Víkurfréttir - 12.10.1989, Page 18
18
ÍÞRÓTTIR
Kvennagolf:
Eygló
WC-
meistari
Laugardaginn 16. sept. sl. lauk í
Leirunni stigamóti kvenna i golfi
sem gekk undir nafninu Winston
Churchill stigamótið. Þátttaka í
mótinu var mjög góð. 36 konur
tóku þátt í því í allt, sumar aðeins
einn dag en flestar alla 7 dagana.
Konum í GS hefur farið mjög vel
fram í golfi í sumar, þrátt fyrir veð-
urog hafa margar lækkaðsigífor-
gjöf, sumar allt að um 10-12 högg.
A lokamótinu voru vegleg verð-
laun veitt þeim 10 konum sem
hæstar voru að stigum og töldu 4
bestu dagarnir. Þeir sem gáfu
verðlaun á þessu lokamóti voru
eftirfarandi: Flugleiðir, verslunin
Útskálar, Ú ra- og skartgripaversl-
un Georgs V. Hannah, Rafbær,
verslunin Kóda, FlugHótel, versl-
unin Póseidon, verslunin Cara,
Rvík., Snyrtivöruverslunin Glor-
ía, John Prior golfkennari og
verslunin PiparogSalt, Rvík. Aðr-
ir sem gáfu verðlaun í mótinu fyrr í
sumar eru: Fríhöfnin, Kristín
Sveinbjörnsdóttir, Gylíi Kristins-
son og Anna Lísa Asgeirsdóttir.
yinningshafar dagsins voru: 1.
Ásta R. Margeirsdóttir, 2. Gerða
Halldórsdóttir, 3. Eygló Geirdal.
Vinningshafar í mótinu í heild
voru:
Góður
stuðningur
Lands-
bankans
A undanförnum árum hefur
Landsbanki íslands í Sandgerði
stutt vel við bakið á knattspyrnu-
félaginu Reyni. Hefur þar engu
máli skipt hvort um er að ræða
handknattleiksdeildfna, körfu-
knattleiksdeildina cða knatt-
spyrnudeildina. Allar dcildir hafa
notið velvilja og skilnings hjá
forráðamönnum bankans.
Að sögn stjórnarmanna i Reyni
er stuðningur þcssi ómctanlcgur
fyrir lítið íþróttafélag og er einn
aðal grundvöllurinn fyrir því að
íþróttafélagið geti starfað.
Vcrðlaunahafar í Winston Churchill golfmótunum hjá GS í sumar
ásamt hluta annarra þátttakcnda. Ljósm.: pkct.
Eygló Geirdal ........ 32,5 stig
Elín Gunnarsdóttir .... 30,0 stig
Gerða Halldórsdóttir . 28,5 stig
Guðný Sigurðardóttir . 28,0 stig
Elínborg Sigurðard. ... 26,5 stig
Ásta R. Margeirsd..... 26,5 stig
María Jónsdóttir ..... 24,0 stig
Fríða Rögnvaidsd...... 24,0 stig
Rakel Þorsteinsd...... 18,0 stig
Kristín Sveinbjömsd. . 18,0 stig
Nokkur önnur kvennamót voru
haldin í Leirunni í sumar. Má þar
nefna opna Guerlain mótið sem
haldið var 18. júní, stutt af sam-
nefndu fyrirtæki í París, Annettu
mótið sem haldið var 14. júlí, stutt
og sett upp af Onnu Lísu Ásgeirs-
dóttur, eiganda versl. Annettu,
Keflavík, opna Nina Ricci mótið
sem haldið var 13. ágúst og stutt
var af samnefndu fyrirtæki í París.
Einnig voru 2 kvennamót þar
sem konur úr öðrum klúbbum
komu í heimsókn í Leiruna, t.d.
frá Grindavík, Selfossi og Önd-
verðarnesi. Tókust öll þessi mót
mjög vel, þrátt fyrir leiðinlegt veð-
ur flesta dagana. Eins og allir vita
fór heldur lítið fyrir sumarveðri
þetta sumarið hér í nágrenninu.
Sérstaklega þótti veður leiðinlegt
yfirleitt þegar kvennamót voru
háð.
I lok keppnistímabils vilja kon-
ur í GS þakka öllum þeim sem
studdu þær í sumar kærlega fyrir
veittan stuðning.
mmm
W&m ííiMmiM
tandsbanki Islands
SANDGLRÐI
RAFVEUKJ lf
VUXStMM
rjSÁMxnuoH!
0 : St
GESTIR
REYNIR
Hinn nýi tímatökubúnaður í íþróttamiðstöðinni í Sandgcrði. Á
neðri myndinni cru verðlaunahafar knatlspyrnunnar í Sandgerði.
Fjöldi titla til Sandgerðis
Á síðustu árum hefur verið
starfað nokkuð ötullega að mál-
efnum yngri flokkanna hjá knatt-
spyrnudeild K.s.f. Reynis í Sand-
gerði. Árangur þessa starfs er nú
smám saman að koma í ljós. Ef
haldið verður áfram á þessari
braut þarf knattspyrnudeildin
ekki að kvíða framtíðinni. Á
keppnistímabilinu unnu flokkar
deildarinnar til fjölmargra titla.
6. flokkur. Hjá þeim ber hæst
mjög góður árangur í Tommamót-
inu sl. sumar er þeir urðu Tomma-
meistarar innanhúss. Þá unnu þeir
Suðurnesjamót A-Iiða, bæði úti og
inni. Skúli Jóhannsson þjálfaði 6.
flokk en hann hefur unnið frábært
starf á undanförnum árum.
5. flokkur. A og B lið 5. flokks
hlutu Suðurnesjameistaratitla ut-
anhúss. Strákarnir náðu ágætum
árangri í öðrum mótum. Þjálfari 5.
flokks var Sigurður Guðnason.
4. flokkur. Af öllum flokkum
knattspyrnudeildarinnar er árang-
ur 4. flokks glæsilegastur. Undir
stjórn Elvars Grétarssonar unnu
strákarnir sinn riðil í íslandsmót-
inu og komust í úrslitakeppnina
sem haldin var í Keflavík dagana
24.-27. ágúst. Þar höfnuðu þeir í 7.
sæti. Þá unnu þeirSuðurnesjamót-
ið (utanhúss) með yfirburðum.
Frammistaða var einnig með
ágætum i öðrum mótum.
3. flokkur. 3. flokkurinn olli
nokkrum vonbrigðum í Islands-
mótinu en þar vantaði herslumun-
inn í flestum leikjum. Hins vegar
urðu strákarnir Suðurnesjameist-
arar innanhúss (A og B-lið).
Gunnar Guðjónsson þjálfaði 3.
flokk.
2. flokkur. Þessi flokkur tók
ekki þátt í Islandsmóti en vann
Suðurnesjamótið nokkuð örugg-
lega úti og inni.
Þó að gengi meistaraflokks hafi
ekki verið eins og vonir stóðu til,
þá hélt „Heldri flokkurinn" (Old
boys) sínu striki. Árangurinn var
ágætur í íslandsmótinu og „gömlu
mennirnir" urðu Suðurnesja-
meistarar innan- og utanhúss.
Góðar framfarir hafa orðið í
kvennaknattspyrnunni. Marel
Andrésson hefur nú í nokkur ár
unnið gott starf sem þjálfari
stelpnanna. „Stelpurnar hans
Malla“ (3. flokkur A og B-lið)
unnu Suðurnesjamótið úti og inni
með miklum yfirburðum. Á „Gull
og silfurmótinu" höfnuðu stelp-
urnar í 3. sæti en flest liðin höfðu
búist við því að þær myndu leika til
úrslita.
I Suðurnesjamótinu utanhúss
áskotnaðist keppnisliðum Reynis
átta titlar af tólf mögulegum á ný-
liðnt) sumri.
Vikurfréttir
12. okt. 1989
Uppskeruhátíð ÍBK
Uppskcruhátíð ÍBKvarhald-
in fyrir skömmu og voru leik-
menn verðlaunaðir fyrir fram-
farir, góða frammistöðu og
flest mörk.
Eldri flokkur drengja:
Besti leikmaður: Ekki var hægt að
gera upp á milli einstakra leik-
manna. Þvi var allt liðið valið sem
besti leikmaður.
Mestu framfarir: Hörður Ragn-
arsson.
Markakóngur: Einar Haraldsson
með 4 mörk.
Mcistaraflokkur:
Besti leikmaður: Jóhann Magnús-
son.
Mestu framfarir: Ingvar Guð-
mundsson.
Markakóngur: Kjartan Einarsson
með 9 mörk.
1. flokkur:
Besti leikmaður: Ólafur Péturs-
son.
Mestu framfarir: Kristinn Guð-
brandsson.
Markakóngur: Garðar Jónasson
með 3 mörk.
2. flokkur:
Besti leikmaður: Brynjar Harðar-
son.
Mestu framfarir: RagnarSteinars-
son.
Markakóngur: Jónas Jónasson.
3. flokkur:
Besti leikmaður: Jóhann Kristinn
Steinarsson.
Mestu framfarir: Garðar Már
Jónsson.
Markakóngur: Jóhann Kristinn
Steinarsson með I2mörk.
4. flokkur:
Besti leikmaður: Guðjón Jóhanns-
son.
Mestu framfarir: GuðmundurSig-
urðsson.
Markakóngur: Adolf Sveinsson
með 26 mörk.
5. flokkur A-lið:
Besti leikmaður: Elentinus Mar-
geirsson.
Mestu framfarir: Leifur Einars-
son.
Markakóngur: Davíð Jónasson
með 6 mörk.
5. flokkur B-Iið:
Besti leikmaður: Haukur Guðna-
son.
Mestu framfarir: Einar Hólmkels-
son.
Markakóngur: Halldór Karlsson
með 12 mörk.
6. flokkur A-lið:
Besti leikmaður: Kristján Jó-
hannsson.
Mestu framfarir: Guðmundur Þór
Brynjarsson.
Markakóngur: GuðmundurStein-
arsson með 31 mark.
6. flokkur B-lið:
Besti leikmaður: Róbert Már Jó-
hannsson.
Mestu framfarir: Bjarni Halldór
Lúðvíksson.
Markakóngar: Ingvi Þór Hákon-
arson og Jón Jóhannsson með 10
mörk hvor.
7. flokkur A-lið:
Besti leikmaður: Haraldur Guð-
mundsson.
Mestu framfarir: Sigurður Mark-
ús Grétarsson.
Markakóngur: Sævar Gunnars-
son.
7. flokkur B-lið:
Besti leikmaður: Magnús Þor-
steinsson.
Mestu framfarir: Brynjar Guð-
mundsson.
Markakóngur: Magnús Þorsteins-
son.
3. flokkur kvenna:
Besti leikmaður: Olga Færseth.
Mestu framfarir: Ingibjörg Elías-
dóttir.
Markadrottning: Olga Færseth
með 6 mörk.
2. flokkur kvenna:
Besti leikmaður: Ásdís Þorgils-
dóttir.
Mestu framfarir: Áslaug Einars-
dóttir.
Markadrottning: Olga Færseth
með 10 mörk.
íþróttamiðstöðin í Sandgerði:
Ný leikklukka
Ný leikklukka hefurveriðtek-
in í notkun í íþróttamiðstöðinni í
Sandgerði. Er um að ræða
franska klukku af gerðinni Bor-
et. Kostnaður við kaup á klukk-
unni og uppsetningu er um 400
þúsund krónur, en það eru
nokkur fyrirtæki í Sandgerði er
lögðu fram fé og vinnu við upp-
setninguna.
Klukkan nýja var tekin í notk-
un á fyrsta úrvalsdeildarleik
Reynis í Sandgerði gegn ÍBK.
Við upphaf leiksins var þeim að-
ilum er kostuðu uppsetninguna
fært þakkarbréf frá íþróttamið-
stöðinni og síðan kveikti Jónas
Gestsson, bankastjóri Lands-
bankans í Sandgerði. á klukk-
unni og tók liana þar með form-
lega í notkun.
Þeir aðilar er styrktu kaupin á
klukkunni eru Landsbankinn,
Sandgerði, Miðnes h.f., Rafverk
h.f., Vélsmiðja Hallbjörns Heið-
mundssonar h.f., ásamt Miðnes-
hreppi.
Markamaskínan Bergur Þór
Eggertsson. Ljósm.: hbb
Skoraði
56 mörk
í sumar
Ungur Sandgerðingur, Berg-
ur Þór Eggertsson, afrekaði
það í sumar að skora 56 mörk í
knattspyrnunni fyrir lið sitt,
Reyni. Bergur er í 4. flokki og
skoraði 45 mörk á Islandsmót-
inu í 15 leikjum og 11 mörk á
Suðurnesjamótinu, þar af 10
gegn liði UMFN. Geri aðrir
betur.