Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Síða 14

Víkurfréttir - 19.04.1989, Síða 14
14 Miðvikudagur 19..apríl 1989 mun jutUi Karnabær h.f. óskar eftir umboðsmanni í Keflavík og Grindavík fyrir tískufatnað á herra og dömur frá þekktum erlendum umboðum ásamt sérhönnuðum innlendum tískufatn- aði. Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðrúnu eða Ragnar í síma 91-45800. Sjóefnavinnslan hf. Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf. verður haldinn föstudaginn 28. apríl nk. kl. 17.00 í Festi, Grindavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykkt- um félagsins. Reikningar fyrirtækisins liggja frammi á af- greiðslu Hitaveitu Suðurnesja vikufyrirað- alfund. Auglýsing um opnun leikvallanna í Njarðvík Frá og með 2. maí nk. verður gæsluvöllur- inn við Brekkustíg opinn kl. 9-12 og 13-17. Gjald fyrir gæslu er kr. 50 á dag. Frá og með 2. maí nk. opnar leikvöllurinn við Stapa- götu en hann verður í sumar rekinn sem op- inn eftirlitsvöllur. Foreldrum er bent á að eftir sem áður geta þeir óskað sérstaklega eftir að börnum þeirra sé ekki hleypt út af vellinum fyrr en þau verði sótt. Aðgangur á leikvöllinn við Stapagötu er ókeypis. Félagsmálastjóri Gert klárt á Smásteini Handfærasjómenn hafa verið að fá góðan afla undan- farið. Þessa dagana fer hand- færabátum ört fjölgandi, þegar „hobbíkarlarnir“ eru búnir að standsetja og til- búnir í slaginn. Hann Júlíus Guðmunds- son, skipstjóri á Hólmsteini GK-20, er enginn „hóbbí- karl“, heldur sjómaður sem sótt hefur stíft á báti sinum og er langt kokminn með kvótann. Yfir sumarmánuð- ina gerir hann út lítinn plast- bát, Smástein, og um síðustu helgi vann hann að því að gera klárt fyrir átök sumars- ins. Við hlið bátsins stendur Trausti Óskarsson, en ekki vitum við hvað þeim Júlíusi fór á milli. um líkama barnanna okkar verða stælta ogspengilega. Við sjáum börnin okkar fá þjálfun í að koma fram á mótum, læra að gera sitt besta, bæði fyrir sig sjálf og liðið sitt. Við sjáum þau læra af mistökum, sjáum þau læra að taka bæði sigrum og ósigrum, læra að gleðjast með félögum sínum og styrkja þá og hugga ef illa gengur. Og þau læra þá grundvallarreglu í lífinu að maður uppsker eins og maður sáir. Við viljum því hvetja alla unga og aldna, og kannski einkum foreldra ungra barna, til að koma í sundlaugina í Njarðvík á sumardaginn fyrsta kl. 15:30, kynnasérstarfsund- deildarinnar, þiggja kaffisopa og sjá sundmennina okkar spreyta sig. Með sundkveðju. Foreldrafélag sund- deildar UMFN Tilkynning til viðskiptamanna HITAVEITU SUÐURNESJA Eindagi orkureikn- inga var 15. apríl. Ath. lokunargjald er 1600 kr. Látið orkureikninginn hafa forgang. HITAVEITA SUÐURNESJA - INNHEIMTA Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl nk., efnir sunddeild UMFN til áheitasunds til styrktar starfseminni. Sund- menn úr sunddeildinni munu safna áheitum, biðja fólk að styrkja sig um 50 aura fyrir hvern metra sem þau synda á 15 mín. Peningum,sem þannig safnast, verður varið til æf- ingabúða, en mjög mikilvægt er að sundmenn okkar komist í æfingabúðir þar sem góða aðstaða er fyrir hendi. Aðstaða hér á Suðurnesjum hefur verið afleit hingað til, en væntanlega verður breyting þar á með opnun sundmiðstöðvarinnar í haust. Það er í reynd með ólík- indum hve góðum árangri sundmenn úr UMFN hafa náð miðað við aðstæður og nægir í því sambandi að minna á Eð- varð Þór Eðvarðsson, besta sundmann íslands, og Geir Sverrisson, margfaldan heims- methafa. Einnig eru í hópnum margir efnilegir yngri sund- menn sem hafa náð langt í sínum aldursflokkum. Þennan góða árangur má þakka góð- um þjálfurum en deildin hefur verið svo lánsöm að hafa haft úrvalsþjálfurum á að skipa, þeim Jóni Helgasyni, Þónmni Magnúsdóttur, Friðriki Ólafs- syni og í vetur hefur Eðvarð Þór fengist við að þjálfa félaga sína í fyrsta sinn. Nýlega bætt- ist svo nýr þjálfari við, Þórður Óskarsson. Sundið er erfið íþrótt. Oft er margra ára þrotlaus vinna að baki góðum árangri. Yngstu börnin synda tvisvar í viku, frá 9 ára aldri synda þau fjórum sinnum í viku og frá 12 ára aldrei sex sinnum í viku. Eftir 16 ára aldurinn synda þau oft- ar - jafnvel tvisvar á dag, ef þau stefna hátt. Við sem eldri erum eigum oft erfitt með að skilja hvernig börnin eru tilbúin að leggja á sig alla þessa vinnu, en í þeirra augum er þetta bara skemmti- legt. En við foreldrar sjáum margt annað sem afleiðingar sundþjálfunarinnar. Við sjá- Ungt sundfólk úr UMFN. Sund á Suðurnesjum: UMFN með áheita- sund á moraun

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.