Víkurfréttir - 19.04.1989, Side 18
\>iKun
18 Miðvikudagur 19. apríl 1989
jtitu*
Frábær uppskera körfuknattleiksliða á Suðurnesjum:
19 titlar af 23 unnust
Besti árangur sem, Suður-
nesjalið hafa náð í íslands-
mótinu í körfuknattleik var í
vetur. Alls unnust 19 titlaraf I
23 mögulegum sem hlýtur að
teljast ei.nsdæmi og varla
gerst áður að svo margir titl- |
ar hafi farið á eitt svæði.
Keflvikingar voru sigursæl-
astir. Þeir fengu 7 Islands-
meistaratitla og 5 bikar-
meistaratitla, UMFN vann
þrjá íslandsmeistaratitla og
einn bikar, UMFG tvo ís-
landsmeistaratitla og Reyn-
ismenn einn íslandsmeist-
aratitil. Sannarlega frábær
árangur.
Nágrannaslagur verður í Keflavík á laugardag, þegar ÍBK og Víðismenn leiða þar saman hesta sína í
Litlu bikarkcppninni. Hvetjurn við knattspyrnuáhugamenn til að mæta og fylgjast meðsinum liðum í
upphafi knattspyrnuvcrtíðar. Á myndinni eigast við Keflavík og Víðir í Garðinum fyrir fáum árum.
Ægir sigraði á fyrsta mánu-
dagsmóti Píanó-barsins
Ægir Ágústsson sigraði á
fyrsta mánudagsmóti Píanó-
barsins í fyrrakvöld og náði
m.a. 180 stigum í einu kasti,
þ.e. hann hitti þrisvar sinn-
um í röð í 3x20. Gunnar
Schram varð annar, Þor-
steinn Jóhannsson í þriðja
sæti, náði einu sinni að ljúka
leik á 16 pílum, og Oskar
Halldórsson fjórði.
Mánudagsmótin verða
jafnframt stigamót og hefur
I. sæti 6 stig, 2. sæti 4 stig, 3.
sæti 3 stig, 4. sæti 2 stig og 5.-
8. sæti 1 stig.
Stigamótin munu standa
til 28. ágúst og mun stiga-
meistari þá verða krýndur,
en auk þess verða veitt verð-
laun fyrir hin ýmsu afrek.
Litla bikarkeppnin í knattspyrnu:
ÍBK og Víðir
leika á laugardaginn
Keflvíkingar og Víðismenn
leiða saman hesta sína í fyrsta
leik Litlu bikarkeppninnar i
Keflavík næsta laugardag. Kefl-
víkingar eru handhafar bikars-
ins en þeir unnu Skagamenn f
úrslitum i fyrra 1:0 og hafa
margsinnis unnið sigur í keppn-
inni.
Bæði liðin hafa æft vel að
undanförnu og leikið marga
æfingaleiki. Þjálfari Víðis-
manna er Óskar Ingimarsson,
sem síðast þjálfaði Leiftur frá
Ólafsfirði.
Víðismenn hafa endurheimt
þá bræður Daníel og Grétar
Einarssyni en misst þá Hafþór
Sveinjónsson og Heimi Karls-
son síðan í fyrra. Þeim hefur
gengið vel í vorleikjunum, Við-
ismönnum, og mæta án efa
grimmir til leiks gegn ÍBK.
Keflvíkingar hafa æft af kappi
að undanfömu undir stjóm
þeirra Ástráðs Gunnarssonar
og Steinars Jóhannssonar.
Margir ungir leikmenn hafa
snúið aftur til ÍBK en alls hafa
níu leikmenn gengið til liðs við
liðið. Fimm þeirra léku með
Reyni, Sandgerði, í fyrra, þeir
Valþór Sigþórsson, Sigurjón
Sveinsson, Helgi Kárason,
ívar Guðmundsson og Jónas
Jónasson. Hinir eru Freyr
Sverrisson, sem siðast lék með
UMFG og frá Njarðvík koma
þeir Sævar Júlíusson, Ólafur
Gylfason og Björn Oddgeirs-
son. Á móti hafa Keflvíking-
arnir misst þá Ragnar Mar-
geirsson, Sigurð Björgvinsson
og Einar Ásbjörn Ólafsson til
annarra liða. Þá má ekki
gleyma Þorsteini Bjarnasyni,
markverði, sem hefur tekið sér
frí frá knattspyrnu og mun
ekki leika með liðinu í sumar. í
marki ÍBK standa tveir ungir
leikmenn, þeir Ólafur Péturs-
son, unglingalandsliðsmark-
vörður, og Brynjar Harðar-
son.
Fyrsta golfmótið í Leiru
á sumardaginn fyrsta
Fyrsta golfmót ársins
verður á morgun, sumardag-
inn fyrsta, í Leirunni. Verður
leikin 18 holu punktakeppni
með forgjöf og byrjað að
ræsa út kl. 10 í fyrramálið.
Kylfingar eru nú i óða önn
að taka fram kylfumar eftir
því sem veður hefur leyft.
Þegar það hefur verið gott
hafa golfarar fjölmennt í
Leiruna, ekki síst 20 manna
hópur úr GS sem hyggur á
Skotlandsferð nú í byrjun
maí. En það má búast við öll-
um helstu kylfingum Suður-
nesja í Leirunni á morgun ef
veður leyfir.
Guðmundur skoraði 23 stig
Guðmundur Bragason var
i miklu stuði er landsliðið í
körfuknattleik mætti ung-
versku meisturunum Csepel
í Njarðvík á mánudaginn.
Lokatölur urðu 110:82 fyrir
ísland og skoraði Grindvík-
ingurinn Guðmundur
Bragason 32 stig en næstur
var Teitur Örlygsson með 20
stig og Valur Ingimundar-
son með 17. Liðin mætast í
kvöld í Höllinni en á föstu-
dag, 21. apríl, í Grindavík kl.
20.
Þessir leikir eru liður í
undirbúningi landsliðsins
fyrir Norðurlandamótið í
körfuknattleik sem fram fer
hér á Suðumesjum í lok
apríl.
Þrjú Suðurnesjalið
í A-riðli
Dregið hefur verið í riðla
fyrir næsta keppnistímabil
úrvalsdeildarinnar í körfu-
knattleik. í A-riðli leika:
ÍBK, Valur, UMFG, ÍR og
Reynir. í B-riðli: KR,
UMFN, Haukar, UMFT og
Þór.
Siggi efstur, en þó allt í járnum
Fyrsta umferðin í úrslitum
getraunaleiksins fór rólega af
stað, ef undan er skilinn
harmleikurinn í Sheffield.
Sigurður Magnússon náði
bestum árangri tipparanna
fjögurra, fékk 5 rétta, Jón
Halldórsson fékk 4 og þeir
Júlíus Baldvinsson og Björn
Bjarnason 3 rétta hvor.
Á undanförnum árum hafa
úrslitin oftar en ekki ráðist í
annari umferð. Hvort það
gerist nú er ekki gott að segja.
Til mikils er að vinna, helgar-
ferðar til London með Sam-
vinnuferðum-Landsýn og á
bikarúrslitaleikinn, ef ekki
verða breytingar í þeim efn-
um vegna slyssins sl. laugar-
dag.
Júlíus Siggi Jón H. Bjöm