Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.1989, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 12.10.1989, Qupperneq 19
IÞROTTIR Már til Svíþjóðar „Það er mjög góð aðstaða til æfinga og keppni í Svíþjóð og mikil samkeppni. Svíar eiga mikið af góðu frjálsíþrótta- fólki,“ sagði Már Hermanns- son, einn okkar bestu lang- hlaupara, en hann fór ásamt unnustu sinni, Sigurbjörgu Jó- hannesdóttur, til Gautaborgar í Svíþjóð sl. laugardag. ,,Það hefur lengi verið draumur hjá mér að fara er- lendis til æfinga og keppni. Eg hef ekki ákveðið enn hvaða félag ég geng í en líklegast verður það Möndal. Öll að- staða er til fyrirmyndar í Gautaborg, nýleg íþróttahöll og svo er mjög gott að hlaupa úti, hlaupastígar og garðar úti um allt.“ Annar íslenskur hlaupari, Brynjólfur Hilmarsson, sem býr í Gautaborg, mun aðstoða Má og Sigurbjörgu til að koma sér fyrir en þau hafa hug á að Már Hermannsson fá sér vinnu en skoða jafn- framt námsmöguleika í Svía- ríki. Firma- og hópa- keppni UIVIFK Fyrirhugað er að halda hina ár- legu firma- og hópakeppni U.M.F.K. í knattspyrnu i íþrótta- húsi Keflavíkur dagana 21. og 22. okt. nk. Breyting verður á þessari keppni þar sem fyrirtæki og hópar geta skráð sig til þátttöku og þá jafnvel að tvö fyrirtæki sameinist í eitt lið. Fyrirkomulag keppninnar verð- ur þannig að liðum verður skipt í riðla. I hverjum riðli verða fjögur lið og leika allir við alla í riðlinum. Leiktími verður 2x8 mín. Þátttökutilkynningar verða að berast fyrir þriðjudaginn 17. okt. nk. til Gísla Jóhannss. í síma 14472 og/eða 13044 (símsvari). Gefa þarf upp nafn á forráða- manni, hvað fyrirtækið/hópurinn heitir og símanúmer. Sölvi Stefánsson hefur tek- ið við formennsku í hand- knattleiksráði ÍBK. Honumtil halds og trausts eru Atli Þor- steinsson, varaformaður, og Dagmar Róbertsdóttir, sem mun halda utan um fjármálin hjá deildinni. Úrvalsdeildin í körfu - Úrslit: Spenna í Grindavlk Grindvíkingar unnu Keflvík- inga í æsispennandi hörkuleik í úr- valsdeildinni í körfuknattleik sem fram fór í Grindavík á þriðjudags- kvöldið. Heimamenn voru sterk- ari á lokasprettinum og Jeff Null skoraði 3ja stiga körfu þegar 10 sek. voru til leiksloka og tryggði liði sínu sigur. Annars voru það Keflvíkingar sem voru með for- ystu mest allan leikinn, mcst 14 stig, 57:43, en í leikhléi varstaðan 38:33 fyrir ÍBK. Stig ÍBK: Guðjón Skúla 26, Magnús Guðf. 12. Stig UMFG: Guðmundur Braga 23, Jeff Null 18. Erfitt hjá Reynismönnum Reynismenn töpuðu fyrir Val i úrvalsdeildinni í körfuknattleik á þriðjudagskvöldið 72:90. í hálf- leik höfðu Valsmenn yfir 41:23. Gestirnir voru með yfirhöndina allan tímann og unnu öruggan sig- ur. Stigahæstir Reynis voru David Grissom 21, og Sveinn Gíslason 18. Fjör í Njarðvik Það var mikið fjör í Njarð- víkum þegar heimamenn fengu Tindastól í heimsókn, sem skartar tveimur fyrrum Njarðvíkingum, þeim Val Ingimundarsyni og Sturlu Ör- lygssyni. UMFN knúði fram sigur á lokamínútunum eftir að Tindarnir höfðu leitt mest allan seinni hálfleikinn. Liðið skartaði nýjum Kana, Patrick Releford, sem skoraði 31 stig og var góður. Teitur Örlygs- son skoraði 22 stig. Hjá UMFT skoruðu Valur Ingi- mundarson 37, Bo Heyden 33 og Sturla 13. Létt hjá Grindvíkingum hléi 42:35. Stigahæstur Reynis var David Grissom með 26 stig en Guðmundur Bragason hjá UMFG með 23. Grindvíkingar unnu örugg- an sigur á Sandgerðingum í Grindavík á sunnudaginn, 91:66, eftir að hafa leitt í leik- Gott hjá ÍBK gegn ensku meisturunum Úrvalsdeildarlið Keflvík- inga stóð sig vel í seinni Evr- ópuleik sínum gegn Bracknell Tigers frá Englandi í íþrótta- húsi Keflavíkur sl. fimmtu- dagskvöld. Bretamir sigruðu 106:91 en minnstur var mun- urinn 8 stig. Ungu mennirnir í Keflavíkurliðinu sýndu ensku meisturunum enga miskunn og stóðu sig sérlega vel, þó enginn eins og Falur Harðar- son sem átti frábæran leik. Falur Harðarson fylgist með ó- vejulegum tilþrifum eins enska leik- mannsins. Ljósm.: hbb. Víkurfréttir 12. okt. 1989 Ragnar í atvinnumennsku á ný mér vel“, sagði Ragnar Margeirsson hélt til Austurríkis í síðustu viku þarsem hann mun leika með 1. deildar lið- inu SK Sturm Graz. Samningur Ragnars hljóðar upp á 10 leiki, eða til jóla, með möguleika á áfram- haldi. „Mér líst vel á þetta og von- andi gengur Ragnar. Ragnar hefur leikið sem at- vinnumaður með tvcimur liðum í Belgíu, Gent og Watarschei, og tveimur þýskum liðum, Hom- burg og 1860 Munchen. Guðjón Hauks fékk utanlandsferð Hinn mikli pílukastari, Guðjón Hauksson, bar sigur úr býtum á mánudagsmóti Píanóbarsins í pílu. Annar varð Kristinn Þór Kristinsson, þriðji Friðrik Jakobsson og fjórði Eggert Jónsson. Sigur- launin í mótinu voru utan- landsferð, auk kvöldmáltíðar fyrir tvo á Píanóbarnum. Kristinn Þór Kristinsson fékk einnig viðurkenningu fyrir að verða fyrstur íslend- ingatil aðfara501 á 13pílum, í sumar, en Guðjón undi honum það ekki lengi og jafn- aði metið viku síðar. v'émmr Gunnar Willard Gunnar Vilbergsson heldur sigurgöngunni áfram en hann fékk 6 rétta gegn 4 hjá Rúnari Lúðvíkssyni í síðustu umferð. Gunnar leitar á önnur mið að þessu sinni og skorar á skip- stjóra úr Grindavík, Willard Ólason, Grímseying með meiru og aflakló, og aðila að einu stærsta ftskvinnslufyrir- tæki á Suðurnesjum, Fiska- nesi. „Úr því hann Gunnar er að skora á mig, þá verður hann dreginn í land. Þessi spá mín dugar örugglega á hann,“ sagði Willard, léttur í bragði. Gunnar er nú með í þriðja skiptið en nú er bara að sjá hvort skipstjórinn, sem er al- vanur tippari, slái hann ekki út... G W Arsenal-Man.City 1 1 Charlton-Tottcnham 2 X Coventry-Nott.For. X 2 Derby-C.Palace 1 X Everton-Millwall 1 1 Luton-Aston Villa X 1 Norwich-Chelsea 1 1 Q.P.R.-Southampton X 1 Wimbledon-Liverpool 2 X Brighton-Watford 1 X Portsmouth-Blackburn X 1 Sheff.Utd.-West Ham 1 1 Borðtennis- þjálfari Ungmennafélag Keflavíkur auglýsir eftir borðtennisþjálfara fyrir borðtennisdeild félagsins. Frekari upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri félagsins í síma 14472 og 13044. Firma- og hópakeppni í innanhússknattspyrnu Fyrirhugað er að halda hina árlegu firma- og hópakeppni UMFK í knattspymu í íþróttahúsi Keflavíkur dagana 21. og 22. okt. nk. Breyting verður á þessari keppni þar sem fyrirtæki og hópar geta skráð sig til þátt- töku og þá jafnvel að tvö fyrirtæki samein- ist í eitt lið. Þátttökugjald er kr. 5.500. Þátttökutilkynningar verða að berast fyrir þriðjudaginn 17. okt. nk. til Gísla Jóhanns í síma 14472 eða 13044 (símsvari). Gefa þarf upp nafn á forráðamanni, hvað fyrirtækið/ hópurinn heitir og símanúmer. UMFK

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.