Víkurfréttir - 26.10.1989, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR
Rúnar vill
breytingar
Allar líkur eru á því að Rúnar
Lúðvíksson gefi kost á sér áfram
sem formaður knattspyrnuráðs
ÍBK á komandi ári. Hann hefur þó
sett fram ýmis skilyrði til að svo
geti orðið og fela þau í sér breyt-
ingar á starfsemi ráðsins og fleira.
„Eg tel að það þurfi að afmarka
meira starfsemi knattspyrnuráðs,
m.a. með því að ráðið haldi sína
aðalfundi og skili njðurstöðum
síðan á ársþingi ÍBK. Á þessu for-
mannsári mínu hef ég víða rekið
mig á, einungis vegna þess að
starfsemin er ekki nógu afmörkuð.
Þessu vil ég breyta," sagði Rúnar
Lúðvíksson.
Haukur þjálfar
Grindvíkinga
Haukur Hafsteinsson hefurver-
ið ráðinn þjálfari 2. deildar liðs
Grindvíkinga í knattspyrnu fyrir
næsta keppnistímabil. Haukur er
ekki óþekktur í Grindavík, því þar
hefur hann þjálfað í alls 6 ár, en
hann hefur einnig þjálfað lið IBK
og Víðis og fleiri lið með góðum ár-
angri. Undir'stjóm Hauks varð 2.
flokkur Vals íslandsmeistari á síð-
asta tímabili.
GUNNAR AFRAM
FORMAÐUR UMFG
Gunnar Vilbergsson helur
ákveðið að gefa áfram kost á sér
sem formaður knattspyrnudeildar
UMFG, en hann hafði lýst því yfir
að hann vildi hætta. „Það er gott
að starfa fyrir félagið og ég er
ánægður með ráðningu Hauks sem
þjálfara," sagði Gunnar. Leik-
mannamál verða að öllum líkind-
um óbreytt að öðru leyti en því að
Siguróli Kristjánsson hefurgengið
til liðs við sitt gamla félag á ný, Þór
á Akureyri.
ÞORSTEINN ÖLAFS-
SON MEÐ (BK
_________19
Víkuifréttir
26.okt. 1989
Það á áreiðanlega eftir að vera hörð og mikil barátta í 2. dcildinni í knattspyrnu næsta sumar, Suðurnesjadeildinni,
eins og margir kalla hana. Þrjú lið héðan munu leika í deildinni og Keflvíkingar hyggjast styrkja liðið með austan-
tjaldsmönnum. Myndin er úr leik Víðis og ÍBK síðasta árið sem Víðir var í 1. deildinni. Ljósm.: mad.
KNATTSPYRNAN:
Tveir austantjalds-
leikmenn til ÍBK
Keflvíkingar ætla að fá tvo Júgóslava eða
Pólverja til að styrkja lið sitt í 2. deild
„Það er ekkert launungarmál að
við ætlum að styrkja liðið til að það
eigi sem mesta möguleika á að kom-
ast aftur upp í 1. deild. Hugmyndin
er að reyna að fá tvo leikmenn frá
Júgóslavíu eða Póllandi," sagði
Rúnar Lúðvíksson, formaður knatt-
spyrnuráðs IBK, í samtali við blað-
ið.
Keflvíkingar féllu, sem kunnugt
er, niður í 2. deild á liðnu sumri og
hyggjast ekki dvelja þar lengur en
árið. En það gæti orðið erfitt því 2.
deild verður mjög sterk á næsta ári
með tvö önnur góð Suðumesjalið
innanborðs, Víði og Grindavik.
Að sögn Rúnars Lúðvíkssonar
hefur reynslan af júgóslavneskum
leikmönnum hér á landi verið góð,
en bæði Víkingur og Þór hafa haft
, júgga" í sínum herbúðum. Þessir
leikmenn búa við svipaðar aðstæð-
ur og gerast hér á landi. Þeir þurfa
að stunda sína atvinnu í sínu
heimalandi og aðal málið er því að
útvega þeim vinnu og húsnæði.
Ekki er vitað til þess að neinar
,,hræringar“ séu i leikmannahópi
ÍBK og flestallir, sem voru með í
sumar, verða áfram, að því er best
er vitað.
Þorsteinn Ólafsson, fyrrum
markvörður ÍBK, landsliðsins, IFH
Gautaborgar og fleiri liða, er númer
eitt á óskalista Keflvíkinga sem
þjálfari liðsins fyrir næsta keppnis-
tímabil. „Þorsteinnhefuráhugaáað
taka við starfinu. Það eina sem
stendur í vegi fyrir því er að hann fái
atvinnu við sitt hæfi," sagði Rúnar
Lúðvíksson, formaður knattspyrnu-
ráðs.
Á leikmannafundi ÍBK fyrir
nokkru tóku leikmenn þessu vel og
lýstu yfir ánægju sinni með Þorstein
sem næsta þjálfara.
W>
vtómmr
Gunnar Vilbergsson var að-
eins örfáum mínútum frá því
að detta út í getraunaleiknum.
Úrslit voru ráðin í 11 fyrstu
leikjunum af 12 á seðlinum og
allt stefndi í sigur West Ham á
Port Vale. En Gunnar var ekki
á því að gefa sig og sendi hug-
arorku til Port Vale-manna
sem jöfnuðu leikinn á síðustu
mínútunum, og Gunnar jafn-
aði leikinn við Pál Björnsson,
andstæðing sinn, um leið. Báð-
ir fengu 5 rétta, enda frekar
mikið um óvænt úrslit á síð-
astaseðli.
„Ég hélt að Páll væri að
ganga frá mér og var hér um
bil farinn að sætta mig við
Gunnar
Páll
tap,“ sagði Gunnar, sem nú
tippar í fimmta skipti og er þar
með kominn með örugga for-
ystu í getraunaleiknum.
Höllustaða-Páll segir hins veg-
ar hálfnað verk þá hafið er,
„og því lýkur um næstu helgi"
sagði Páll V. Bjömsson....
G. P.
Arsenal-Derby 1 1
Aston Villa-C.Palace 1 X
Charlton-Coventry X 2
Chelsea-Man.City 1 1
Man.Utd.-Southampton 1 1
Millwall-Luton X 1
Norwich-Everton 2 X
Nott.For.-Q.P.R. 1 1
Sheff.Wed.-Wimbledon 2 1
Bradford-Leeds 2 2
Middlesbro-W.B.A. X 2
Watford-Sheff.Utd. 2 X
KÖRFUKNATTLEIKUR:
Stefndi í sigur Reynis!
• Grindvíkingar steinlágu
fyrir Vesturbæjarliðinu KR í
körfunni um helgina. Reykja-
víkurliðið skoraði 79 stig gegn
63 Grindvíkinga. Mikill hraði,
sem Grindvíkingar réðu ekki
við, einkenndi leikinn. Er það
mál manna að Grindvíkingar
hafi verið „siappir" í leiknum
og þeir röndóttu því aldrei í
hættu. T.a.m. náðu Grindvík-
ingar ekki að koma knettinum
í körfu andstæðingsins á sjö
mínútna kafla í síðari hálfleik.
• Það munaði ekki miklu að
Reynismenn myndu fara með
sigur af hólmi í viðureign sinni
við Njarðvíkinga í Iþróttamið-
stöðinni í Sandgerði á sunnu-
dagskvöldið. Njarðvíkurstrák-
arnir höfðu þó betur á loka-
sprettinum og mörðu 4ra stiga
lokamun. Sandgerðingar voru
yfir í leikhléi 39:37.
• Að endingu keppti Keflavík
við Tindastól fyrir norðan og
var leikurinn jafn allt til loka
og skiptust liðin á að halda
forystunni. Framlengja þurfti
leikinn og þá höfðu Keflvík-
ingar betur og sigruðu með 101
stigi gegn 100.
Urslitaleikur Liverpool og Everton í Sandgerði
Sunnudaginn 22. október
1989 var haldið í íþróttahús-
inu í Sandgerði hið árlega
„Styrktarmót fyrirtækja“.
Fyrirkomulag mótsins var
með þeim hætti að börn í 5. og
6. flokki félagsins kepptu fyrir
hönd fyrirtækja sem skráð
voru í keppnina. Börnunum
var skipt í sem jöfnust lið og
fékk hvert lið nafn einhvers
frægs liðs, t.d. Liverpool, Ar-
senal, Man. Utd. o.sv.frv.
Þessi lið kepptu síðan fyrir
hönd fyrirtækjanna í útsláttar-
keppni.
Eftirtalin fyrirtæki tóku
þátt í mótinu og styrktu þar
með unglingastarfíð hjá Reyni:
Aldan, Arney h.f., Drifás,
Guðjón Olafsson málari, Jón
Erlingsson h.f., Jón og Óli
múrarar, Kaupfélagið, Lands-
bankinn, Miðnes h.f., Njáll
RE, Rafverk h.f., Tros s.f.,
Sparisjóðurinn, Sportbúð
Óskars, Veiðibær, Vitinn,
Samvinnuferðir/Egill Ólafs-
son og Vátryggingafélag
Islands útibúið Sandgerði.
Keppnin hófst kl. 10:00 og
lauk um þrjúleytið. Til úrslita
léku Liverpook fyrir hönd
Njáls R.E. og Everton fyrir
Landsbankann. Fjörugum
leik lauk með sigri Liverpool
og tók skipstjórinn á Njáli RE,
Hjörtur Jóhannsson, við far-
andbikarnum til varðveislu
fram að næsta móti.
Unglingaráð k.s.d. Reynis
vill nota tækifærið og þakka
þeim aðilum sem styrktu mót-
ið.