Víkurfréttir - 21.09.1989, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRETTA - OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJTTlt,r
Landst
Safnal
Hverf
101 R
37. tölublaö 10. árgangur
Fimmtudagur 21. september 1989
Sviptir ökuleyfi
eftir vftaverðan
akstur innanbæjar
Tveir ökumenn voru sviptir
ökuréttindum sínum til bráða-
birgða eftir að lögreglan
stöðvaði þá fyrir vítaverðan
akstur innanbæjar í Keflavík
um síðustu helgi.
Sá fyrri var tekinn á föstu-
dagskvöld á Hringbraut. Er
hann jafnframt grunaður um
meinta ölvun við akstur. Síð-
an kom í ljós að ökutæki
hans var óskoðað og vanbúið
til aksturs.
Hinn síðari var tekinn á
Hafnargötu á sunnudags-
kvöld en auk aksturslagsins
var hann staðinn að því að
aka á 105 km hraða þar sem
aðeins má aka á 50 km
hraða.
FALLGRATURINN.
Ljósm.: Haukur Ingi Hauksson
Viðhald
Reykja-
nes-
brautar
óverj-
andi
Bæjarstjórn
Keflavíkur
vill úrbætur
„Bæjarstjórn Keflavíkur
samþykkir að skora á ríkis-
stjórn Islands að hún láti nú
þegar fram fara nauðsynleg-
ar úrbætur á Reykjanes-
braut.
Brautin er sérstaklega við-
sjárverð í votviðri og hálku,
vegna slits, því í henni eru
djúpir skorningar, sem bjóða
hættunni heim. Það er með
öllu óverjandi að sinna ekki
nauðsynlegu viðhaldi þannig
að hægt sé að tryggja betur
öryggi þeirra sem um braut-
ina fara.“
Svohljóðandi tillaga var
borin upp af Drífu Sigfús-
dóttur á fundi bæjarstjórnar
Keflavíkur síðasta þriðju-
dag. Aðrir mættir bæjarfull-
trúar skrifuðu allir undir
tillöguna. Jafnframt var
samþykkt að beina því til
allra sveitarstjórna á Suður-
nesjum að hafa mál þetta
sem eitt af forgangsmálum á
árlegum fundi sveitarstjórn-
amanna með fjárveitinga-
nefnd, sem fram fer í næsta
mánuði.
BÆJARSTJÖRN KEFLAVÍKUR:
Voru bæjarfull-
trúar blekktir?
Allnokkrar umræður urðu á
fundi bæjarstjórnar Keflavík-
ur á þriðjudag lim hlutverk
Héraðsnefndar Suðurnesja
og það hvort nefnd sú ætti að
hafa einhvern kostnað í för
með sér fyrir þau sveitarfélög
er ekki áttu aðild að Sýslu-
nefnd áður. En nefnd þessi tók
við hlutverki þeirrar nefndar.
Taldi hluti bæjarfulltrúa í
Keflavík að þegar málefni
Héraðsnefndar hefðu á'sín-
um tíma verið kynnt hefði
komið fram að enginn auka-
kostnaður yrði af störfum
nefndarinnar fyrir bæjarfél-
ögin, fram yfir rekstrar-
kostnað SSS. Nú væri annað
komið í ljós og því hefðu
menn verið blekktir á sínum
tima.
í sumar, er mál þetta var
til umræðu íbæjarráði Kefla-
víkur, var samþykkt_ að
fresta því. Nú lagði JónÓlaf-
ur Jónsson hins vegar til að
málið yrði tekið til afgreiðslu
og var það samþykkt með
sex atkvæðum. Siðan var
málið samþykkt með 5 at-
kvæðum en fjórir sátu hjá.
Þar með greiðir Keflavíkur-
bær hlut sinn í Héraðsnefnd
sem og öðrum nefndum.
Með
ffkniefni
á
miklum
hraða
Lögreglan í Keflavík stöðv-
aði á þriðjudag ökumann á
Víknavegi í Njarðvík fyrir að
aka á 104 km hraða. Var hann
sviptur ökuleyfi til bráða-
birgða, en þá kom í Ijós að hér
var um ítrekaða sviptingu að
ræða því tveimur dögum áður
hafði hann einnig verið svipt-
ur leyflnu í Reykjavík.
Við nánari athugun fannst
á manninum hassmoli,spítt
og töflur. Er hann því grun-
aður um akstur undir áhrif-
um lyfja. Var því tekin af
honum blóðprufa og þvag-
prufa og send til rannsóknar.
Hluti þeira gesta er mættu í tveggja ára afmælishóf FMS í
Glaumbergi. Ljósm.: hbb.
Fiskmarkaður Suðurnesja:
Hefur selt fyrir
1300 millj. kröna
Á þeim tveimur árum sem
liðin eru síðan fiskuppboð
hófust hjá Fiskmarkaði Suð-
urnesja h.f. hafa verið seld
rúmlega þrjátíu og sex þús-
und tonn af fiski (raunar
smávegis af svartfugli líka),
fyrir 1286,5 milljónir króna
miðað við síðustu mánaða-
mót.
Af þessu magni hefur mest
verið selt af þorski eða
17.402 tonn fyrir 720
milljónir króna.