Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 9
VllHMjtfUi* Fimmtudagur 1. júní 1989 9 Vonin KE: Reykskynjari för í gang Slökk vilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan í tóflavík lengu á laugardag tilkynningu um að aðvörun- arbjalla, er boðar lausan eld, væri í gangi í Voninni KE 2, sem lá við bryggju í Njarð- vík. Er viðkomandi aðilar koniu á vettvang fannst eng- inn eldur, en viðvörunar- kerfið gaf til kynna að hann væri í mannaíbúðum frammi í skipinu. Er talið að einhver bilun hafi valdið því að kerf- ið fór í gang. Slökkviliðið koniið að Voninni í Njarðvíkurliöfn. Ljósm.: epj. Svæða- skipulag Suðurnesja á lokastigi Vinna við svæðaskipulag Suðurnesja er nú á loka- stigi. Tilgangurinn með skipulaginu er að kanna landgæði og auðlindir svæð- isins og gera tillögur um nýt- ingu þess. í viðtali við höfunda skipulagsins, er birtist í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins um síðustu helgi, kemur fram að ásókn í land á Suðurnesjum, bæði undir byggð og atvinnurekstur, fer vaxandi. Þannig hefur áhugi á fiskeldi á svæðinu flýtt því mjög, að ráðist var í skipulagið. Einn aðalþáttur skipu- lagsins eru vatnsverndar- svæðin, sem miða að því að vernda þá auðlind, sem felst í ferskvatninu undir yfirborði lands á Suðurnesjum. Vatn- ið, ásamt jarðhitanum, er sú auðlind, sem vafalítið verður helsta undirstaða blómlegs atvinnulífs á þessu svæði í framtíðinni, segir Guð- mundur Björnsson í Kefla- vík, annar höfundanna, í viðtalinu umrædda. Ekkert lát á ölvunar- akstri Því miður virðist ekkert lát vera á því að ökumenn aki með aðstoð Bakkusar. Um síðustu helgi bættust fjórir ökumenn í hóp þeirra sem lögreglan í Keflavík grunar um meinta ölvun við akstur. Virðist mikill kippur hafa komið í þessa tegund afbrota nú síðustu vikurnar, eða um leið og áróðurinn gegn ölv- unarakstri minnkaði. Sem dæmi þar um, þá voru færri teknir í marsmánuði í ár en á sama tíma í fyrra, en síðan hefur aukningin orðið mikil og var nánast einn tekinn á dag að meðaltali í maímán- uði, sem nýliðinn er. Kiddi, Björk og Ingi, málarameistarar Dropans, eru til þjónustu reiðubúin og veita þér faglega ráðgjöf með litaval og annan undirbúning. Og ef þú vilt get- urðu fengið þau á staðinn til að ráð- leggja þér áður en þú byrjar að mála. Dropinn leggur áherslu á þjónustu og þekkingu - fyrir þig.... 'méhvnyS steintex - ny endurbætt p'ast- málning utanhuss

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.