Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 12.10.1989, Blaðsíða 11
10 Ferð þroskaheftra til Biersdorf Vikurfréttir 12. okt. 1989 11 Til Þýskalands fyrir kleinur Valur, Ási, Hannes, Guðni, Reynir og Guðrún Halla fyrir utan sumarhúsið. Hugmyndin að þessari ferð kviknaði í byrjun ársins 1989. Var fljótlega byrjað að spá í þá staði sem kæmu til greina og stuttu seinna varð Þýskaland fyrir valinu, sumarhús í Biers- dorf. Við gerðum okkur grein fyrir því að svona ferð myndi kosta mikið, þó svo að Flug- leiðir gæfu okkur mikinn af- slátt. Var því farið að huga að því hvernig hægt væri að fjár- magna svona ferð. Niðurstað- an varð sú að á hverjum föstu- degi í margar vikur bökuðu starfsmenn Ragnarssels klein- ur sem þeir seldu, ásamt nokkrum foreldrum, inn við blómabíl. Á 1. maí varhaldinn basar og kaffisala í Iðnsveina- félagshúsinu. Tókum við einn- ig upp það ráð að biðja fyrir- tæki á Suðurnesjum um styrk. Með allri þessari vinnu tókst okkur að safna peningum fyrir ferðinni. Miðað var við aðekki færu fleiri í ferðina en 8 ungl- ingar, 4 starfsmenn og bíl- stjóri. Viljum við þakka öllum sem gerðu okkur kleift að fara þessa ferð, fyrirtækjum ogein- staklingum, eins öllum sem lögðu fram vinnu sína við kleinubakstur o.fl. Við þökkum krökkunum fyrir ógleymanlega samveru. Það sannaðist að þroskaheftir hafa mikið erindi til útlanda, bæði til gamans og þroska. Starfsfólk Ragnarssels. Helgi, Reynir, Hannes og Villi sprauta á bolta. MUNIÐ LOTTÓIÐ. IBK Viðtalið MEÐ ALLT A UTOPNU Spjallað við íslandsmeistarana í rallakstri, bræðurna Ölaf og Halldór Sigurjónssyni „Við erum búnir að vera ótrúlega heppnir í sumar, höf- um aðeins eyðilagt 26 hjólbarða til þessa,“ sögðu þeir bræður Olafur og Halldór Sigurjóns- synir í samtali við Víkurfréttir að loknu svokölluðu Borgar- fjarðarralli um síðustu helgi. I því ralli gulltryggðu þeir ís- landsmeistaratiti! sinn í rallinu þetta árið. Ennþá er ein keppni eftir og fer hún fram 28. októ- ber. Það hefur lítið farið fyrir þeim bræðrum til þessa, þó svo þeir hafi byrjað keppni fyrir al- vöru árið 1978. í sumar hafa þeir hins vegar gert öðrum og þekktari mönnum úr rallheim- inum lífið leitt, með því að vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og því hinir fallið í skuggann. En hver er ástæðan fyrir þessari velgengni og hvernig er þessi íþrótt? Víkur- fréttir tóku rallarana tali og hér kemur árangurinn. Velgengnin bílnum að þakka „Það sem ég held að hafi skipt höfuðmáli varðandi vel- gengni okkar í sumar, er að við keyptum okkur annan bíl á síðastliðnum vetri og það hef- ur skipt sköpum í sumar. Við höfum verið heppnir með bíl, því það er hann sem skiptir öllu máli þegar út í baráttuna er komið,“ sagði Halldór, þeg- ar hann var spurður út í vel- gengnina á liðnu sumri. Olafur og Halldór aka á Talbot ’81 með 250 hestafla vél, en boddýið er að vísu öllu yngra eða ’85. „Bíllinn fór víst ansi skrautlega veltu í Odáða- hrauni, þannig að skipta varð um allt boddýið,“ sagði Ólaf- ur um ástæðurnar fyrir hinu nýlega yfirbragði á bílnum. Bílvelta og heddpakkning -Þrátt fyrir gott gengi í sum- ar, þá hefur þetta ekki allt gengið áfallalaust? „Nei, síður en svo. Við fór- um einu sinni af stað í keppni með bilaða blöndunga og fyrir vikið urðum við að sætta okk- ur við annað sætið. I annari keppni hjá okkur fór hedd- pakkning um miðja keppnina, Halldór Sigurjónsson Ólafur Sigurjónsson en við vorum búnir að vinna okkur upp gott forskot og náðum því að halda fyrsta sæt- inu allt til loka.“ -Og ein velta? „Já, við afrekuðum það að velta bifreiðinni einn hring í Meðallandi í _ alþjóðakeppn- inni í sumar. Ástæða veltunn- ar var of hægur akstur. Það er nú einu sinni þannig í rall- akstrinum að eftir því sem bíl- arnir fara hægar, þeim mun erfiðara er að hafa stjórn á þeim,“ sagði Ólafur. Miklar öryggiskröfur -Er nokkuð mál að drepa sig á þessu? „Það er stórmál að fara sér að voða í þessum bílum, þar sem gerðar eru topp kröfur um öryggismál. Bíllinn getur ekki lagst saman, þar sem við erum með sterk öryggisbúr. Þáerum við spenntir í öryggisbelti með fjórföldu öryggi og einnig með hjálma.“ -Hver er ykkar erfiðasti andstæðingur? „Steingrímur Ingason er án efa okkar erfiðasti andstæð- ingur. Hann er sá eini sem gat staðið í okkur í keppnunum í sumar.“ -Er ekki rígur milli kepp- enda meðan á keppni stendur? „í rallakstrinum er beitt mikilli sálfræði. Við gerum allt til að æsa upp andstæðinginn. Okkar helsta vopn, og það skemmtilegasta, er að við skoðum fyrstu leiðirnar mjög vel fyrir keppni og keyrum síð- an allt á útopnu í upphafi hverrar keppni og náum þann- ig langbestu tímunum. Þessir sigrar hjá okkur hafa allir unnist á þennan hátt. Við höfum náð miklu forskoti strax í upphafi keppni,“sögðu þeir bræður. Á yflr 200 km hraða -Er einhver sérleið í uppá- haldi hjá ykkur? „Þetta er rándýrt sport. Við höfum ekkert leitað eftir aug- lýsingum á bílinn, eins og margir gera til að fjármagna þetta. Aðalkostnaðurinn felst í nýjum hjólbörðum og við- haldi. Við höfum verið mjög heppnir í sumar hvað hjól- barða varðar, höfum einungis eyðilagt 26 dekk. Allur okkar Talbot-bifreið þeirra hefur komið vel út í sumar. Ljósmyndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson „Ætli það sé ekki Lyngdals- heiðin. Þar eigum við Islands- met í hraða. Við höfum sett nokkur met á sérleiðum í sum- ar, en meðalhraðinn okkar á Lyngdalsheiði er 133 km á klukkustund. Hraðinn á bíln- um getur þó á köflum farið yf- ir 200 km á klst. en við skulum ekkert vera að segja frá því. Guttarnir aka víst nógu hratt fyrir.“ -Er þetta ekki dýrt og tíma- frekt sport? frítími fer í þetta og meira til. Það hefur verið lítið um sum- arfrí í sumar.“ Byggist upp á samvinnu -Nú hafið þið náð þetta langt hér á landi. Á ekkert að fara út fyrir landsteinana? „Það er ekki á dagskránni hjá okkur að keppa úti. Það er víst nógu dýrt að standa í þessu hér heima.“ -Nú hefur Ólafur annast aksturinn í sumar. Hvor ykk- ar hefur nú meira að gera í bílnum? „Þetta byggist allt upp á mikilli samvinnu ökumanns og aðstoðarökumanns. Eg sit undir stýri og það má segja að Halldór mati mig á því sem ég á að gera, því hann annast það að segja til um það hvernig leiðin er, hvenær næsta beygja kemur og þvíumlíkt. Eg sé hins vegar um bensíngjöfina, gírana og rúðuþurrkurnar,“ sagði Ólafur. Öflugt viðgerðarlið -Nú standið þið ekki einir í þessu. Það fylgir ykkur mikið viðgerðarlið. „I sumar hafa starfað með okkur sex strákar í viðgerðum og hafa þeir staðið sig frábær- lega og haldið bílnum gang- andi. Þegar það hafa verið tveggja daga keppnir hafa þeir gert bílinn upp á kvöldin fyrir slag næsta dags. Þeir eru einnig alltaf tilbúnir með nýja hjólbarða og eldsneyti að lok- inni hverri sérleið. Það er víst að enginn sigur hefði unnist í sumar, ef við hefðum ekki haft þessa stráka,“ sögðu þeir bræður. -Að endingu. Næsta keppni er 28. október. Á ekki bara að taka þessu rólega? „Síður en svo. Nú erum við öruggir með titilinn og ætlum því að leyfa okkur að keyra hveljuna á útopnu frá upphafi til enda. Við ætlum að keyra eins og vitleysingar og gefum ekkert eftir fyrsta sætið,“ sögðu þeir Ólafur og Halldór Sigurjónssynir, Bílbótarbræð- urnir, að lokum. Viðtal: Hilmar B. Bárðarson Tónlistarskólinn í Keflavík Víkurfréttir 12. okt. 1989 Tónleikar í kvöld og laugardag Júlíana Rún Indriðadóttir heldur píanótónleika í kvöld, fímmtudaginn 12. október kl. 20.30 í Tónlistarskólanum í Keflavík. Júlíana Rún er Reykvíking- ur, fædd árið 1965. Hún hefur stundað nám í píanóleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar síðan 1979, fyrst hjá Erni Magnússyni, þá Guð- rúnu Guðmundsdóttur og loks síðustu 6 árin hjá Brynju Guttormsdóttur. Júlíana er að ljúka prófi frá Tónskóla Sigursveins í þessum mánuði. Fyrri hluta prófsins lauk hún í nóvember 1988 en þá flutti hún píanókonsert K 488 eftir Mozart ásamt hljóm- sveit Bústaðakirkju. Á tónleikunum í kvöld flyt- ur Júlíana Rún verk eftir Bach, Beethoven, Alban Berg, Skrjabin og Chopin. Áðgangur er ókeypis og öll- um heimill á meðan húsrúm leyfir. Laugardaginn 14. okt. nk. verða fyrstu laugardagstón- leikar tónlistarskólans í vetur. Tónleikarnir eru haldnir fyrsta eða annan laugardag í hverjum mánuði og hefjast kl. 13.00. Þar koma nemendur skólans fram og leika á hin ýmsu hljóðfæri eða syngja. Þessir tónleikar taka yfirleitt innan við klukkustund og er því lokið fyrir kl. 14.00. Að- gangur er ókeypis. Suðurnesjamenn eru hvattir til að koma ogeiga ánægjulega stund með nemendum skól- Bambo b'eWr Gefbef Nan 'Pun barnarFalur rrroió'k.. 39.00 479.00 169.00 156.00 244.00 45-00 0pP(,vo«aW'...74.00 79.00 \NC PaPp'r E.\dhusr0"ur rú\'ur • 4 i Pk- Sparr jttaeln' VCtYú VCtVó' sjampó pumPu I djós RoVa' ieWKeK • '/2 \ H n< ^andsápa 3 S 134.00 116.00 74.00 39.00 38.00 69.00 Slotts stnneP • S\0tts tómaisósa •• GevaVta ttatt' .. Wlaarnó"^^ \-\ausl^eX .............. ^jó'KU^ ...... Hobnobs ke* ■ Homb'esX ........ Hraunbttar stór P*- /Eðt-bt'ar stór P*- nar bauntr V2 ds. • Ora 9reena 0ra 9U' k°rn ........ CooaP^8'6'^ .........' coee<ioss'ðrpV ••• UbB^................ CooPrekeX......... Coop ^rernkeX..... AuKiö vöru- útva\ 1A7.00 109.00 199-00 248.00 84.00 109.00 109-00 79.00 69.00 144.00 135.00 49.00 96.00 238.00 179.00 84.00 39.00 63.00 U> Brekkustíg 39 Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.