Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 7
\IÍKUK {uM% Fimmtudagur 8. júní 1989 7 Bakkus I bllveltu Því miður er nokkuð um það að Bakkus bregði sér i ökuferðir og þurfti Grinda- víkurlögreglan að hafa af- skipti af tveimur slíkum í síð- ustu viku. Annan þeirranáði lögreglan að stöðva áður en illa fór, en hinn náði að velta bifreið í Staðarhverfi í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins. Engin slys urðu á fólki í veltunni. Drengur brák- aði hnéskel Ungur drengur datt af léttu bifhjóli á bak við versl- unina Staðarkjör í Grinda- vík á föstudagskvöld. Við fallið brákaði drengurinn hnéskel og þurfti því á að- stoð að halda. Nærstaddir kölluðu til lögregluna í Grindavík og kom hún drengnum í réttar hendur. Grindavík: Umferðarnefnd Keflavíkur: BIFREIÐ FANNST Á SJÁVARBOTNI Bifreið fannst í Grindavík- urhöfn sl. mánudagsmorg- un. Maður, sem leið átti um höfnina, tók eftir að bifreið var á hvolfi í sjónum viðsvo- kallaða Svírabryggju. Lét hann lögregluna í Grinda- vík þegar, vita. Var bíllinn hífður upp af hafsbotni á mánudag. Reyndist þetta vera Mazda 323 station, ár- gerð 1980. Hafði bifreiðin legið lengi í sjó, þar sem mikill gróður hafði fests á bifreiðina. Lög- reglunni í Grindavík hefur tekist að hafa upp á eiganda bifreiðarinnar. Síðast þegar Mazdan sást, þá stóð hún við Hraðfrystihús Grindavíkur i nóvember á síðasta ári. Var bíllinn ógangfær og því hef- ur honunt verið ýtt fram af brvggjunni. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki og því óskar lögreglan í Grindavík eftir vitnum, sem kunna að hafa séð þegar grænni station Mözdu var ýtt út á bryggj- una seint á síðasta ári. Ekki hraða- hindrun í Háaleitið Umferðarnefnd Keflavík- ur tók nýlega fyrir erindi íbúa við Háaleiti, sem greint hefur verið frá hér í blaðinu og fjallar um ósk um tvær hraðahindranir og að gerð verði einstefnuakstursgata í Háaleiti. Nefndin sá ekki ástæðu til að settar verði hraðahindr- anir á götuna, að því er fram kemur í bókun nefndarinn- ar. En jafnframt getur nefnd- in fallist á að sett verði ein- stefna á götuna, þannig að akstursstefna verði frá Sunnubraut að Skólavegi. Verði sett einstefna á götuna má ganga þannig frá inn- akstursenda götunnar að skýrt komi fram að urn íbúð- argötu sé að ræða, segir í áliti nefndarinnar. gjörónýtur hefur honum nú verið kontið á haugu. t.jósm.: hbb. Eitt umslag - Engin bið * * * * n n n i sPMismm KEFLAVlK - NJARÐVIK - GARÐUR - GRINDAVIK Þarftu að leggja inn, greiða reikninga eða millifæra? Þó er Snarþjónusta Sparisjóðsins góð leið, ef þú vilt losna við biðröð. Komið og kynnið ykkur þessa nýju þjónustu Sparisjóðsins. n * * * * * * * * * ******************************** * * * * * * * * * * * * * * * • • p L O N T U S A L A DRANGAVÖLLUM 3, KEFLAVÍK, OPNAR LAUGARDAGINN 27. MAÍ Fjölbreytt úrval af garðplöntum. Tré, runnar og limgerði. Blóm, rósir og kvistir. Lífrænn áburður. Vikur og blómaker. Opið virka daga frá kl. 13-22, laugar- daga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-17. ATH: Sama verð og í Reykjavík EUROCARD

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.