Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.1989, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 21.09.1989, Blaðsíða 9
Fréttir Hinn nýi krani Húsagerðarinnar við grunn nýja dagheimilisins. Víkurfréttir 21. sept. 1989 Ljósm.: cpj. Húsagerðin byggir dagheimili Erling KE til spærl- ings- veiða Af fimm bátum, sem leyfi hafa fengið til spærlings- veiða, eru þrír Suðurnesja- bátar. Áður hefur verið greint frá Grindavíkurbát- unum Hábergi og Sunnu- bergi, en nú hefur komið í ljós að Erling KE hefureinn- ig fengið leyfi. Gildir leyfið tii 15. október nk. Er Hábergið byrjað á veið- unum og hefur stundað þær við Vestmannaeyjar. Hefur skipið fengið mest tvö tutt- ugu tonna höl á dag. Spærl- ingur er veiddur í troll og er veiðisvæðið aðallega út af Suðurlandi. Héraðs- dýralæknir skipaður Forseti íslands hefur að tillögu landbúnaðarráðherra skipað Stein Steinsson, hér- aðsdýralækni á Sauðárkróki, í stöðu héraðsdýralæknis í Gullbringusýslu. Embættið nær einnig yfir Kjósarsýslu, Reykjavík og Hafnaríjörð. Fjórtán umsóknir bárust um stöðuna en hæfnisnefnd, skipuð þrem dýralæknum, mat Stein hæfastan umsækj- enda. Hitaveita Suðurnesja: Grindvíking- ar vildu vísa frá samningi við Vatns- veituna Samningsdrög milli Hita- veitu Suðurnesja og Vatns- veitu Suðurnesja voru til um- ræðu á fundi stjórnar hitaveit- unnar 1. september sl. Þar lagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, fram eftirfarandi frávísunartillögu: „Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir viðræðum við Vatnsveitu Suðurnesja um þau mál, sem tengjast hagsmunum Grindvíkinga. Þar til niðurstaða þeirra liggur fyrir tel ég ekki tíma- bært að V.S. og H.S. geri með sér samning um rekstur vatnsveitu í Grindavík og legg til, að tillögu um af- greiðslu á samningi verði vís- að frá.“ Var tillaga Jóns Gunnars felld með 7 atkvæðum gegn einu. Gengið hefur verið frá samningi milli Húsagerðar- innar h.f. og Keflavíkurbæjar um að fyrirtækið sjái um að gera nýja dagheimilið við Heiðarbraut fokhelt. Að sögn Antons Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Húsagerðar- innar, er stefnt að því að steypa húsið upp á næstunni og að framkvæmdum þeim, sem þeir hafa tekið að sér, Ijúki í janúar til febrúar nk. Hefur fyrirtækið nú keypt nýjan og stóran byggingar- krana sem vígður verður við framkvæmdir þessar. Um er að ræða ítalskan krana með 35 metra bómu, sem getur lyft tonni í endann, þ.e. með fullu bómuhafí. Hefur kran- inn þegar verið settur upp á byggingarstað en fram- kvæmdir áttu að öðru leiti að hefjast í þessari viku. Bensínstöðvar- málið óupplýst Við ritun fréttarinnar um hættulegt athæfi við bensín- stöðina í Garði, sem skýrt var frá í síðasta tölublaði, var of sterkt til orða tekið þegar sagt var að einn drengur hefði ver- ið handtekinn. Hið rétta er að umræddur drengur var færð- ur til viðræðna við lögregluna en málið hefur ekki verið upp- lýst ennþá. Þá voru þeir unglingar og krakkar, sem voru á staðn- um, aðvaraðir af lögreglunni og gert ljóst hve hættulegt slíkt uppátæki væri. slíkt uppátæki væri. Leið- réttist þetta hér með og jafn- framt eru viðkomandi beðn- ir velvirðingar á umræddum mistökum. r KVÖLD- OG NÆTURÞJÖNUSTA 4 PizZOíA NÚ BJÓÐUM VIÐ FRÍA HEIMKEYRSLU Á LAUGARDAGSKVÖLDUM Á PIZZUM, FRÖNSKUM KARTÖFLUM, SÓSU, SALATI OG GOSI FRÁ KL. 22:00 TIL KL. 05:00. PÖNTUNARSÍMI 14777. MINNUM EINNIG Á OKKAR ÓDÝRU RÉTTI DAGSINS í HÁDEGINU OG Á KVÖLDIN ALLA DAGA. EINNIG OKKAR VINSÆLU GRILLRÉTTI S.S. KJÚKLINGABITA, GRATINERAÐA FISKRÉTTI, SAMLOKUR, HAMBORGARA OG PÍTUR. iL AN© E EUROCARD HAFNARGÖ TU 62 - SÍMI 14777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.