Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 26.10.1989, Blaðsíða 2
2 KANGAROOS KULDASKÓRNIR KOMNIR Kuldaskór m/riflás stærðir 30-41, kr. 3.790. Kuldaskór reimaðir, stærðir 30-46, kr. 3.980. Histerik leðurkuldaskór, klassískir, kr. 4.790. Folia barnaúlpur, stærðir 2-16, frá kr. 4.980. Hummel úlpur, stærðir S-EL, kr. 4.980. Hummel úlpur, stærðir 10-16, kr. 4.490. New Sport dúnúlpurnar væntanlegar í nóv. Litir: Rautt, kóngablátt og start. Erum byrjuð að taka niður pantanir. Sportbúð ÓSKARS Hafnargötu 23 - Simi 14922 TQLVUPflPPIR sem er sniðinn fyrir allt atvinnulíf Suöumesja. o o o o o o o o o o o Eflum atvinnulíf hér Ekki flytja það í bu GRÁGÁS HF. Vallargötu 14 - 230 Keflavik Simar 11760, 14760 Eina prentsmiðjan á Suðurnesjum, sem framleiðir tölvupappir. Fréttir Yíkurfréttir 26.okt.1989 Samtök bæja- og héraðsfréttablaða stofnuð: Páll Ketilsson fyrsti formaður Fyrsta stjórn samtakanna. F.v. í fremri röð: Þórhallur Ásmunds- son, Ólafía Gísladóttirog Páll Ketilsson formaður. Aftari röð f.v.: Guðmundur Ingi Jónatansson og Sigurður Sverrisson. Ljósm.: epj. Fulltrúar frá tuttugu og tveimur bæjar- og héraðsfrétta- blöðum víðs vegar af landinu komu saman til fundar að Hótel Loftleiðum síðasta laugardag. Tilgangur fundarins var stofn- un samtaka fyrir umrædd blöð. Var mikil samstaða á fundinum sem lauk með stofnun samtak- anna og síðan ráðstefnu um ým- isleg sameiginleg hagsmuna- mál. Sem fyrr segir voru það 22 blöð sem gerðust stofnaðilar að samtökum þessum, en sam- eiginlega gefa þau út blöð í 45 þúsund eintökum á viku. Af blöðum á Suðurnesjum mættu fulitrúar Víkurfrétta og Reykjanessins á fundinn. Þriggja manna aðalstjórn og tveggja manna varastjórn, skipuð fulltrúum víða að af landinu, var kjörin. Á fyrsta fundi stjórnarinnar, sem hald- inn var á mánudag, skiptu menn með sér verkum. Kom það í hlut Páls Ketilsson- ar, Víkurfréttum, að gegna stöðu formanns. Ritari er Sig- urður Sverrisson, Skagablað- inu, Akranesi, meðstjórnandi Ólafía Gísladóttir, Eystra- horni, Höfn, og varamenn eru Þórhallur Ásmundsson, Feyki, Sauðárkróki, og Guð- mundur Ingi Jónatansson, Bæjarpóstinum, Dalvík. Stjórnarfundurinn var að ýmsu leyti all merkilegur þvi hann var haldinn samtímis á fimm stöðum á landinu, þ.e. Keflavík, Akranesi, Sauðár- króki, Dalvík og Höfn. Var þar notast við þá þjónustu sem Póstur og sími býður upp á í formi símafunda. Fulltrúar blaðanna er stofnuðu samtökin. Suðurnesjafulltrúarnir eru Halldór Leví Björnsson (í miðri fremstu röð), Páll Ketilsson er 2. frá vinstri í 3. röð og Emil Páll Jónsson er 3. frá vinstri í sömu röð. Þessi með skeggið lengst til hægri í 1. röð er raunar Suður- nesjamaður einnig, Guðni Kjærbo hjá Hafnfirska fréttablaðinu. Ljósm.: Árni S. Árnason, Skagablaðinu Gott framtak Gerðaskóla- krakka Krakkar úr öllum bekkjum Gerðaskóla í Garði sýndu af sér mjög gott frumkvæði nú á dögunum. Á degi fatlaðra, sem var nú nýverið, tóku Gerða- skólakrakkarnir sig saman og gáfu alla sína vasapeninga þann dag til Þroskahjálpar á Suður- nesjum. Þegar hver einasta króna og aur hafði verið fengin úr vös- um allra nemenda skólans, reyndist upphæðin vera 16.700 krónur. Fóru fulltrúar nem- enda með upphæðina til Þroskahjálpar og afhentu hana formlega. Fulltrúar Þroskahjálpar á Suðurnesjum vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra nemenda Gerðaskóla fyr- ir þetta skemmtilega framtak. Það er gott til þess að vita að það má eyða vasapeningunum í fleira en sælgæti... STÆRSTA FRETTA-OG AUGLYSINGABLAÐIÐ A SUDURNESJUM Utgefandi: Víkurfréttir hf. ------------------ Afgrei&sla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717,15717, Box 125, 230 Keflavík. - Rltstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bilas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag: 5600eintök sem dreifterókeypisum öll Suðurnes. - Aöili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaöa og Upplagsettirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getiö. Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.