Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 21
muti Fimmtudagur 1. júní 1989 21 MESSUR '•* Keflavíkurkirkja Laugardagur 3. júní: Skólaslit Fjölbrautaskóla Suður- nesja verða kl. 20 í kirkjunni. Við samfögnum nýstúdentum og biðj- um þess að skólaslitin verði stund sáttargjörðar eftir átök á vorönn. Sunnudagur 4. júní: Sjómannamessa kl. 11 árd. Kór Keflavíkurkirkju syngur sjó- mannasálma. Organisti Orn Falkner. Soknarprestur Hvalsneskirkja Sjómannadagsguðsþjónusta verð- ur í björgunarsveitarhúsinu í Sandgerði og hefst hún kl. 10.30. Að henni lokinni verður tekin fyrsta skóflustunga vegna bygg- ingar safnaðarheimilis Hvalsnes- sóknar í Landakotslandi við Hlíð- argötu. Kirkjukór Hvalsneskirkju syngur og flutt verða ávörp. Þá verður aðal safnaðarfundur Hvalsnessóknar í dag, fimmtu- daginn 1. júní, í Verkalýðs- og sjó- mannafélagshúsinu við Tjarnar- götu og hefst hann kl. 20.30. Hjörtur Magni Jóhannsson Útskálakirkja Sjómannadagsguðsþjónusta verð- ur kl. 13.30. Þá verður aðal safnaðarfundur Út- skálasóknar þriðjudagskvöldið 6. júní kl. 20.30 í Utskálahúsinu. Hjörtur Magni Jóhannsson Grindavíkurkirkja Sjómannamessa kl. 11. Gengið verður fylktu liði frá sjómanna- stofunni að styttunni og til kirkju. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Sóknarprestur Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur: Gróska I hópferðum Að sögn nýráðins fram- kvæmdastjóra Sérleyfisbif- reiða Keflavíkur var mikið að gera hjá fyrirtækinu varð- andi hópferðaakstur í síð- ustu viku. Þá voru það aðal- lega flutningar skólakrakka nú í lok skólaársins. Voru þetta t.d. ferðir norður í land. -En vegur þetta nokkuð á móti því tapi er Flugstöðin hœtti að skipta við fyrirtœkið með akstur á starfsfó/ki? Um þetta atriði sagði Steindór: „Þetta er ekki eins slæmt og af er látið, þar sem við þjónum Flugafgreiðsl- unni, fyrirtæki Hilmars Sölvasonar og Sigurbjörns Björnssonar. En aðeins Flugleiðir sömdu við Aðal- stöðina, sem er lítill hluti af þeim akstri sem var að ogfrá flugstöðinni með starfsfólk- ið.“ Að sögn Guðfinns Sigur- vinssonar, bæjarstjóra, hefur rekstur SBK gengið býsna vel síðan Steindórsbílarnir bætt- ust við. Væru málin því á réttri leið. Sagði hann nú svo komið að upp hefðu komið þau atvik að allir 18 bílarnir hefðu farið í ferð sama daginn. Þá væri ljóst að í sumar myndu a.m.k. Ein stærsta og glæsilegasta bensínafgreiösla landsins „Við munum leggja metnað okkar í að vera með fjölbreytt vöruúrval og lágt vöruverð og leggja að sjálfsögðu áherslu á góða þjónustu hér eftir sem áð- ur fy rr,“ sagði Margrét Agústs- dóttir, framkvæmdastjóri Aðal- stöðvarinnar hf. í Keflavík, en að undanförnu hafa staðið yfir miklar breytingar á bensínaf- greiðslu fyrirtækisins. Hefur bensínafgrciðslan ver- ið stækkuð um meira en helm- ing, þannig að hún er nú orðin sú stærsta á landinu og ein sú glæsilcgasta. Vöruval hefur ver- ið stóraukið, þvi auk varahluta og aukahluta í bíla, sem nú fást í bensínafgreiðslunni, er nú boðið upp á grillvörur í miklu úrvali, garðáhöld og áburð, sportvörur s.s. jogginggalla og strigaskó. Þá er einnig hægt að fá allt í veiðina, s.s. veiðistang- ir og tilheyrandi hluti, golfvör- Hafnahrepp vantar eldri mann (helst sjómann) til þess að vigta fisk af bátum og að hafa eftirlit við höfnina. Þarf að hafa eigin bíl. Upplýsing- ar í síma 16930. Sveitarstjórinn Kveðjur og þakklæti sendi ég öllum þeim, sem sýnt hafa mér og fjölskyldu minni samúð og veitt margvíslega hjálp vegna fráfalls og útfarar konu minnar, ESTERAR KARVELSDÓTTUR. Samhugur ykkar er okkur ómetanlegur styrkur. Sigmar Ingason ur, leikföng og síðast en ekki síst það sem fyrir var í miklu úr- vali, bónvörur, bílamottur, auk þess bensín- og olíuvörur frá ESSO. Verslunarstjóri í hinni „nýju“ bensínafgreiðslu er Ket- ill Jónsson, en hann hefur séð um Bílabúðina í 27 ár, sem með þessum breytingum hefur verið lögð niður sem slík. Að sögn Margrétar hafa einnig verið gerðar breytingar á smurstöð. Ný verkstjóri hefur verið ráðinn, Lúðvík Finnsson, og í framhaldi af því þjónustan bætt á ýmsa vegu. Hefur verið útbúin setustofa á smurstöðinni þannig að bíleigendur geta nú fengið sér kaffi og kíkt í blöðin á meðan bíllinn er smurður. Ketill Jónsson verslunarstjóri (lengst t.h.) ásamt hluta starfsfólks. F.v.: Helga Jónsdóttir, Marta Eiríksdóttir, Högni Guðjónsson og Sveinbjörn Halldórsson. Ljósm.: pket. SAMVINNUTRYGGINGAR GT Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. ogLíf- tryggingafélagsins Andvöku verða haldnir í Ármúla 3, föstudaginn 30. júní nk. og hefj- ast kl. 14:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf auk breytinga á samþykktum. Stjórnir félaganna. Smáauglýsingar Ibúð óskast 3ja herb. íbúð óskast til leigu í Keflavík. Uppl. í síma 15104. Börnin og við Hinn mánaðarlegi rabbfund- ur félagsins verður haldinn mánudaginn 5. júní kl. 20.00 í anddyri Heilsugæslunnar í Keflavík. Umræðuefni: Stíflur í brjósti. Stjórnin íbúð óskast 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu frá 1. júlí. Uppl. í síma 13589. Ibúð til leigu 2ja herb. íbúð til leigu í 3 mán- uði. Uppl. í síma 13157. Til sölu frystiskápur, Westfrost, 8 ára, 275 lítra, kr. 20.000. Sófasett úr rauðu plussi og 2 stólar, kr. 25.000. Ilangt sófaborð úr ljósu tekki, kr. 3.000. Allt vel útlítandi. Uppl. i síma 37559. Tölva til sölu BBC Master, 128 kb., litskjár, diskadrif 400 kb. gagna- grunnur, töflureiknir, Word processor. Verð kr. 40.000 staðgreitt. Uppl. í síma 11956. Ferð til Oulu í Finnlandi 19.-26. júní n.k. Beint flug, ókeypis gisting í skólum. Verð kr. 15.000. Meiri háttar ferð. Uppl. í síma 92-68410 og 91- 14164. þrír SBK bílar verða fastir í ferðum með ferðamenn út frá Reykjavík, þar af einn bíll fast- ur hjá Samvinnuferðum- Landsýn. m Njótið góðra veit- inga í mat og drykk Meðal rétta um helgina hjá okkur eru: •. Grillaður nýr humar í skel með eggjapasta. • Ristuð smálúða með sveppum og hvítlaukssmjöri. • Nauta- og grísa- steik með 2 sósum. • Ferskur ananas með heitri karmellu- sósu og kókos. •Auk fjölda ann- arra rétta. Borðapantanir í síma 15222 Þar sem vinir og kunningjar hittast Hafnargötu 57, Keflavík, Sími 15222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.