Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 19
\)iKurt jUÍMt Fimmtudagur 1. júní 1989 19 Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur: Morgunferðir teknar upp á ný BREYTT ÁÆTLUN Njarðvík Keflavík alla virka daga Njarðvík Keflavík 7.50 8.30 8.40 9.30 9.35 10.00 10.15 10.40 10.55 11.45 12.00 12.35 12.45 13.50 14.00 15.00 15.15 16.50 17.10 SBK Nú hefur verið ákveðið að fjölga ferðum áætlunarbif- reiða Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur milli Reykjavíkur og Suðurnesja. A morgun hefjast ferðir frá Keflavík kl. 8.30 og til baka kl. 10.30. Að sögn Steindórs Sigurðssonar er þetta liður í því að bæta þjón- ustuna með minni bílum en fleiri ferðum. Sagði Steindór að mikið hefði borið á því að ferðirnar væru nýttar til vörusendinga milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja og væri þetta liður í því að auka þjónustuna á því sviði. Þá hafði blaðið einnig sam- band við Guðfinn Sigurvins- son, bæjarstjóra, og sagði hann að nú væri verið að end- urskoða tímaáætlunina með það að markmiði að ný tíma- áætlun komi út um 1. ágúst. Sagðist Guðfinnur vonast til að breytingar þessar mæltust vel fyrir, því með morgunferð- um væri hægt að tryggja það að fólk, sem þyrfti að sinna erind- um í höfuðborginni að morgni, komist til baka með SBK þegar þeim erindagjörð- um væri lokið. Það sem er þó enn betra er að þessar nýju morgunferðir kreljast ekki meiri mannskaps heldur betri nýtingar á þeim sem fyrir eru. Sagði bæjarstjóri að í dag væri mannskapur, sem hæfi störf kl. 7 að morgni, að mestu verkefnalaus frá kl. 8.15 til hádegis, en nú nýttist hann að fullu. Að endingu sagðist bæjar- stjóri vonast til að lesendur tækju þátt í þeim breytingum sem fyrirhugaðar væru og væri t.d. leið í því að skrifa lesenda- bréf hér í blaðinu, þar sem fólk segði hug sinn varðandi þetta tiltekna mál. Kaupir SBK 19. bílinn? Sérleyfisbifreiðir Kefla- víkur hafa gert tilboð í 25 sæta hópferðabifreið af Bens-gerð, árgerð 1981. Að sögn Guðfinns Sigurvins- sonar, bæjarstjóra, átti á þriðjudag eftir að fjalla um málið í bæjarráði og því ekki öruggt með kaupin. Sagði hann að bíll af þess- ari stærðargráðu myndi nýt- ast vel í áæltunarferðum milli Reykjavíkur og Suður- nesja. En Ijóst er að stærri bílarnir verða fastir í hóp- ferðum, eins og fram kemur annars staðar í blaðinu í dag. Stofnfundur neytendafélags á Suðurnesjum verður haldinn á Víkinni, miðvikudaginn 7. júní kl. 20.30. Allt áhugafólk um neytenda- málefni hvatt til að mæta. Undirbúningsnefndin Starf bókara hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum er laust til umsóknar. Leitað er að starfs- manni, sem getur starfað sjálfstætt, hefur gott vald á tölvubókhaldi og auk þess góða reynslu í almennum skrifstofustörfum. Umsækjandi þarf að geta hafiðstörffyrir 1. ágúst nk. Skriflegar umsóknir óskast send- ar undirrituðum á skrifstofu S.S.S. að Vest- urbraut lOa, í síðasta lagi 14. júní nk. Um- sóknareyðublöð fást á staðnum. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Framkvæmdastjóri S.S.S. BUÐ af nýjum fatnaði Glæsileg föt í glæsilegri búð. FATAVAL Hafnargötu 31 Sími 12227 VÍKUR B-LÓM GRÓÐURHÚSIÐ i Njarðvík Sími 16188 VÍKUR B* L'Ó'M OPIÐ 10-22 ALLA DAGA r • Aburður fyrir garða. • Útiker og garðverkfæri. • Garðrósir, trérunnar, sumarblóm og fjölærar plöntur. o Fjölbreytt úrval af garðplöntum. N T U S A Tré, runnar og limgerði. Blóm, rósir og kvistir. Lífrænn áburður. Vikur og blómaker. L A DRANGAVÖLLUM 3, KEFLAVÍK, OPNAR LAUGARDAGINN 27. MAÍ Opið virka daga frá kl. 13-22, laugar- daga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-17. ATH: Sama verð og í Reykjavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.