Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 21.09.1989, Blaðsíða 12
12 Messur Keflavíkurkirkja Umræðufundur um safnaðarupp- byggingu verður í Kirkjulundi í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Vænst er þátttöku starfsfólks kirkjunnar og áhugafólks í sókn- inni um safnaðaruppbyggingu. Vertu með í því að móta vetrar- starfið. Laugardagur 23. sept.: Jarðarför Ásgeirs Þ. Sigurðs- sonar, Vallartúni I, fer fram kl. 14. Sunnudagur 24. sept.: Messa kl. 11 (altarisganga). Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti Anna Guðmundsdóttir. Sóknarprestur G r eiðslukort aþj ónusta Víkurfréttir Söngfólk í Keflavík og nágrenni Kór Keflavíkurkirkju óskar eftir fólki í all- ar raddir. Við æfum á þriðjudögum kl. 20.30 í kirkjunni okkar. Upplýsingar veita Rósa í síma 12145 og Elsa í síma 12416. Lokað vegna sumarleyfa út októbermánuð. Einbýlishús í Garði Auglýst er eftir góðu einbýlishúsi í Gerða- hreppi til leigu eða sölu. Tilboð sendist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fyrir kl. 16 föstudaginn 29. sept. nk. í tilboði skal greina: - Lýsing á húsi. - Verð og greiðsluskilmálar ef um sölutil- boð er að ræða. Askilinn er réttur til þess að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Vikurfrétt: Skemmtanalífið Eigendur Ráarinnar, þau Björn ViTilI Þorleifsson og Nanna Jónsdóttir. Ljósm.: epj. RÁIN - Nýr veitinga- og skemmtistaður „Ráin er kráin í Keflavik." Þetta slagorð glumdi á Bylgj- unni um helgina og gaf til kynna að nýr skemmtistaður væri kominn í Keflavík. Þessi auglýs- ing, ásamt umræðu m.a. hér í blaðinu og manna á milli, virk- aði þannig, að staðurinn hrein- lega sprengdi utan af sér á fyrsta kvöldinu, sem var á laug- ardag. „Ráin er skemmtistaður með bjórívafi, en þó matsölu- og kaffihús að deginum til, þar sem einnig má kaupa sterkar og léttar veitingar." Þetta sagði Björn Vífill Þorleifsson í samtali við blaðið en á laugar- dag var nýjasti skemmtistað- urinn á Suðurnesjum opnaður að Hafnargötu 19 í Keflavík. Staður þessi er í eigu þeirra hjóna, Björns Vífils og Nönnu Jónsdóttur. Þar með er lokið tveggja og hálfs mánaðar undirbúningi að opnun staðarins, sem er hinn vistlegasti að öllu leiti. Er handbragð heimamanna mjög gott á staðnum, en efni innrétt- inganna er í stærstu atriðum keypt í kaupfélaginu og hjá Glersölunni í Keflavík, að sögn Björns Vífils. Yfirsmiður var einnig heimamaður, Þórð- ur Guðmundsson. Til að byrja með mun stað- urinn bjóða upp á matsölu að deginum til þ.e. í hádeginu, en opið er frá kl. 11 að morgni og fram til 14.30 og síðan frá kl. 18 og fram úr. A þessum tíma er bæði hægt að kaupa kráar- rétti sem stórsteikur, kaffi og rjómakökur eða léttar og sterkar veitingar. Er boðið upp á bjór frá Agli Skallagríms- syni. Ef vel gengur er ætlun eig- endanna að opna inn í kjallara Færseth-hallarinnar upp úr áramótum. En í dag er boðið upp á sæti fyrir 100 manns á efri hæðinni og síðan rými ásamt standborðum á neðri hæðinni, þar sem laust er við allan skarkala. Mun Björn Vífill sjálfur annast afgreiðslu á barnum auk þess sem hann grípur í þjónustuna. En Björn Vífill er enginn ný- græðingur á þessu sviði, þar sem hann hefur starfað við slíkt frá 1970 og útlærður frá 1975. Með honum starfar sem matreiðslumeistari Sverrir Halldórsson. Lundaball um aðra helgi Tilkynniíig til viðskiptamanna HITAVEITU SUÐURNESJA Eindagi orkureikn- inga var 15. sept. Ath.: Lokunargjald er 1600 kr. Látið orkureikninginn hafa forgang. HlTAVEITA SUÐURNESJA - INNHEIMTA i Þeir Vestmannaeyingar á Suðurnesjum og aðrir, er færi hafa fengið á að sækja lunda- böllin hér syðra, hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með skemmtunina. Nú gefst kost- ur á slikri uppákomu um aðra helgi í Félagsheimilinu Festi í Grindavík. Þó staðurinn sé stór dugði hann vart í fyrra, því húsfyll- ir varð. Hvað um það, að sögn skemmtinefndarinnar fer skemmtunin fram laugar- daginn 30. september og hefst kl. 20. Þar verður á boðstólum reyktur og steiktur lundi ásamt tilheyrandi meðlæti, pottréttur o.fl. Þá verður dansað fram eftir nóttu. Veislustjóri verður Árni- Johnsen, sem mun leiða hinn alkunna íjöldasöng Vest- mannaeyinga. Verður það hljómsveitin Papar ásamt Eyjapeyjunum Hermanni, Inga og Helga, sem sjá mun um fjörið, en matseldin er í höndum Vit- ans í Sandgerði eins og und- anfarin ár. Hópferð verður frá Garði, Keflavík og Njarðvík en nánari upplýs- ingar fást hjá stjórn félagsins eða hjá eftirfarandi aðilum; þar er einnig miðasalan: Bjarni, sími 13167; Guð- mundur, sími 12854; Hebba, sími 68294; Eiríkur, sími 46648; Guðrún, sími 27260 og hjá Jóni í síma 11452.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.