Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.10.1989, Blaðsíða 2
2 Líkamsrækt og heilsa Víkurfréttir 5. okt.1989 ..Aukinn áhugi fyrir líkamsrækt" - segja Anna Lea og Brói, sem nýlega opnuðu líkamsræktarstöð í Keflavík „Viðtökumar hafa verið mjög góðar og áhugi fyrir lík- amsrækt virðist vera meiri en á sama tíma í fyrra,“ sagði Guð- mundur Sigurðsson, Brói, í samtali við hlaðið. Nýverið opnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Leu Björnsdóttur, líkamsræktarstöð að Hafnar- götu 23 í Keflavík. Opið hús var hjá þeim um síðustu helgi, þar sem fólki gafst kostur á að skoða hús- næðið og kynnast því sem þarna fer fram. En hvað er fólki boðið upp á? Gefum Önnu Leu orðið: „Hér getur fólk gert allt milli himins og jarðar í líkams- rækt og leikfimi. Við bjóðum upp á bæði hratt og hægt ero- bikk, mömmu- og barnatíma, þrekhring, sem er sambland af erobikkæfingum og tækjaleik- fimi, einnig rólega tíma og kraftmikla tíma fyrir þær sem vilja léttast um einhvern fjölda kílóa. Það eru allirmöguleikar í gangi og fólk getur komið hvenær sem er dagsins og fundið eitthvað við sitt hæfi.“ -Hverjir sækja í þessa lík- amsræktarstöð? „Almenningur. Þeir sem ekki hafa áhuga á að vera í keppnisíþróttum. Einnig koma hingað gamlir knatt- spyrnumenn, golfarar og handboltamenn, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er mjög breiður hópur sem kemur til okkar, enda spannar líkamsræktar- stöðin vítt svið.“ -Að endingu, þið bjóðið upp á meira en líkamsrækt. „Já, við erum með barna- pössun allan daginn fyrir þær Líkamsræktin hefur yfir að ráða stórum og rúmgóðum gólf- æfingasal. mæður sem til okkar koma. Einnig er væntanlegur heitur pottur og einnig vatnsgufubað eins og til forna,“ sögðu þau Anna Lea og Brói að endingu. Hjá Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa starfa þrír lærðir íþróttakennarar og einn ero- bikkleiðbeinandi. Auk þeirra hjóna eru það Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttakennari, og Guðný Aðalsteinsdóttir, erobikkleiðbeinandi. Líkamsræktarhjónin Anna Lea og Brói taka á í tækjunum. Ljósm.: epj. Gervihnatta- móttökukerfi ■ 1,5 m „Prime focus“ áldiskur með Pólarfestingum. ■ Umpólari (Polarizer) fyrir lárétta og lóðrétta móttöku. ■ Magnari LNB hámarkssuða 1,3 db. ■ Móttaki MASPRO SRE 90R með 50 rása minni, þráðlausri fjarstýringu, tengimöguleikum fyrir aukabúnað, svo sem staðsetjara o.fl. STAÐGR.VERÐ KR. 103.200.- 4 30 Viðskiptaþáttur. t oo fhe DJ Kat Show. Barnaþáttur $2 Hafnargötu 38 - Sími 13883 H _____________ ____________________________ Kfg 113.00 Sltwc.. ' 14.00 Jm *af11 1700 c""-"o-Tall. IsS £y stærsta frétta-QG auglýsiNGABLADiÐ a supuRNESjuM Útgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiftsla, ritstiórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717, Box 125, 230Keflavík. - Rltstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag: 5500 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning. filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.