Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.1989, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 05.10.1989, Blaðsíða 24
Uppsagnir dregnar til baka Stjórn Sambands sveitarfél- aga á Suðurnesjum kom til skyndifundar síðasta fimmtu- dag, þar scm aðcins eitt mál var á dagskrá. Voru það áðursend- ar uppsagnirstarfsfólksHeilsu- gæslustöðvar Suðurnesja í framhaldi af tilmælum SSS þess efnis og laga um skiptingu rekstrarþátta milli ríkis og sveitarfélaga, er taka gildi um áramót. Fyrir fundinum lá bréf heil- brigðisráðherra þar sem farið var fram á að umræddum starfsmönnum yrði ekki sagt upp frá og með síðustu mán- aðamótum, þar sem ákveðið hefði verið aðfresta um sinn að gera starfsmenn sveitarfélaga á heilsugæslustöðvum í starfs- tengslum við sjúkrahús að rík- isstarfsmönnum. Telur stjórn SSS því rétt að stjórn HSS dragi uppsagnir starfsmanna sinna til baka, enda er það skilningur stjórn- ar SSS að það breyti í engu til- gangi laganna um aðríkissjóð- ur greiði allan rekstrarkostnað HSS frá nk. áramótum. Með sama hætti telur stjórnin ekki nauðsynlegt að segja upp starfsmönnum BS og DS, svo sem fyrirhugað var. Lindarlax fær greiðslustöðvun: Leitað eftir nýju hlutafé Fiskcldisfyrirtækið Lindar- lax á Vatnsleysuströnd fékk 3ja mánaða greiðslustöðvun í síð- ustu viku. Fyrirtækið er einn stærsti aðilinn i fiskcldi hér á landi. Um fimmtungur skulda Lindarlax er skammtímalán og á meðan á greiðslustöðvun- artímabilinu stendur er hug- mynd forráðamanna fyrirtæk- isins að breyta þeim í lang- tímalán, auk þess sem reyna á að ná nýju hlutafé inn í fyrir- tækið, að stögn Stöðvar 2. Stærstu eigendur Lindarlax eru norskir aðilar sem eiga 78% hlutafjár, en Draupnir, sem er sjóður innan Iðnþróun- arsjóðs, á um 12%. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins er eiginfjárstaða jákvæð. Fram- leiðslugeta Lindarlax er á milli 1100-1400 tonn á ári. Gull- og silfurmerkjahafar UIVIFK Ungmennafélag Keflavíkur hélt upp á 60 ára afmæli sitt með hófi á Glóðinni sl. laugardag. Var margt um manninn á Glóðinni, þar sem ávörp voru flutt og góðum ungmennafélögum veitt gull og silfurmerki félagsins, auk útnefninga íþróttamanna félagsins. A myndinni eru þeir gull- og silfurmerkjahafar sem voru viðstaddir, en á bls. 16 er hluti afniælisávarps, sem flutt var við þetta tækifæri. Ljósm.: pkct. Bæjarsjóður Keflavíkur eignast slippinn Tjðnvaldur stakk af Ekið var á bifreið við Lang- holt í Keflavík að morgni síð- asta sunnudags. Hafði tjón- valdurinn stungið af, en við eftirgrennslan lögreglu fannst bifreið þess er olli tjóninu. Við þriðja og síðasta nauð- ungaruppboð á fasteignum þrotabús Dráttarbrautar Keflavíkur sem fram fór rétt l'yrir hádegi í gær, voru eign- irnar slegnar bæjarsjóði Keíla- víkur fyrir fiprin milljónir króna, en enginn bauð á móti. Átti bæjarsjóður forgangs- kröfu upp á þá upphæð vegna vangoldinna lasteignagjalda. Eina krafan sem var á und- an bæjarsjóði og hana verður að greiða, er l'rá Brunabóta- félagi íslands upp á hálfa aðra milljón. Er talið að um 55 milljónir í kröfurn hafi tapast við uppboðið, cn á 1. veðrétti( var Iðnlánasjóður nieð 15 milljónir, á 2. veðrétti Byggða- stofnun mcð svipaða upphæð og Verslunarbankinn á þeim 3. með svipaða tölu. Munu þeir tapa öllu sínu. Að sögn Hjartar Zakarías- sonar, setts bæjarstjóra, er málið það nýkomið upp á borðið, að enn hafa engar á- kvarðanir verið teknar um framhald þess. Mikil þrengsli Þrátt fyrir fjögurra síðna stækkun á blaðinu varð mikið af efni og auglýsingum sem komst ekki inn, og biðjumst við velvirðingar á. Jafnframt skorum við á áhugaaðila að vera tímanlega með efni og auglýsingar í næstu blöð, þar sem fyrirsjáanleg eru mikil þrengsli. TRÉ-X ROYAL ÞILJUR TRÉ-X byggingavörur - löavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 Landshafnar- mönnum sagtupp Samkvæmt ákvörðun ráðu- neytis hefur stjórn Landshafn- ar Keflavíkur/Njarðvíkur sagt upp öllum starfsmönnum hafnarinnar með þriggja mán- aða fyrirvara. Er þetta gert vegna gildistöku laga um skiptingu milli ríkis ogsveitar- félaga er taka gildi um áramót. Eftir áramót mun rekstur landshafna flytjast yfir til sveitarfélaga, þar sem það á við. Kom mál þetta upp á bæj- arstjórnarfundi í Kefíavík á þriðjudag, erDrífaSigfúsdótt- ir vakti athygli á því. Grænás: Deiliskipulag samþykkt Bæjarstjórn Njarðvíkur hef- ur samþykkt tillögu allra bæj- arfulltrúa um að hefja undir- búning að deiliskipulagi Grænássvæðisins. Er hér átt við svæðið ofan byggðar frá Fitjum að Bolafæti í Njarðvík. Var bæjarráði falið að heíja athugun á málinu og er reikn- að með að fengnir verði skipu- lagshönnuðir í lið með bæjar- yfirvöldum vegna þessa. Grindavík: Grímuklæddur maður - hrellir verðbúðarfólk Grímuklæddur maður, ásamt tveimur öðrum, var stöðvaður við iðju sína utan við verbúð eina í Grindavík fyrir síðustu helgi. Hafði sá grímuklæddi verið að hrella verbúðarfólkið með því að liggja á gluggum. Var lögregla kölluð til og kom þá í ljós að sá með grímuna reynd- ist ölvaður og fékk að gista fangageymslur lögreglu. Hin- um tveimur var sleppt að loknu tiltali. MUNDI Verður ekki að opna gleði- hús í slippnum, svo að Dráttar-brautin standi undir nafni? . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.