Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 1. júní 1989 mim jutíit [g] \a\\r\ [100000000 r G.O. Emilssonar rif— ^''1 Tek að mér úðun, garðslátt og klippingu á trjám og runnum um öll Suðurnes. Vönduð og góð vinna. Uppl. í síma 12640. -Geymið auglýsinguna- Nýja símaskráin Góðfúslega sækið nýju síma- skrána á næstu símstöð. Stöðvarstjóri Pósts og síma, Keflavík. Fjölbrautaskóli Suðurn esja: Oldungadeild Prófsýni og valdagur verður laugardaginn 10. júní nk. kl. 10. Aðstoðarskólameistari «Fjölbrautaskóli Suðurnesja INNRITUN Innritun á haustönn 1989 lýkur um næstu helgi. Nýnemar sem og eldri nemar þurfa að skila umsóknum/valblöðum í síðasta lagi laugardaginn 3.júní vilji þeir eiga trygga skólavist. Skólameistari fFjölbrautaskóli Suðurnesja: VALDAGUR Valdagur vegna haustannar 1989 verður laugardaginn 3. júní nk. kl. 10-13. Nemendur, sem ætla að stunda nám við skólann á næstu önn, þurfa að skila val- blaði eigi síðar en 3. júní nk. Skólameistari Frá afhendingu gjafar myndbandskerfisins Smára. F.v. Anna Margrét Guðmundsdóttir, framkvæinda- stjóri Þroskahjálpar á Suðurnesjum, skilanefndarmenn Smára, Vilberg Þorgeirsson, SigríðurÞóróIfs- dóttir og Nikulás Brynjólfsson. Lengst til hægri er fráfarandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Krist- inn Hilmarsson. Ljósm.: epj. Fjármunir Smára til Þroskahjálpar Lokið er uppgjöri fyrir myndbandskerfið Smára, sem hætt hefur starfsemi sinni í Keflavík. Var sam- þykkt á aðalfundi kerfisins nýverið að gefa fjármunina, sem til væru í sjóði, til Þroskahjálpar, en útsend- ingarbúnaðurinn, þ.m.t. myndbandstæki, yrði gefinn til fæðingardeildar sjúkra- hússins. Síðasta mánudag mætti þriggja manna skilanefnd á fund Þroskahjálpar á Suður- nesjum og þar voru afhentar kr. 54.010,75 félaginu til eignar. í skilanefnd eru Sigríður Þórólfsdóttir, Vil- berg Þorgeirsson og Nikulás Brynjólfsson. Viðstödd af- hendinguna af hálfu Þroska- hjálpar voru fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristinn Hilmarsson, og nýráðinn framkvæmdastjóri, Anna Margrét Guðmundsdóttir, en einmitt í dag hverfur Kristinn úr þessu starfi og Anna tekur við. Þau Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson, Þorvaldur Guðlaugsson og Þóra Björk Halldórsdóttir, sem sjást á myndinni t.f.v., héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum, auk þess sem þau tóku sig til og söfnuðu 460 öldósum. Gáfu þau siðan félaginu ágóðann, kr. 2.120. Ljósm.: epj. Þessar tvær stúlkur héldu nýlega hlutaveltu í Keflavík til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum og söfnuðu þær 800 krónum, sem þegar hafa verið afhentar. Stúlkurnar heita f.v. Eygló Pétursdóttir og Sara Rut Gunnarsdóttir. Ljósm.: hbb Orðsending til hlutaveltubarna Myndataka aðeins áfimmtudögum og föstu- dögum í sumar. VÍKURFRÉTTIR Hefðu Hafnir bjargað málum? Sú umræða sem átt hefur sér stað um fjölda smábáta, sem lent hafa í vandkvæðum við að ná landi í Sandgerði, hefur orðið til þess að all margir Hafnamenn hafa haft samband við blaðið. Telja þeir öruggt að ef höfnin í Höfnum hefði verið komin í það horf sem þörf er á, hefðu viðkomandi bátar getað komist fyrr í höfn og jafnvel án þess að fjöldi manns væri farinn að óttast um ferðirþeirra. Nefndu þeir sem dæmi að milli 30 og 40 bátar væru stundum að veið- um á Hafnaleirnum og þar út af, en vegna trega hjá fjár- veitingarvaldinu þyrftu þess- ir bátar að sigla til Sandgerð- is eða enn lengra. Oskutunnu- bruni í Keflavík Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja þurfti í síðustu viku að hafa afskipti af laus- um eldi í öskutunnu í Kefla- vík. Að vísu var hér um að ræða timburskáp utan um ruslapoka. Gekk slökkvi- starfið fljótt og vel.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.