Víkurfréttir - 27.07.1989, Síða 11
yfiKun
10 Fimmtudagur 27. júlí 1989
Oldboys-lið Reynis og Oldboys-lið Vogs Boltfélags.
Góðir gestir hjá
Reynismönnum
Menn voru kátir og glaðir í
íþróttahúsinu í Sandgerði sl.
föstudagskvöld en þá fór fram
lokahátíð heimsóknar gesta frá
vinabæ Sandgerðis í Færeyjum,
Vogi. Varþað knattspyrnufélag
Vogs, Vogs Boltfélag, sem
hafði dvalið í Sandgerði um
vikutíma. Var þetta stór við-
burður fyrir knattspyrnufélagið
Reyni í Sandgerði og Vogs
Boltfélag, því 30 ár eru liðin frá
því þessi félög léku síðast sam-
an.
Færeysku gestirnir, tæplega
40 manna hópur, komu til
Sandgerðis laugardaginn 15.
júlí og á sunnudeginum léku
þeir fyrstu leikina. Voru Fær-
eyingarnir bæði með liðið sem
keppti við Sandgerðinga fyrir
30 árum og einnig meistara-
ílokkslið. Satt best að segja
lögðu Færeyingarnir old boys-
lið Reynismanna með tveimur
mörkum gegn einu. Það var
hinn léttfætti framherji Sand-
gerðinga, John Hill, sem gerði
tilraun til að bjarga andliti
Reynismanna og skoraði eina
mark Reynis með glæsilegu
skallamarki.
Það gekk aftur á móti betur
hjá meistaraflokki Sandgerðis
gegn meistaraflokki Vogs
Boltfélag. Þar fóru heima-
menn með sigur af hólmi, 3:2.
A meðan á heimsókninni
stóð lék Vogs Boltfélag einnig
við Njarðvíkinga og sigraði þá
með þremur mörkum gegn
engu. A þriðjudag í síðustu
viku buðu síðan Víðismenn
færeysku gestunum á bikar-
leikinn Víðir-Fram og síðan í
kaffi í félagsheimilinu að leik
loknum. Þórður Olafsson hjá
knattspyrnufélaginu Reyni
vildi koma á framfæri sérstöku
þakklæti til nágranna sinna í
Víði fyrir þetta boð.
A miðvikudeginum var far-
ið með gestina í heilmikla öku-
ferð um suðurlandsundirlend-
ið. Var byrjað á Þingvöllumog
síðan haldið á Laugarvatn, þar
sem Stefán, veitingamaður á
Vitanum, tók á móti ferða-
löngum með matarveislu. Frá
Laugarvatni var farið að Gull-
fossi og Geysi og þaðan til
baka til Hveragerðis.
Þegar líða tók að lokum
ferðarinnar var Færeyingun-
um boðið að skoða mannvirki
Hitaveitu Suðurnesja og einn-
ig bauð hitaveitan gestunum í
mat. Þá fóru allir í Bláa lónið.
Lokadagur heimsóknarinn-
ar var síðan sl. föstudag. Þá
léku old boys Reynis og old
boys Vogs Boltfélag og sigr-
uðu Reynismenn þar með
tveimur mörkum gegn einu.
Meistaraflokkur Reynis-
manna sigraði einnig með
tveimur mörkum gegn engu.
Um kvöldið var síðan haldin
mikil veisla í íþróttahúsinu,
sem á milli 260 og 270 manns
sóttu. Þar var Færeyingafélag-
ið á Suðurnesjum mætt til leiks
og sýndi þjóðdansa. Stefán á
Vitanum og Axel hjá Veislu-
þjónustunni sáu um veitingar
þetta kvöld. Að loknum mat
voru veittar viðurkenningar til
Knattspyrnufélagsins Reynis
og sveitarstjórnar Miðnes-
hrepps frá sveitarstjórninni í
Vogi og það sama gerði sveit-
arstjórnin í Sandgerði.
Færeyska hljómsveitin Vík-
ingband hélt síðan uppi stans-
lausu stuði á mannskapnum
langt fram undir morgun, en
gestirnir héldu heim á hádegi
sl. laugardag.
Stjórn Knattspyrnufélags-
ins Reynis vill koma á fram-
færi þakklæti til þeirra fyrir-
tækja og einstaklinga sem
studdu við bakið á félaginu,
svo það gæti tekið á móti gest-
unum.
Mikill fjöldi fólks var viðstatt lokahátíð í íþróttahúsinu í Sandgerði.
Formaður Vogs Boltfélags afhenti Rcynismönnum mynd frá Færeyjum ...
.. . og Pétur Brynjarsson, formaður Reynis, afhcnti á móti mynd af Sand-
gerði.
Rúnar sló nokkur högg með undraverðum árangri, enda með leiðsögn eins frægasta
golfkennara heints, John Jacobs.
Rúnar þorir
ekki í golf
Sýndi ótrúlega snilli er hann fór í kennslu
til eins kunnasta golfkennara heims
Sandgerðingurinn Rúnar
Marvinsson, einn þekktasti
matargerðarmaður íslend-
inga, matreiddi sérstaklega
fyrir heimskunnan golfkenn-
ara, John Jacobs, sem kom í
heimsókn til íslands fyrir
skömmu. Rúnargrillaðisilung
og lax fyrir kappann og 16
heppna kylfinga, sem unnu sér
inn kennslu hjá John Jacobs,
setn fram fór í Hvammsvík í
Hvalfirði. Ólafur Skúlason,
laxeldismaður með meiru, sem
er mörgum Suðurnesjamönn-
um að góðu kunnur, stóð fyrir
heimsókn Jacobs og setti upp
golfmót áður í Hvammsvík,
þar sem 16 bestu unnu sér inn
kennslu hjá hinum kunna
kennara.
í Hvammsvík er 9 liolu golf-
völlur og veiðivatn, sem hefur
fengið orð á sig fyrir að vera
golf- og veiðiparadís. Jacobs
þessi er mikill veiðidellumað-
ur og það varð kveikjan að
komu hans hingað. Þennan
dag sem hann kenndi íslend-
ingunum sextán skrapp Rúnar
Marvinsson, Sandgerðingur-
inn síungi, upp í Hvammsvík
með grillið og matreiddi feng-
inn sem Jacobs hafði fengið í
Hvammsvík. Jacobs var yftr
sig ánægður með íslenska sil-
unginn og laxinn en heimtaði
einnig að fá að sýna Rúnari
nokkur atriði í golfi í staðinn.
Rúnar tók af sér svuntuna,
hlustaði vel á Jacobs í smá-
stund og sló svo nokkur golf-
högg með ótrúlegum árangri.
Svo vel gekk hjá Rúnari að
hann rétti Jacobs kylfuna aft-
ur skömmu síðar og sagðist
ekki þora meiru, hann mætti
nefnilega ekki vera að því að fá
delluna.
.Stórlaxar", hver á sinu sviði. F.v.: Rúnar Marvinsson, John Jacobs og Ólafur Skúla-
son.
Ljósmyndir: pket.
VlKUR
Fimmtudagur 27. júlí 1989 11
Landsmót í golfi hefst á Hólmsvelli
í Leiru á mánudag:
Stefnir
- segir Sigurður Jónsson, mótsstjóri
Landsmóts í golfi 1989
„Það væri stórkostlegt ef nafna mínum Sigurðssyni tækist að verja íslandsmeistaratitilinn hér á
heimavelli sínum og að Keren Sævarsdóttir næði að sigra í meistaraflokki kvenna,“ segir Sigurður
Jónsson, mótsstjóri. Ljósm.: pket.
„Það stefnir í mjög góða
þátttöku enda allt til þess fallið
svo það geti orðið. Völlurinn er í
toppstandi, veðurspár hagstæð-
ar og breyting verður á niður-
röðun flokka í mótið. Allt þetta
gæti orðið til þess að búast má
við meiri þátttöku en nokkru
sinni fyrr,“ sagði Sigurður
Jónsson, mótsstjóri Landsmóts
í golfi, sem byrjar á Hólmsvelli
í Leiru næsta mánudag, 31. júlí,
og stendur til laugardagsins 5.
ágúst.
Golfklúbbur Suðurnesja
hélt síðast Landsmót árið
1986, sem þá var haldið „með
stæl“, sællar minningar. Þá
var unnið sannkallað afrek á
framkvæmdasviðinu því
skömmu fyrir mótið var 18
holu völlur vígður og einnig
nýtt klúbbhús. Það má því
segja að undirbúningsvinnan
sé léttari fyrir þetta mót en
engu að síður er margt sem
þarf að gera þegar búist er við
á milli 250 og 300 þátttakend-
um. Sérstök Landsmótsnefnd,
skipuð þeim Sigurði Jónssyni,
sem er mótsstjóri, Kristjáni
Einarssyni, dómara, Hirti
Kristjánssyni, Ástu Pálsdótt-
ur, Jóni Pálma Skarphéðins-
syni, Ómari Jóhannssyni og
Páli Ketilssyni, hefur séð um
mestallan undirbúning fyrir
mótið, auk fleiri félaga í GS.
Metþátttaka?
-Þú talar um 250-300 þátt-
takendur. Er ekki erfitt að
halda svona stórl mót?
„Jú, þetta krefst mikillar
skipulagningar. Keppendur
gætu orðið um 300 og því var
brugðið á það ráð að láta þrjá
flokka af sjö byrja á mánudeg-
• Það má segja að golfíþróttin
sé að ná heljartökum á Suður-
nesjamönnum, því ótrúleg fjölg-
un hefur átt sér stað í Golf-
klúbbi Suðurnesja í sumar.
Tæplega eitt hundrað nýir fél-
agar hafa skráð sig i klúbbinn
sem nú telur yfir fjögur hundr-
uð...
inum. Það eru flokkar, þar
sem skorið er á þátttökufjölda
eftir tvo daga, þannig að þá
verður auðveldara að ræsa alla
út á þriðja degi mótsins þegar
hinir fjórir flokkarnir byrja.
Einnig held ég að þetta geti
orðið til þess að þátttakan
verði meiri, því u.þ.b. helm-
ingur keppenda lýkur þátt-
töku sinni á fímmtudeginum
og getur því farið með fjöl-
skyldum sínum eitthvað um
verslunarmannahelgina ef þeir
hafa áhuga á því. Annars má
búast við miklum mannfjölda
hér í Leirunni þessa Lands-
mótsviku, sem að sjálfsögðu
nær hámarki síðasta keppnis-
daginn, þegar meistararnir
• Einn þátttakandi í Landsmót-
inu í golfi óskaði eftir því að fá
að nota golfbíl þegar hann léki.
Það leyfi var fúslega veitt en
þetta verður í fyrsta skipti sem
það gerist. Eigandi bílsins og
umræddur kylfingur er enginn
annar en einn af Kennedy-
bræðrunum á Akureyri, Skúli
Ágústsson, sem mun sérstak-
lega fiytja bílinn suður af þessu
tilefni...
leika síðasta hringinn. En allt
fer þetta eftir veðri og veður-
spár fyrir næstu viku lofa
góðu, norðanátt og sól, þannig
að við erum mjög bjartsýn.“
Siggi og Karen í
baráttunni
-Eigið þið von á fólki frá
landsbyggðinni til Suðurnesja
vegna mótsins?
„Já, það má eiga von á
talsverðum hópi utan af landi.
Við þurfum ekki að kvíða
skorti á gistirými því nóg hót-
elpláss eru í boði.“
• Það er viðtekin venja að Ein-
herjar, klúbbur þeirra sem hafa
farið holu í höggi, haldi sitt ár-
lega mót rétt fyrir Landsmót á
viðkomandi velli. Einherjamót-
ið verður á laugardaginn en þeir
kylfingar sem ekki hafa farið
holu i höggi kalla þcnnan flokk
jafnan grísapungaklúbbinn...
framkvœmdir verið á honum í
sumar?
„Það verður vígð ný flöt á 4.
brautinni, sem verður tekin í
notkun í Landsmótinu og svo
er stutt síðan að það var lögð
ný flöt á Bergvíkurholunni.
Að öðru leyti hafa litlar sem
engar nýframkvæmdir verið á
vellinum í sumar.“
-Að lokum, Sigurður, viltu
spá einhverju um úrslit?
„Það væri stórkostlegt ef
nafna mínum Sigurðssyni tæk-
ist að verja Islandsmeistaratit-
ilinn hér á heimavelli sínum og
Karen Sævarsdóttir næði að
sigra í meistaraflokki kvenna.
En það stefnir allt í geysi-
spennandi og harða keppni í
öllum flokkum og ég held að
við Suðurnesjamenn teflum
fram góðum kylfingum í öllum
flokkum. En ég vil að lokum
hvetja Suðurnesjamenn til að
fjölmenna í Leiruna og fylgjast
með skemmtilegu móti og
bestu kylfmgum landsins berj-
ast um Islandsmeistaratitla,“
sagði Sigurður Jónsson, móts-
stjóri Landsmóts í golfi.
-Þú segir að völlurinn sé í
góðu ástandi. Hafa einhverjar
i met-
★★★★★★
Það er heitt og notalegt
hjá okkur alla daga!
Ætlar þú að kíkja?
BAÐHÚSIÐ VIÐ
BLÁA LÓNIÐ
Opið alla daga frá 10-22
★★★★★★★★★