefni í byggingaiðnaði á Keflavíkurflugvelli: „Fáum hvergi að koma nálægt" - segir Halldór Ragnarsson hjá Húsanesi Nú í vetur hefur verið unnið að því við Bolungarvík að reisa rat- sjárstöð og er það sama uppi á teningnum á Stokksnesi við Horna- fjörð. Á þessum stöðum fá heimamenn að bjóða í verkið og byggja. Á sama tíma er verið að byggja ratsjárstöð á Miðnesheiði og miklar framkvæmdir eru í Helguvík, en heimamenn eiga þess ekki kost að bjóða í verkið. Að vonum eru heimamenn óánægðir með þessa framvindu mála og tókum við tali nýverið Halldór Ragnarsson, framkvæmdastjóra Húsaness, en það fyrirtæki hefur orðið að leita út fyrir svæðið eftir verkefnum. í síðustu viku voru síðan um 60 tonn af tækjum fyrirtækis- ins sett í skip í Njarðvíkurhöfn og flutt austur á Höfn í Horna- firði, þar sem fyrirtækið mun reisa fjórtán íbúðirfyrirbæjar- félagið,- Hvert er álit Halldórs Ragnarssonar hjá Húsanesi? „Okkar álit er að íslenskir Að- alverktakar eigi að reyna að hafa fastan starfsmannafjölda í hverri iðngrein og ef það kemur þensla hjá þeim, þegar mikið er að gera, þá finnst okkur að Í.A.V. eigi að leita til fyrirtækjanna á Suðurnesj- um til þess að brúa bilið, sem myndast í þenslunni. Eins og ástandið er í dag, þá hörmum við mjög að þurfa að búa við þessi skilyrði, þar sem Keflavík er að verða svefnbær fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem eru næg verkefni í bygg- ingariðnaði en við fáum hvergi að koma nærri. Þungamiðjan og mergur málsins er sá að Islenskir aðal- verktakar hafa lausráðið til sín menn yfir sumartímann, þeg- ar mestar annir eru, og síðan sagt þeim upp fyrirvaralaust og þá erum við orðnir nokkurs konar ruslakista fyrir þá. Sem dæmi um það hvernig Í.A.V. verndar hagsmuni sína, þá veit ég að búið var að lofa Suðurnesjaverktökum að full- gera tvö fjölbýlishús að innan en þegar á reyndi, þá sendu Í.A.V. frá sér bréf þarsem þeir töldu að af tæknilegum ástæð- um gætu þeir ekki séð af því verkefni og drógu þeir verkið til baka.“ -Þetta verkefni sem þið eruð komnir í á Höfn í Hornafirði, er það þá neyðarúrræði meðan ekkert breytist hér á Suður- nesjum? „Á síðastliðnu ári gátum við útvegað 35 manns atvinnu í þessari iðngrein, en samdrátt- urinn hefur orðið mikill fyrir neðan girðingu og nú erum við einungis með 16 manns, þrátt fyrir þetta verkefni á Höfn. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem við þurfum að leita út fyrir svæðið eftir verkefn- um, því í hitteðfyrra tókum við að okkur að reisa seiðaeldis- stöð austur í Grímsnesi. Það má geta þess að Keflavíkurbær verður að sjá á eftir aðstöðu- gjöldum hvað þessi verk varð- ar, því þau gjöld greiðast í þeim byggðarlögum, þar sem verkið er unnið.“ -Er ekki kostnaðarsamt að þurfa yfir hálft landið til þess að fá verkefni? „Kostnaðurinn við það að koina tækjunum austurogaft- ur heim er um 800 þúsund krónur og þá er allt uppihald og ferðir starfsmanna eftir. Það gengur ekki upp að verktakar af Suðurnesjum þurfi að fara yfír hálft landið til þess að sækja verkefni og því hvet ég alla ráðamenn bæj- arins og þá sem áhrif hafa á at- vinnulífið að leggja þessu máli lið, því aðgerða er þörf,“ sagði Halldór Ragnarsson að lok- um. Tæki og efni í cigu Húsaness var selt um borð í strandfcrðaskipið Fsju og llutt til Hafnar i llornatiröi í síðustu viku. Ljósm.: epj. Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aörir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.