Víkurfréttir - 19.04.1989, Side 16
16 Miðvikudagur 19. apríl 1989
VIKUR
juiUt
Gjaldheimta Suðurnesja að loknu fyrsta starfsári:
Rúmar 1200 millj. innheimtust
Úrdráttur úr erindi sem flutt var á fulltrúaráðsfundi G.S.
Gjaldheimta Suðurnesja var
stofnuð með samningi milli
fjármálaráðherra og sveitar-
félaganna sjö á Suðurnesjum
og var stofnsamningur undir-
ritaður af fjármálaráðherra
f.h. ríkissjóðs og fulltrúum
sveitarfélaganna hinn 2. des-
ember 1987.
Undirbúningur að stofnun
gjaldheimtunnar var ekki
langur. A fundi stjórnar S.S.S.
l.okt. 1987vartekiðfyrirbréf
frá Gjaldheimtunefnd fjár-
málaráðuneytisins þar sem
nefndin óskar umsagnar um
hugmyndir sem uppi voru um
skiptingu landsins í gjald-
heimtuumdæmi. Stjórn S.S.S.
lagði til að sveitarfélögin sam-
einuðust um eina gjaldheimtu
á svæðinu og tæki hún til starfa
hinn 1. janúar 1988. í fram-
haldi af jákvæðu svari frá
sveitarstjórnunum skipaði
stjórn S.S.S. síðan nefnd til að
vinna að undirbúningi máls-
ins.
Frá upphafi var starfsemin
einskorðuð við innheimtu
staðgreiðsluskatts þ.e. tekju-
skatts til ríkissjóðs og tekjuút-
svars til sveitarfélaganna skv.
lögum þar um. Til að halda ut-
an um þessa innheimtu var svo
sem kunnugt er hannað sér-
stakt tölvukerfi. Þetta kerfi er
staðsett hjá Skýrsluvélum rík-
isins og Reykjavíkurborgar.
Þessi tilhögun er byggð utan
um þann draum að hægt sé að
halda utan um alla gjaldendur
til ríkis og sveitarfélaga í sömu
tölvuskránni. Þetta er sama
hugmyndin og er að baki
reiknistofu bankanna, þ.e. að
allir innláns- og útlánsreikn-
ingar allra landsmanna séu í
sömu tölvunni. Kostirnir við
Sigurjónsbakarí
1. árs.
í tilefni 1 árs afmælis okkar
eru allir velkomnir í afmælis-
tertu nk. sunnudag, 23. apríl,
í bakaríið Hólmgarði 2.
Sigurjóns-
bakarí
Hólmgarði 2
þetta eru gríðarlegir. Þá er t.d.
hægt að fara í afgreiðslu Spari-
sjóðsins í Keflavík og leggja
inn á sparisjóðsbók við Spari-
sjóðinn í Súðavík eða greiða af
láni við Landsbankann á Eski-
firði, svo dæmi séu tekin, og
færslan er bókuð inn í sömu
andránni í Njarðvík, Súðavík
og Eskifirði. Fjármunaupp-
gjör milli stofnananna vegna
þessarar færslu fer síðan fram
næstu nótt á eftir. Þannig var
einmitt gert ráð fyrir að gjald-
heimtuhugmyndin virkaði.
Um allt land greiða launa-
greiðendur staðgreiðslugjöld
og önnur gjöld til ríkis og
sveitarfélaga, allar upplýsing-
ar eru færðar í sömu tölvu-
skrána og næstu nótt fer fjár-
munauppgjör síðan fram.
Þannig skiptir engu máli hvar
gjaldandi er staddur á landinu
eða hvar hann starfar, lög-
heimilissveitarfélag hans á út-
svarið og þótt launagreiðandi
hans sé á Neskaupstað og
greiði gjöld hans í gjaldheimt-
una þar í dag, þá fær gjald-
heimtan á Suðurnesjum fyrir-
mæli á morgun um að færa
fjármunina inn á reikning eig-
anda kröfunnar sem getur ver-
ið hreppssjóður Hafnahrepps.
Nokkrir byrjunarörðugleik-
ar hrjáðu þessi kerfi og
nokkuð hefur sú grunnhug-
mynd sem ég var að lýsa breyst
í framkvæmdinni. Þannig var
ekki hafin skráning á sundur-
liðunum skilagreina á launa-
menn fyrr en undir vor og gert
var ráð fyrir að sérstakt forrit
sem skipti því sem inn kom
milli rétthafa (þ.e.a.s. eigenda
skattanna) yrði tilbúið um mitt
ár. Það dróst nokkuð en þegar
það var tilbúið kom í ljós að
skráning gagna var mun
skemmra á veg komin í
Reykjavík en annars staðar
vegna þess ekki síst að mun
hærra hlutfalli af sköttum var
skilað til Gjaldheimtunnar í
Reykjavík en gert var ráð fyrir
fyrirfram eða u.þ.b. 60% af
öllum staðgreiðsluskatti sem
skilað er á landinu. Þetta staf-
ar af því hve ríkið sjálft er stór
launagreiðandi svo og önnur
stórfyrirtæki sem hafa höfuð-
stöðvar í Reykjavík en starf-
semi um allt land.
Svo sem áður sagði var
starfsemi Gjaldheimtu Suður-
nesja fyrst einskorðuð við inn-
heimtu staðgreiðsluskattsins
en þegar leið á árið hafa stofn-
uninni verið að bætast önnur
innheimtuverkefni fyrir ríkis-
sjóð og sveitarfélögin. Við
álagningu aðstöðugjalds á
haustdögum fólu Njarðvík og
Miðneshreppur henni inn-
heimtu eftirstöðva þess,
þ.e.a.s. að frádregnu þvi sem
gjaldendur höfðu greitt í formi
fyrirframgreiðsluskyldu. Um
síðustu áramót bættust síðan
við öll eldri sveitarsjóðsgjöld
fyrir sveitarfélögin að undan-
skildum Hafnahreppi og
Keflavík og þannig hafa inn-
heimtuverkefni stofnunarinn-
ar verið að smá aukast.
Allt bendir til að fjárhæð
álagningar þeirra skatta og
gjalda utan staðgreiðslu sem
stofnunin innheimtir verði yfir
milljarð króna á þessu ári og
þegar staðgreiðsluskatturinn
bætist við er ljóst að inn-
heimtuverkefni Gjaldheimtu
Suðurnesja fyrir eigendur sína
verða á þriðja milljarð króna í
ár sem þýðir að í mánuði hverj-
um renna að meðaltali 170 til
180 milljónir króna í gegn um
þessa stofnun. Til að sinna
þessum verkefnum starfa í dag
við stofnunina fimm manns að
gjaldheimtustjóra meðtöldum
en stjórn hefur nú gefið heim-
ild sína til ráðningar þess
sjötta. Starfsheiti hans verður
skrifstofustjóri.
Rekstur Gjaldheimtunnar
gekk mjög vel á þessu fyrsta
rekstrarári. Stofnkostnaður
hennar var innan við fjórar
milljónir króna en af honum
voru kaup á húsgögnum og
tölvubúnaði um 2,3 milljónir
króna. Fest voru kaup á Eric-
son tölvubúnaði og Victor pc
tölvum. Rekstrarkostnaður að
frádregnum stofnkostnaði var
um 7,5 milljónir króna en þar
af voru laun og launatengd
gjöld 4,8 milljónir króna eða
um 64% kostnaðar. Nokkuð
hefur verið reynt að meta
rekstur innheimtustofnana
sem þessarar og er almennt
talið að ef rekstur þeirra kosti
ekki meira en 1% af þeim fjár-
munum sem þeim er falið að
innheimta þá sé rekstrarár-
angur viðunandi.
Gjaldheimta Suðurnesja
innheimti alls á síðasta ári lið-
lega einn milljarð tvö hundruð
og fimmtíu milljónir króna og
kostnaðurinn er þvi 0,6% af
innheimtu fé. Rekstrarkostn-
aður að frádregnum vaxtatekj-
um og innheimtulaunum var
Oddur Einarsson
tæplega 5,4 milljónir króna og
skiptist þannig að ríkissjóður
bar 54,42% en sveitarfélögin
restina eða 45,58%, sem eru
rúmlega 2,4 milljónir króna.
Stofnunin innheimti fyrir
sveitarfélögin um 570 milljón-
ir króna og kostnaður þeirra
við þessa innheimtu var því að-
eins 0,39%. Svo dæmi sé tekið
af Njarðvík var þessi kostnað-
ur um 423 þúsund krónur sem
er líklega nálægt kostnaði við
rekstur á !ó meðalstöðugildi
starfsmanns og þá er ótalinn
allur annar kostnaður sem
Njarðvík hefði haft af þessari
innheimtu. Eg tel því engan
vafa leika á að fyrir sveitarfél-
ögin er rekstur þessarar sam-
eiginlegu innheimtustofnunar
ákaflega hagkvæmur og ef
okkur tekst að ná þeim inn-
heimtuárangri sem ég tel að
þessi stofnun hafi alla burði til
þá mun hún lækka verulega
reksturskostnað sveitarfélag-
anna og þar með auka getu
þeirra til verklegra fram-
kvæmda.
Enn er verið að þróa inn-
heimtukerfi staðgreiðsluskatta
og þáttur í því er gíróinn-
heimta þeirra. Núverandi fyr-
irkomulag er þannig að launa-
greiðandi greiðir skattinn inn á
reikning Gjaldheimtu í næsta
banka eða sparisjóði og skila-
greinar með sundurliðunum
berast henni síðan með pósti.
Gjaldheimtan skilar síðan inn-
heimtu fé inn á reikning ríkis-
sjóðs og Ríkisbókhald greiðir
þar til rétthafa vikulega. Svo
virðist sem sveitarfélögin í
landinu séu ánægð með þenn-
an hátt og hefur Samband ís-
lenskra sveitarfélaga beitt sér
fyrir því að þessi háttur verði
hafður á áfram.
Svo sem ég sagði í upphafi
var undirbúningstími að stofn-
un Gjaldheimtunnar sérlega
skammur og því er ánægjulegt
hve vel hefur tekist til um_á
hennar fyrsta rekstrarári. Eg
hef áður sagt, og ég endurtek,
að eigendur þessarar stofnun-
ar vænta sér mikils af henni og
ég veit að þeir verða ekki fyrir
vonbrigðum.
Oddur Einarsson,
formaður stjórnar G.S.
Bjarmi:
„Sorg og börnin
úú
Bjarmi, félag um sorg og
sorgarferli, helduralmennan
fund næstkomandi miðviku-
dag, 26. apríl, í Kirkjulundi
og hefst fundurinn kl. 20:30.
Efni fundarins að þessu
sinni verður: „Sorg og börn-
in.“ Helga Hannesdóttir
barnageðlæknir mun flytja
fyrirlestur.
Þegar sorgin kveður að
dyrum hjá okkur verða
börnin oft útundan. Stund-
um skiljum við þau ekki eða
teljum þau of ung til að hafa
vit á því hvað hafi gerst. En
sorg barna er engu minni
okkar hinna, þó þau tjái
hana ef til vill öðruvísi.
Þessi kvöldfundur Bjarma
mun hjálpa þér að skilja bet-
ur sorgarferli barna og
hvernig þú getur veitt þeim
jákvæðan stuðning í sorg-
inni.
A fundinum mun Bjöllu-
kór Tónlistarskólans í Garði
spila. Allir eru velkomnir.
Stjórnin