Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 8
\)IKUR TJARNARGÖTU 31a 8 Miðvikudagur 19. apríl 1989 Veiðimenn Fyrirhugað er að halda námskeið í fluguhnýtingum og fluguköstum ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í síma 15489 (Vilhjálmur) eða 68372 (Vilberg). Aðalfundur Y tri-Nj arð víkursóknar verður haldinn í safnaðarsal kirkjunnar, mánudaginn 24. apríl og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Vorið gerir vart við sig með ýmsum hætti. Eitt af einkenn- unum er þ"að að sjá má stang- veiðimenn stinga saman nelj- um með glaðlegum áhugasvip þegar fundum þeirra ber sam- an í dagsins önn. Þá eru þeir að ræða þær fréttir sem borist hafa úr veiðiánum og segja hverjir öðrum frá fyrirhuguð- um veiðiferðum á sumrinu. Hinn 1. apríl árhvertbyrj- ar sjóbirtingsveiðin. Á þeim tíma erennþáallra veðra von en veiðimenn láta það ekki á sig fá og halda vonglaðir til veiða. Hér á Suðurnesjum er starfandi öflugt stangveiði- félag, Stangaveiðifélag íýeflavíkur. Félagssvæðið er reyndar Suðurnesin öll þótt nafnið bendi til annars. Stangveiðifélagið hefur á leigu tvö sjóbirtingsveiði- svæði austur í Skaftafells- sýslu, Geirlandsá og Vatna- mót við Skafuá. Veiði hófst í Geirlands- ánni 1. apríl og hefur verið sérlega góð það sem af er. Það er kvóti á sjóbirtings- veiðinni þarna á vorin eins og á svo mörgum öðrum veiðiskap nú tii dags. Hverj- um veiðimanni er heimilt að veiða tíu ftska í tveggja daga veiðiferð, en þarna er heim- ilt að veiða með þremur stöngum. Keflavíkurkirkja: Sumardagurinn fyrsti, 20. apríl: Skátaguðsþjónusta kl. 11. Skátar aðstoða. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Laugardagur 22. apríl: Jarðarför Eyjólfs Guðjónssonar, Garðvangi, Garði/Heiðarbrún 15, Keflavík, fer fram kl. 14. Sóknarprestur Þessir krakkar héldu nýverið hlutaveltu að Garðavegi 9 í Keflavík og söfnuðu 450 krónum, sem þau hafa gefið tif Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs. Þau heita Davíð Guðbrandsson og Linda Jó- hannsdóttir. Ljósm.: hbb Þau heita Guðmundur Guðnason, Jónas Torfi Hreinsson og Bogga Björg Gunnarsdóttir og héldu nýverið hlutaveltu til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Ágóðann af hlutaveltunni, 900 krónur, hafa þau þegar afhent. Ljósm.: hbb Útfararþjónusta Lionsklúbbsins Garði. SÍMSVARI27960. Stangaveiðimennirnir, f.v.: Skúli Agústsson, Þórður Karlsson, Oddgeir Karlsson og Oli Færseth, voru annað holl- ið í Geirlandsá og fylltu kvótann með vænum fiski. Munið Lottó og Getraunir ÍBK. Ytri-Njarðvíkurkirkja Sumardagurinn fyrsti: Messa kl. 14 í tilefni 10 ára vígslu- afmælis kirkjunnar. Kirkjukórar Innri- og Ytri-Njarðvíkur syngja. Einsöngvari Guðmundur Sigurðs- son. Organisti og kórstjóri Gróa Hreinsdóttir. Ingigerður Sæm- undsdóttir leikur á trompet og Kjartan Már Kjartansson á fiðlu. Ritningartexta lesa Erna Agnars- dóttir, formaður systrafélagsins, og Árni Júlíusson, formaður sóknarnefndar. Sóknarprestur, sr. Þorvaldur Karl Helgason, prédik- ar og þjónar fyrir altari. Eftir messu býður sóknarnefnd, systra- félag og kirkjukór kirkjugestum veitingar í Stapanum. Kirkjan verður til sýnis sama dag frá kl. 17-19. Sóknarprestur Þar er skemmst af að segja að hvert veiðiholliðeftirann- að hefur nú undanfarið fyllt þennan þrjátíu fiska kvóta. Fiskurinn hefurverið óvenju vænn, a.m.k. tveir 12 punda hafa veiðst og mikið er um Ftsk al' stærðinni 6-9 pund. Í Vatnamótunum fór vetr- arísinn ekki af veiðisvæðinu fyrr en í síðustu viku, svo veiðar gátu ekki hafist fyrr. En byrjunin lofar góðu. Fyrstu veiðimenn á svæðinu fylltu kvótann sinn, 50 fiska, en þarna er veitt með fimm stöngum. Fiskurinn reyndist heldur smærri en í Geir- landsánni, þeir stærstu voru 8 og 8/2 pund. Nú bíða veiðimenn því spenntir eftir framhaldinu, hversu lengi stendur dýrðin að þessu sinni? S.I. Það er mjög misjafnt hversu langt fram á vorið veiðin -endist þarna eystra. Stundum er þetta bara ein eða tvær vikur, stundum er góð veiði langt fram í maí- mánuð. MESSUR Stangaveiðipistill: Góð sjó- birtings- veiði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.