Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.1989, Síða 20

Víkurfréttir - 12.10.1989, Síða 20
arhólf á Ströndinni Síðustu vikur hefur mikið verið um að ekið væri á rollur á Reykjanesbraut eftir að dimma tekur. Hefur þetta komið nokk- uð spánskt fyrir sjónir, þar sem á Ströndinni er beitihólf, sem nú virðist ekki vera í notkun. Samkvæmt upplýsingum Theodórs Guðlaugssonar, smala, slepptu bændur fénu út úr hólfinu á miðvikudag í síð- ustu viku. En um það sem hér er á ferðinni vildi hann ekki tjá sig. Vilhjálmur Grímsson, sveit- arstjóri í Vogum, sagði hins vegar í samtali við blaðið að viðkomandi hólf væri gróður- snautt og því hefði fénu verið hleypt niður fyrir veg og ofan í fjöru, en hvers vegna svo- nefndum vegarollum fjölgaði vissi hann ekki. Kindamálin eru í miklum ólestri, en á sínum tíma átti að girða meðfram Reykjanes- brautinni alveg inn í Hafnar- fjörð. Var búið að mæla fyrir girðingunni og framkvæmdir að hefjast er landbúnaðar- ráðuneytið stöðvaði fram- kvæmdirnar. Eru málin nú á erfiðum tímapunkti, að sögn Vilhjálms. Um fjármálin á Suðurnesj- um sagðist Vilhjálmur hafa sjálfstæða skoðun þar á mál- um. Vildi hann að samkomu- lag næðist um að ekki kæmi til fjölgun, hvorki á fénaði né bændum. í staðinn fengju lög- býlin að halda sínum kvóta í 5 ár, en þá tæki við vörsluskylda enda myndi fénaði þá smá fækka. Sagði hann þá bændur, sem stunduðu búfénað, flesta menn, sem gætu ekki stundað aðra iðju og því ætti að leyfa þeim að stunda þetta með skil- yrðum í fimm ár. Lögregla og slökkvilið á Melbrautinni í Garði á föstudag. Ljósm.: epj. Slökkviliðið gabbað fjórum sinnum Hásetahlut- ur 300 þús. Togarinn Aðalvík KIi 95 kom inn til löndunar á ntánudag. Um var að ræða fyrstu veiðiferð skipsins eftir ntiklar breytingar sem unnar voru á Akureyri og þar með er skipið orðið að al- frystiskipi. V;ir skipið að veiðutn í þrjár vikur og aflinn 134.4 totin af frystum og flökuðum þorski, sem fór beint á erlendan mark- að. Aflaverðmætið en 27 millj- ónir 290 þúsund og reiknast hásetahiuturinn því vera um 294 þúsund krónur. Símabilanir í Garði Þrátt fyrir verkfall rafeinda- virkja hjá Pósti og síma og lleiri opinberum aðilum, hefur símakerfíð á Suðurnesjum staðist nokkuð vel. Hefur það komið mest á óvart hvað gamla símstöðin í Keflavík hefur haldist inni, en það er þakkað því hve niikið hefur verið létt á þeirri stöð/ið und- anförnu. Að sögn Björgvins Lúthers- sonar, símstöðvarstjóra, hafa nokkur númer fallið út, s.s. númer er byrja á 271.. í Garði. En vegna verkfallsins hefur ekki verið gert við umrædd númer. Rokkskemmtun í Glaumbergi Fjórum sinnum, með nokk- urra vikna millibili, hefur slökk- vilið Brunavarna Suðurnesja verið gabbað að Melbraut í Garði. I öll skiptin er það ungl- ingsstrákur sem hringir undir nafni, þó aldrei hinu sama, og tilkynnir rólegri röddu um eld í húsi, ekki alltaf því sama, við umrædda götu. Þrisvar sinnum hefur hann hringt í brunasím- ann, en á föstudag hringdi hann í síma lögreglunnar i Keflavík. I þremur tilfellanna hefur slökkviliðið farið með látum á staðinn, en í einu tilfellanna var bifreið frá Eldvarnaeftirlit- inu stödd í nágrenni við til- kynntan eldstað og fór á stað- inn og gat afturkallað áður en slökkvibifreið fór af stað. Þar sem hér getur verið um mjög hættulegt athæfi að ræða, t.d. ef slys eða eldur kemur upp á sama tíma og hluti af mannskapnum staddur í slíku útkalli, er nú unnið að því að ftnna hinn seka. Eru allir þeir sem gætu gefið einhverjar vís- bendingar beðnir um að koma þeim til lögreglunnar. Hundur veldur bílslysi Stúlka, sem var að hlaupa undan hundi á Faxabraut á föstudag, lenti fyrir bíl. Ekki mun hún hafa slasast alvar- lega, en var þó flutt til læknis til öryggis. Mun stúlkan hafa hlaupið út á götuna með þeim afleið- ingum að bifreiðin ók utan í annan fót hennar. Hundurinn slapp hins vegar alveg. Stór hluti þeirra skemmtikrafta er fram koma í sýningunni „Rokk, sviti og pilsaþytur“, sem frumsýnt verður um helgina í Glaumbergi. Ljósm.: pket. Ný rokkdagskrá, „Rokk, sviti og pilsaþytur", verður frumflutt í Glaumbergi næsta laugardagskvöld. Þátttakend- ur í dagskránni eru ekki af verri endanum, heldur nokkr- ir af þekktustu söngvurum þessa lands: Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Bjarni Ara og Guðmundur Hermannsson. Fjórir dansarar taka þátt í sýn- ingunni, annars vegar þau Jói Bach og María og hins vegar Jón Ólafur og Eydís, en þetta eru allt kunnir dansarar frá Auði Haralds. Boðið verður upp á tvírétt- aðan kvöldverð en einnig verð- ur hægt að sjá skemmtunina án þess að fara í matinn. Að sögn Vals Á. Gunnarssonar í Glaumbergi er hér um mjög skemmtilega dagskrá að ræða og er verði stillt mjög í hóf, en með tvíréttuðum kvöldverði kostar aðeins 2500 kr. inn á skemmtunina. 1 m ■ 11 s mmm m j. —— m m i TRÉ : /\ SPÖN PARKET TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR, IÐAVÖLLUM 7, KEFLAVÍK, SÍMI 14700 MUNDI Skyldi ekki hafa verið hundur í bílstjóranum? Vegarollum fjölgar: Gróðursnautt beit-

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.