Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.06.1989, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 08.06.1989, Qupperneq 13
mun {tittit________________ „Gerum þær já- kvæðari gagn- vart börnum“ - Rætt við þær Karen Valdimarsdóttur og Elsu Pálsdóttur, fóstrur, sem í fjögur ár hafa ásamt Gísla Viðari Harðarsyni staðið fyrir námskeiðum fyrir barnfóstrur Fimmtudagur 8. júní 1989 13 Fyrsti námskeiðshópurinn ásamt leiðbeincndum. Ljósm.: epj. Undanfarin fjögur ár hefur Rauða kross deild á Suðurnesj- um staðið fyrir barnfóstrunám- skeiðum. I ár eru námskeiðin svo eftirsótt að a.m.k. þrjú námskeið verða haldin. Um er að ræða námskeið þar sem þekking barnfóstrunnar er auk- in s.s. á þörfum og umhverfi barnsins, jafnframt því að barn- fóstrurnar öðlast mikið öryggi í starfi. Þessi fjögur ár hefur sama fólkið leiðbeint barnfóstr- unum, þ.e. Karen Valdimars- dóttir, fóstra, Elsa Pálsdóttir, fóstra, og Gísli Viðar Harðar- son, sjúkraflutningsmaður. Til að forvitnast betur um nám- skeið þetta tókum við þær Kar- en og Elsu tali. Hvert námskeið tekur yfir fjögur kvöld og kenna þær stöllur þrjú kvöldin en Gísli Viðar það fjórða, en þá tekur hann fyrir skyndihjálp. A námskeiðunum er farið vítt og breitt yfir þau mál sem barn- fóstrur þurfa að vita um. Tek- inn er fyrir þroski barna frá fæðingu og fram til 6-7 ára ald- urs. Þá er þeim kennt hvernig bregðast eigi við slysum í heimahúsum og hvar sem verið er með börn og ekki síður hvernig hægt er að fyrirbyggja slys. Um þenann þátt ætlum við nú að fræðast, þó viðtal sem þetta geti aldrei orðið tæmandi, heldur verður stikl- að á stærstu þáttunum. En gef- um þeim nú orðið varðandi uppbyggingu námskeiðanna. Elsa: „Markmiðið með námskeiðunum er að gera stelpurnar hæfari barnfóstrur og gera þær öruggari í starfi. Gera þær meðvitaðri um þroska barna og umhverfi þeirra. Við tökum fyrir æskileg og óæskileg leiksvæði og reyn- um að gera þeim grein fyrir á- byrgðinni sem á þeim hvílir og að hér sé um vinnu en ekki leik að ræða. Því verði þær að passa sig á því að leika sér ekki sjálf- ar og láta börnin vera af- skiptalaus á meðan.“ Launin Karen: „Hjá stelpunum er mikil samkeppni varðandi launamál, eins og hjá full- orðna fólkinu. Þær bera laun sín mikið saman og ætlast til að fá sömu laun, án þess að þær geri sér grein fyrir því að ábyrgðin, sem hvílir á þeim, er misjöfn. Sumar eru að passa börn frá fæðingu og upp í sex til sjö mánaða gömul. Þær bera nokkuð meiri ábyrgð en hinar sem eru með börn frá 2ja og upp í 6 ára aldur. Því geta þær ekki alveg verið með sömu laun. Þá eru sumar með börnin þannig að þær fá þau út í kerru og eiga bara að labba með þau, en aðrar verða að passa meðan mömmurnar eru úti að vinna og þurfa að koma með þau inn, skipta á þeim, gefa þeim að borða og sjá um alla hluti. Elsa Pálsdóttir Við höfum reynt að finna út sanngjörn laun, því það er mikið hringt í okkur og spurst fyrir um launamál. Hefurokk- ur fundist að þær sem ekki þurfa að skipta á börnum, ekki gefa þeim að borða og hafa minni ábyrgð, eins og aðeins að labba með þau úti, hafi um eitt hundrað krónur á tímann og þykir það mjöggott. Hinar, sem sjá alveg um barnið, fá þetta 120-150 kr. á tímann. En auðvitað er það matsatriði for- eldra hvort þau borga undir eitt hundrað krónum.“ Slysagildrur Elsa: ,,A námskeiðunum gerum við stúlkunum grein fyrir því hverju þær megi búast við af krökkum á ákveðnum aldri. T.d. að krakkar á aldrin- um eins til þriggja eru óvitar og þá meiri óvitar en krakkar á aldrinum fjögurra til fimm ára. Þær verði að gera sér grein fyrir því hverju þær geta átt von á. Við reynum að aðvara þær um slysagildrur og leggjum mikið upp úr því hvaða hlutir eru hættulegir og hvaða svæði ber að varast og eins hvernig fyrirbyggja má slys. Þarna er tekið á atriðum eins og ef barn brennist, ef barn meiðist og t.d. fellur niður af borði.“ Fullar möppur af fróðleik -Eru stúlkurnar vel móttœki- legar fyrir lœrdómnum? Karen: „Hóparnir eru alltaf misjafnir, en okkur hefur fundist þær misjafnlega mót- tækilegar, enda ekki sama hvort um er að ræða 11 ára stelpur eða 13 ára. En þeim finnst öllum mikil til þess koma að vera á námskeiði og því eru þær mjög virkar, þó það fari eftir þroska þeirra. Þá fá þær möppur sem eru fullar af fróðleik, sem við för- um fyrir stig af stigi og hvetj- um þær til að lesa heima og með því fólki sem þær eru að passa hjá. Við það skapast meira öryggi hjá báðum aðil- um.“ Elsa: „Það er ekkert óeðli- legt við það þó börnin séu eins misjöfn og þau eru mörg og því reynum við að fá þær til að verða jákvæðari gagnvart börnunum og að þær geri það leiðinlega hjá börnunum að skemmtilegu.“ Jákvæðari -Hafið þið fengið áþreifan- legar sannanir fyrir því að þetta hafi tekist hjá þeim? Karen: „Já, við höfum heyrt í foreldrum barna, sem hafa haft þessar stúlkur í pössun hjá sér. Segja þeir að þær séu miklu jákvæðari við börnin eftir þátttöku í námskeiði og leiki sér meira við þau. Brosi til þeirra og séu á allan hátt opn- ari fyrir þeim. Heilsi þeim glaðlega þegar þær koma að sækja þau og kveðji þau vel. Með því móti þykir krökkun- um meira gaman hjá þeim og stúlkurnar finna fyrir meiri ánægju, en ekki viðmóti eins og að þær séu að passa bara til að fá pening.“ Elsa: „Oft hafa viðbrögðin hjá foreldrum barnanna, þ.e. vinnuveitendum stúlknanna, orðið á þann veg að þeir borgi námskeiðsgjaldið þó hitt sé al- gengara að foreldrar stúlkn- anna geri það.“ Mikil aðsókn „Þrátt fyrir að þetta sé fjórða árið sem við erum með námskeiðin, hefur aðsóknin aldrei verið meiri en nú. Hefur þetta spurst út og bæði foreldr- ar barnanna og stúlknanna eru ánægðir. Erum við því nú með þrjú námskeið í gangi með 20 nemendur hverju sinni og því munu 60 stúlkur útskrifast og fá skírteini upp á vasann." Bannað að hnýsast Fram kom hjá þeim Karen og Elsu að eingöngu stúlkur sæktu námskeiðin, þó algengt væri að strákar væru í kvöld- pössun. En þá pössun taka þær einnig vel fyrir og þar er áhersla lögð á að vera ekki að hnýsast í skúffur eða aðrar eig- ur fólks og að vera ekki mikið með partý. Þá er þeim uppá- lagt að hafa við hendina síma- númer foreldra svo hægt sé að hringja í þá ef eitthvað ber upp á. Yngri stúlkur Þar til í fyrra sóttu stúlkur úr öllum byggðarlögunum sjö á Suðurnesjum námskeiðin, en nú halda Grindvíkingar sjálfir námskeið fyrir sína krakka. A hverju kvöldi er þeim krökk- um, sem eiga heima utan Keflavíkur, ekið heim til sín að námskeiði loknu. Þá kom fram hjá þeim að nú væru það aðallega stúlkur á aldrinum 11-13 ára, sem létu skrá sig. Væri það rniður, því stúlkur á aldrinum 14-16 ára væru mest í kvöldpössuninni. „Við viljum því hvetja þessar Karen Valdimarsdóttir stúlkur til að sækja námskeið- in, sem eru mjög fræðandi fyrir þær.“ „Stöðnum ekki“ En hvað skyldi þeim stöllum finnast um námskeiðsgjaldið? Sögðu þær að það væri 2000 krónur. Innifalið í því væri mikið af bæklingum og náms- gögnum í möppu sem krakk- arnir fá. Þá fá krakkarnir öl og með því í frímínútunum og í lokin fá þær skírteini á stærð við ökuskírteini sem við hvetj- um þær til að sýna. -En er þetta alltaf jafn gam- an? Þær báðar: „Já og til þess að koma í veg fyrir að við stöðn- um, fáum við alltaf sent allt nýtt efni í þessum efnum úr Reykjavík og því er alltaf verið að gera þetta betra og betra.“ Gísli Viðar Karen: „Eitt viljum við þó sérstaklega að fram komi. Það er við höfum alltaf verið þrjú sem stöndum að þessu, ég, Elsa og Gísli Viðar. Upphaf- lega bað hann okkur um þetta og við slógum strax til vegna nauðsynjar á að halda þetta. Hefur okkur fundist hann mjög jákvæður gagnvart þessu, mjög liðlegur við okkur að viða að efni og verið mjög ósérhlífinn. Hefur hann verið alveg á kafi í þessu með okkur og á hann þakkir skildar, enda hefur hann unnið gott starf og sýnt þessu mjög mikinn áhuga sem formaður Rauða kross deildar á Suðurnesjum." Heimsóknartímar á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs Heimsóknartimar á Sjúkrahúsinu í Kefla- vík eru alla daga vikunnar frá kl. 15:00- 16:00 og 19:00-19:30. Heimsóknargestir eru vinsamlega beðnir um að virða auglýsta heimsóknartíma, þar sem heimsóknir á öðrum tímum geta skaj^- n að bæði sjúklingum og starfsfólki umtals- verð óþægindi. Hjúkrunarforstjóri

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.