Víkurfréttir - 12.10.1989, Qupperneq 13
Neytendur - Verðkannanir
Þrjár Suðurnesjabúðir
með hagstæðara verð
Birtar hafa verið niðurstöð-
ur úr fyrstu verðkönnun Neyt-
endafélags Suðurnesja. Nær
könnunin yfír hæsta og lægsta
verð á höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurnesjum. Það var verð á
hreinlætisvörum sem kannað
var.
I niðurstöðum könnunar-
innar kemur fram að Suður-
nesjaverslanir eru lægri í verð-
um í átta tilfellum af tuttugu,
þegar borið er saman hæsta
verð á höfuðborgarsvæðinu og
á Suðurnesjum. Þrjár verslan-
ir á Suðurnesjum bjóða jafn-
framt hagstæðari verð en þau
lægstu á höfuðborgarsvæðinu.
Eru það verslunin Staðarkjör í
Grindavík, sem býður lægsta
verð á Gillette raksápu, versl-
un Kaupfélags Suðurnesja í
Garði, sem býður ódýrustu
handsápuna og Hagkaup, sem
hefur á boðstólum ódýrasta
ÍVA þvottaefnið.
Þegar borin eru saman
hæstu verð á höfuðborgar-
svæðinu og á Suðurnesjum
kemur í ljós að munurinn á
milli verða er yfirleitt sáralítill
og sama kemur í ljós þegar
lægstu verð eru borin saman
og því standa Suðurnes nokk-
uð vel að vígi.
Odýr búsáhöld
Verðlagsstofnun hefur sent
frá sér verðkönnun á 24 tegund-
um búsáhalda, sem gerð var í 33
verslunum á Reykjavíkursvæð-
inu og út um allt land. Þrjár
Suðurnesjaverslanir eru í könn-
uninni, þ.e. Hagkaup, Fitjum,
Samkaup og Stapafell.
Athygli vekur að í mörgum
tilfellanna er ódýrara að versla
hér syðra en t.d. í verslunum í
Hótel Kristína
endurreist
Eigendur Hótels Kristínu í
Njarðvík, fjölskylda Steindórs
Sigurðssonar, hafa á ný tekið
við rekstri hótelsins. Hótel-
stjóri er Helga Steindórsdótt-
ir.
Hófu þau reksturinn að
nýju nú í upphafl vikunnar og
hefur aðsóknin verið mjög góð
það sem af er. Mun reksturinn
verða með svipuðu sniði og
hann var, áður en hótelið var
leigt Hótel Keflavík.
Síldá
Fisk-
markaönum
Fiskmarkaður Suðurnesja
mun á komandi síldarvertíð
bjóða upp á þá þjónustu að taka
síld í umboðssölu, líkt og gert
var á síðustu vertíð, að sögn
Fiskifrétta. í fyrra voru seld
2500 tonn á vegum markaðar-
ins og sagði Olafur Þór Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
FMS, í samtali við Fiskifréttir
að þessi nýbreytni líkaði vel.
Hefur kynningarbréf á þess-
ari þjónustu Fiskmarkaðar
Suðurnesja hf. nú verið sent
öllum útgerðarfélögum sem
gera út síldarbáta á komandi
vertíð og þeim aðilum sem
hyggjast frysta síld á vertíð-
inni. Þar er tekið sérstaklega
fram að ekki er um uppboðs-
markað að ræða, heldur yrði
síldin seld í samræmi við Verð-
lagsráðsverð.
Reykjavík þ.m.t. í Kringlunni.
Þó að í örfáum tilfellum megi
finna ódýrari verslun í Reykja-
vík. I tveimur tilfellum er þó
dýrasta varan á Suðurnesjum
og í jafnmörgum tilfellum er
lang ódýrasta varan á landinu
hér á Suðurnesjum.
Dýrustu vörurnar á Suður-
nesjum, miðað við könnun
þessa, eru Lancier vatnsglas,
27 cl, sem fæst ekki í Samkaup
eða Hagkaup en kostar 75 kr. í
Stapafelli, og Thermos hita-
kanna model 90-100, sem fæst
í Samkaup á 1.359 kr.
I báðum tilfellunum, þar
sem ódýrast er að versla á Suð-
urnesjum, er um Thermos
hitabrúsa að ræða. Tegund 11
fæst í Hagkaup, Fitjum, á 699
kr. og tegund 21 fæst í Stapa-
felli á 998 kr.
G
Haust-
tilboð
25% útborgun, eftirstöðvar
vaxtalaust í 12-18 mánuði
Volvo 245 GL station árg.’83, sjálfsk., ek. 94 þ.590.000
Ch. Monza ’87, sjálfsk., ek. 46 þús. 590.000
M. Benz 200 árg.'82, sjálfsk., ek. 110 þús. 590.000
M. Benz 250 árg.’80, ek. 128 þús. 570.000
Opel Ascona árg.’80, sjálfsk., toppl., ek. 60 þ. 590.000
Ford Sierra 2.0 árg.’83 V6, ek. 75 þús. 490.000
Subaru Hatchb. 4X4 árg.’83, ek. 91 þús. 280.000
Ch. Malibu V6 sjálfsk. árg.’79, ek. 141 þús. 170.000
AMC Concord árg.’80, sjálfsk., ek. 128 þús. 190.000
Ch. Chevette árg.’80, ek. 33 þús. 190.000
Ch. Nova Concorse árg.’77, ek. 120 þús. 120.000
BMW 320 árg.’82, ek. 110 þús. 390.000
t kvöld, fimmtudag.
ili
BfLASALAN
Grófin 8, Keflavík.
Sími 14690 - 14692.
_________13_
Vikurfréttir
12. okt. 1989
Nærföt ódýrust
í Öldunni
og Paloma
Verðlagsstofnun hefur gert
verðkönnun á nærfatnaði í 48
verslunum víða um land. Kemur
þar fram að verð á umræddum
vöruflokkum er mjög gott á
Suðurnesjum í samanburði við
t.d. Reykjavík, þar sem það er
yfirleitt mikið hærra en hér á
svæðinu.
I könnun þessari varskoðað
verð á 15 vörutegundum 1 um-
ræddum vöruflokki í Sam-
kaup, Rósalind, Öldunni, Pal-
óma og Rún. Virðist vöruverð-
ið vera nokkuð jafnt í þessum
Suðurnesjaverslunum, þó
kemur Palóma, Grindavík,
best út og á raunar lægsta
verðið á landinu í einu tilfelli.
Þar er um að ræða Hugson
sokkabuxur, figur slip glanz,
sem fást á 216 krónur í um-
ræddri verslun. Þá kemur Ald-
an, Sandgerði, einnig allvel út
úr skoðun þessari, þó báðar
þessar verslanir eigi það sam-
eiginlegt að vera ekki alltaf
lægstar Suðurnesjaverslana.
ÁTAK í LÍKAMSRÆKT
Frjáls mæting í allt. Þú
getur byrjað hvenær sem er.
mam
Sarkort veitir þér
aðgang að þrektœkja-
sal, erobikktímum og sauna.
EROBIKK BRENNSLUKERFI
LÍTIÐ HOPP
EROBIKK með lóðum og stól fyrir
hresst fólk sem vill mikinn árangur
sameinar styrkingu og brennslu.
PULTIMAR
HITI - SVITI - STUÐ - PUÐ
Þrektæjasalur
Persónuleg ráðgjöf
Ingvar Guðmunds-
iþróttakennari.
son
Brekkustíg 39,
Sími 14828.
Opið i hédeginu kl.
11.30-13.30 og frá 16-22
mánud.-föstud. - Opið
laugard. frá kl. 10-16.