Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 13
\>ÍKUR Frá flutningum fógeta- og sýslumannsembættisins. Ljósm.: hbb Hluti starfsemi fógeta enn á sama stað Nokkurs misskilnings gætti í frétt í síðasta blaði um það bráðabirgðaástand sem nú er varðandi embætti bæj- arfógetans og sýslumanns- ins. Meðan núverandi ástand varir er skrifstofan á þremur stöðum í bænum. Öll sú starfsemi sem áður var á efri hæðinni, ásamt sakadómi og uppboðsrétti, hefur verið flutt úr húsinu meðan breytingar standa yfir á því. Önnur sú starfsemi, sem var á neðri hæðinni, er áfram að Vatnsnesvegi 33. Uppboðsréttur, fógeta- réttur, gjaldþrotaskipti, sifjamál, hjónaskilnaðarmál, opinber mál, einkamál, skipti dánarbúa og skrifstofa Jóns Eysteinssonar, fógeta og sýslumanns, er staðsett í gamla Samvinnubankahús- næðinu, en sakadómur í félagsaðstöðu lögreglunnar. Miðvikudagur 19. apríl 1989 13 FUNDARBOÐ Aðalfundur Skipaafgreiðslu Suðurnesja fyrir árið 1988 verður haldinn á Flug Hóteli í Keflavík, föstudaginn 21. apríl 1989 kl. 16. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarmál. 2. Önnur mál. Stjórnin hvetur alla hluteigendur til að mæta eða senda fulltrúa í sinn stað á fund- inn’ STJÓRNIN Tómas ekki með kafara- réttindi Keflavík 17/4 1989. Vegna fréttar í Víkurfrétt- um 13. apríl sl. um björgun Mariane Danielsen vill Félag ísl. kafara taka fram, að hvorki Tómas Knútsson eða aðrir, sem ekki hafa atvinnu- skírteini samkvæmt lögum um kafarastörf nr. 12/1976, eru ekki nefndir kafarar og geta ekki tekið að sér nein kafara- störf, svo sem að þétta skips- botn, eins og kom fram í áður- nefndri frétt, né neina aðra kafaravinnu og samkvæmt fyrrnefndum lögum er öllum óheimilt að ráða nokkurn ann- an til hverskonar kafarastarfa en handhafa atvinnuskírteinis kafara, að viðlögðum sektum, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum. Til glöggvunar eru 5 kafar- ar á Suðurnesjum, 2 í Grinda- vík, Viðar Hjaltason og Gunn- ar Jóhannesson, einn í Sand- gerði, Richard Richardsson, og tveir í Keflavík-Njarðvík, Magnús Jóhannsson og Sig- urður Vilhjálmsson. Ennfremur vill Félag ísl. kafara hvetja alla þá, er áhuga hafa á að stunda kafarastörf, að verða sér úti um skírteini sem veitir heimild til að stunda köfun í atvinnuskyni á allt að 50 metra dýpi, í hvaða búnaði sem er. Skólavist, t.d. í Skotlandi, kostar um 400 þúsund og tek- ur aðeins um þrjá mánuði, svo að þetta ætti að vera lítið mál fyrir hvern sem áhuga hefir, en mjög nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ótímabær slys eins og orðið hafa, og að tryggja verk- kaupanda hæfan og ábyrgan kafara og að kafari, sakir van- hæfni eða kunnáttuleysis, stofni ekki sjálfum séreða öðr- um í hættu og að hér á landi verði hæfir kafarar til vanda- samari verka, sem að öðrum kosti yrði að fá erlendis frá. Þeir Suðurnesjamenn, sem áhuga hafa á meiri upplýsing- um um þessi mál, geta haft samband við gjaldkera félags- ins, Magnús Jóhannsson, í síma 12415 eða að Miðgarði 7, Keflavík. F.h. Félags ísl. kafara, Einar Kristbjörnsson varaform. Magnús Jóhannsson gjaldkeri. Viltu losna við auka- kílóin eða bara lagast í vextinum? Erum komin með lóð fyrir hendurnar. Þú færð 10% afslátt í Sport- búð ðskars og barnafata- versluninni ANDREU, ef þu átt tíu tíma kort í líkamsræktinni FLOTT FORM Líkamsrækt Úskars Hafnargötu 23 - 2. hæð - Sfmi 15955 - fyrir ofan sportbúðina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.